„Frábær leikur en manni finnst samt eins og við hefðum getað gert betur á köflum“ Siggeir Ævarsson skrifar 27. nóvember 2022 20:01 Sara Rún Hinriksdóttir keyrir að körfunni. Vísir/Hulda Margrét Sara Rún Hinriksdóttir átti sannkallaðan stjörnuleik fyrir Ísland í dag þegar liðið lagði Rúmenínu í undankeppni Evrópumótsins. Sara endaði með tæpan helming stiga íslenska liðsins, 33 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Hvernig leið Söru í leikslok? „Mér líður bara mjög vel. Frábær leikur en manni finnst samt eins og við hefðum getað gert betur á köflum. En það er bara leikurinn og ég held að við séum að taka skref í rétta átt sem lið.“ Þetta var ekki fullkominn leikur þó útkoman hafi verið, líkt og fáni Sviss, einn stór plús. En Sara gat nú varla gert mikið betur sjálf, eða hvað? „Jú jú, ég veit til dæmis ekki hvað ég klikkaði úr mörgum vítum! Maður getur alltaf gert betur, á báðum endum vallarins.“ Sara Rún Hinriksdóttir í leik dagsins.Vísir/Hulda Margrét Sara brenndi af 6 vítum í 12 tilraunum, og heilt yfir var liðið aðeins með 9 ofan í í 20 vítaskotum. Meðan leikurinn var hvað jafnastur höfðu margir áhorfendur eflaust áhyggjur af því að vítanýtingin myndi hreinlega kosta liðið sigurinn. „Já algjörlega. Sérstaklega þar sem við erum ekki vanar að klikka svona í vítunum. Kannski var það pressan en það er engin afsökun.“ Íslenska liðið er bæði ungt og reynslulítið þegar kemur að landsleikjum. Það hlýtur að vera töluvert stökk fyrir stelpurnar að mæta í þessa leiki, þá ekki síst gegn liði eins og Spáni og Ungaverjalandi, sem eru með atvinnumenn á hverju strái. „Já Spánn er besta liðið í Evrópu, eða a.m.k. „rankaðar“ þar og að mínu mati næst besta liðið í heiminum á eftir Bandaríkjunum. En það er bara virkilega gaman að fá að spila á móti þessum stelpum. Ungverjaland eru svipaðar, með Euro-league leikmenn en það er bara virkilega skemmtilegt að fá að spila á móti svona sterkum liðum og læra af því.“ Sara Rún lét finna fyrir sér.Vísir/Hulda Margrét Að spila í svona sterkum riðli og mæta þessum þungavigtarliðum, þetta hlýtur að einhverju leyti að snúast um að safna í reynslubanka og gíra sig upp fyrir framtíðina? „Algjörlega, og bara frábært að sjá svona mikið af litlum stelpum mæta hérna í dag þannig að vonandi er með fyrirmynd fyrir þær og er að gera eitthvað gott fyrir næstu kynslóð og þessa kynslóð sem er að koma inn í landsliðið. Þetta hjálpar vonandi þessum ungu stelpum að verða betri með hverju árinu, sem mér finnst vera að gerast í íslenskum körfubolta.“ Það var nóg um að vera í Höllinni í dag og það tók okkur langan tíma að ná Söru í viðtal eftir leik, ungir aðdáendur með stjörnurnar í augunum yfir frammistöðu liðsins. Svona umgjörð skiptir væntanlega máli? „Já heldur betur. Frábært að KKÍ hafi gert þetta fyrir leikinn og skemmtilegt að vera partur af þessu.“ Það var vel mætt.Vísir/Hulda Margrét Nú er loks kominn sigur í sarpinn. Er hægt að byggja á honum fyrir næstu leiki? „Klárlega og ég er bara virkilega spennt fyrir næstu leikjum í janúar. Þetta verða vissulega erfiðir leikir, Ungverjaland og Spánn, en maður veit aldrei. Við ætlum klárlega að byggja ofan á þennan sigur.“ Körfubolti EM 2023 í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Rúmenía 68-58 | Frábær íslenskur sigur Ísland tók á móti Rúmeníu í undankeppni Evrópumóts kvennalandsliða í Laugardalshöllinni í dag. Þetta var seinni leikur Íslands í þessum landsleikjaspretti, en sá fyrri tapaðist stórt 120-54, gegn sennilega sterkasta kvennalandsliði Evrópu þessa dagana, Spáni. 27. nóvember 2022 18:20 „Langt síðan að íslenska liðið náði sigri svo að þetta gefur okkur öllum svo mikið“ Íslenska kvennalandsliðið vann góðan 10 stiga sigur á Rúmenum í Laugardalshöllinni í dag í undankeppni Evrópumótsins, lokatölur 68-58. Benedikt Guðmundsson þjálfari liðsins, tók undir að þetta hefði verið ansi jafn leikur og tók Söru Rún Hinriksdóttur og hennar frammistöðu sérstaklega út fyrir sviga. 27. nóvember 2022 19:30 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
„Mér líður bara mjög vel. Frábær leikur en manni finnst samt eins og við hefðum getað gert betur á köflum. En það er bara leikurinn og ég held að við séum að taka skref í rétta átt sem lið.“ Þetta var ekki fullkominn leikur þó útkoman hafi verið, líkt og fáni Sviss, einn stór plús. En Sara gat nú varla gert mikið betur sjálf, eða hvað? „Jú jú, ég veit til dæmis ekki hvað ég klikkaði úr mörgum vítum! Maður getur alltaf gert betur, á báðum endum vallarins.“ Sara Rún Hinriksdóttir í leik dagsins.Vísir/Hulda Margrét Sara brenndi af 6 vítum í 12 tilraunum, og heilt yfir var liðið aðeins með 9 ofan í í 20 vítaskotum. Meðan leikurinn var hvað jafnastur höfðu margir áhorfendur eflaust áhyggjur af því að vítanýtingin myndi hreinlega kosta liðið sigurinn. „Já algjörlega. Sérstaklega þar sem við erum ekki vanar að klikka svona í vítunum. Kannski var það pressan en það er engin afsökun.“ Íslenska liðið er bæði ungt og reynslulítið þegar kemur að landsleikjum. Það hlýtur að vera töluvert stökk fyrir stelpurnar að mæta í þessa leiki, þá ekki síst gegn liði eins og Spáni og Ungaverjalandi, sem eru með atvinnumenn á hverju strái. „Já Spánn er besta liðið í Evrópu, eða a.m.k. „rankaðar“ þar og að mínu mati næst besta liðið í heiminum á eftir Bandaríkjunum. En það er bara virkilega gaman að fá að spila á móti þessum stelpum. Ungverjaland eru svipaðar, með Euro-league leikmenn en það er bara virkilega skemmtilegt að fá að spila á móti svona sterkum liðum og læra af því.“ Sara Rún lét finna fyrir sér.Vísir/Hulda Margrét Að spila í svona sterkum riðli og mæta þessum þungavigtarliðum, þetta hlýtur að einhverju leyti að snúast um að safna í reynslubanka og gíra sig upp fyrir framtíðina? „Algjörlega, og bara frábært að sjá svona mikið af litlum stelpum mæta hérna í dag þannig að vonandi er með fyrirmynd fyrir þær og er að gera eitthvað gott fyrir næstu kynslóð og þessa kynslóð sem er að koma inn í landsliðið. Þetta hjálpar vonandi þessum ungu stelpum að verða betri með hverju árinu, sem mér finnst vera að gerast í íslenskum körfubolta.“ Það var nóg um að vera í Höllinni í dag og það tók okkur langan tíma að ná Söru í viðtal eftir leik, ungir aðdáendur með stjörnurnar í augunum yfir frammistöðu liðsins. Svona umgjörð skiptir væntanlega máli? „Já heldur betur. Frábært að KKÍ hafi gert þetta fyrir leikinn og skemmtilegt að vera partur af þessu.“ Það var vel mætt.Vísir/Hulda Margrét Nú er loks kominn sigur í sarpinn. Er hægt að byggja á honum fyrir næstu leiki? „Klárlega og ég er bara virkilega spennt fyrir næstu leikjum í janúar. Þetta verða vissulega erfiðir leikir, Ungverjaland og Spánn, en maður veit aldrei. Við ætlum klárlega að byggja ofan á þennan sigur.“
Körfubolti EM 2023 í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Rúmenía 68-58 | Frábær íslenskur sigur Ísland tók á móti Rúmeníu í undankeppni Evrópumóts kvennalandsliða í Laugardalshöllinni í dag. Þetta var seinni leikur Íslands í þessum landsleikjaspretti, en sá fyrri tapaðist stórt 120-54, gegn sennilega sterkasta kvennalandsliði Evrópu þessa dagana, Spáni. 27. nóvember 2022 18:20 „Langt síðan að íslenska liðið náði sigri svo að þetta gefur okkur öllum svo mikið“ Íslenska kvennalandsliðið vann góðan 10 stiga sigur á Rúmenum í Laugardalshöllinni í dag í undankeppni Evrópumótsins, lokatölur 68-58. Benedikt Guðmundsson þjálfari liðsins, tók undir að þetta hefði verið ansi jafn leikur og tók Söru Rún Hinriksdóttur og hennar frammistöðu sérstaklega út fyrir sviga. 27. nóvember 2022 19:30 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Rúmenía 68-58 | Frábær íslenskur sigur Ísland tók á móti Rúmeníu í undankeppni Evrópumóts kvennalandsliða í Laugardalshöllinni í dag. Þetta var seinni leikur Íslands í þessum landsleikjaspretti, en sá fyrri tapaðist stórt 120-54, gegn sennilega sterkasta kvennalandsliði Evrópu þessa dagana, Spáni. 27. nóvember 2022 18:20
„Langt síðan að íslenska liðið náði sigri svo að þetta gefur okkur öllum svo mikið“ Íslenska kvennalandsliðið vann góðan 10 stiga sigur á Rúmenum í Laugardalshöllinni í dag í undankeppni Evrópumótsins, lokatölur 68-58. Benedikt Guðmundsson þjálfari liðsins, tók undir að þetta hefði verið ansi jafn leikur og tók Söru Rún Hinriksdóttur og hennar frammistöðu sérstaklega út fyrir sviga. 27. nóvember 2022 19:30