Kokkalandsliðið hlaut gullverðlaun Árni Sæberg skrifar 27. nóvember 2022 12:45 Landsliðið landaði gulli í gær. Klúbbur matreiðslumanna. Íslenska kokkalandsliði hlaut gullverðlaun fyrir frammistöðu sína í keppni í þriggja rétta matseðli sem eldaður er fyrir 110 manns, sem fór fram í gær. Heimsmeistaramótið í matreiðslu er haldið þessa dagana í Lúxemborg. Íslenska kokkalandsliðið ætlar sér stóra hluti á mótinu og það fer vel af stað. Liðið tók þátt í fyrri keppnisgrein sinni í gær og í morgun var tilkynnt að það hefði hlotið gullverðlaun. Keppnismatreiðsla er frádráttarkeppni þar sem öll lið byrja með 100 stig sem lækka síðan með tilliti til snyrtimennsku, fagmennsku, útlits rétta og bragðs. Gullframmistaða er yfir 90 stig, silfurframistaða milli 80 og 90 stig og brons milli 70 og 80 stig. Heildarúrslit verða svo kynnt Lúxemborg á fimmtudaginn, að því er segir í tilkynningu frá Klúbbi matreiðslumann, sem rekur íslenska kokkalandsliðið. Smæðin gagnast okkur í matreiðslukeppnum „Að koma frá litlu landi er styrkleikinn okkar, við þekkjumst öll og getum unnið mikið saman,“ er haft eftir Þóri Erlingssyni, forseta Klúbbsins, sem er að vonum ánægður. Þar vísar hann til þess að liðið sem heild hefur færi á að hittast oft og æfa sem er erfiðara og kostnaðarsamara hjá stórum löndum. Hann bætir líka við að samstarf norrænu landsliðanna og norrænu klúbbanna sé gott og þar liggi líka styrkur. Norrænu löndin séu fremst meðal þjóða í faginu. „Fólk er ekki feimið við að deila sinni reynslu öðrum til góða og það er talað um það hér hjá öðrum löndum hvað það sé að skila miklum árangri,“ er haft eftir honum. Klúbbur Matreiðslumanna framleiddi kynningarmyndband þar sem rætt er við liðsmenn og fylgst með undirbúningi þeirra. Það má sjá hér að neðan. Matur Lúxemborg Kokkalandsliðið Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira
Heimsmeistaramótið í matreiðslu er haldið þessa dagana í Lúxemborg. Íslenska kokkalandsliðið ætlar sér stóra hluti á mótinu og það fer vel af stað. Liðið tók þátt í fyrri keppnisgrein sinni í gær og í morgun var tilkynnt að það hefði hlotið gullverðlaun. Keppnismatreiðsla er frádráttarkeppni þar sem öll lið byrja með 100 stig sem lækka síðan með tilliti til snyrtimennsku, fagmennsku, útlits rétta og bragðs. Gullframmistaða er yfir 90 stig, silfurframistaða milli 80 og 90 stig og brons milli 70 og 80 stig. Heildarúrslit verða svo kynnt Lúxemborg á fimmtudaginn, að því er segir í tilkynningu frá Klúbbi matreiðslumann, sem rekur íslenska kokkalandsliðið. Smæðin gagnast okkur í matreiðslukeppnum „Að koma frá litlu landi er styrkleikinn okkar, við þekkjumst öll og getum unnið mikið saman,“ er haft eftir Þóri Erlingssyni, forseta Klúbbsins, sem er að vonum ánægður. Þar vísar hann til þess að liðið sem heild hefur færi á að hittast oft og æfa sem er erfiðara og kostnaðarsamara hjá stórum löndum. Hann bætir líka við að samstarf norrænu landsliðanna og norrænu klúbbanna sé gott og þar liggi líka styrkur. Norrænu löndin séu fremst meðal þjóða í faginu. „Fólk er ekki feimið við að deila sinni reynslu öðrum til góða og það er talað um það hér hjá öðrum löndum hvað það sé að skila miklum árangri,“ er haft eftir honum. Klúbbur Matreiðslumanna framleiddi kynningarmyndband þar sem rætt er við liðsmenn og fylgst með undirbúningi þeirra. Það má sjá hér að neðan.
Matur Lúxemborg Kokkalandsliðið Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira