Tvöfaldur framúrakstur Hamilton valinn tilþrif tímabilsins Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. nóvember 2022 10:45 Lewis Hamilton var langt frá sínu besta á tímabilinu, en sýndi þó nokkur frábær tilþrif. Dan Mullan - Formula 1/Formula 1 via Getty Images Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton vann ekki eina einustu keppni á tímabilinu í Formúlu 1 í fyrsta skipti á ferlinum á nýafstöðnu tímabili. Hann getur þó mögulega huggað sig að einhverju leyti við það að tvöfaldur framúrakstur hans á heimavelli var valinn sem tilþrif tímabilsins. Breski ökuþórinn Hamilton þekkir fátt annað en að vinna þegar kemur að því að aka í Formúlu 1. Það var þó ljóst strax í upphafi tímabils að hann og lið hans, Mercedes, yrði í vandræðum, enda voru bílar liðsins mun hægari en þeir hjá Red Bull og Ferrari. Staða Mercedes batnaði þó til muna eftir því sem líða fór á tímabilið. Bíllinn varð samkeppnishæfari með hverri keppninni og liðsfélaga hans, George Russell, tókst að sækja einn sigur fyrir liðið í brasilíska kappakstrinum. GEORGE RUSSELL WINS THE BRAZILIAN GRAND PRIX GET IN THERE!!! pic.twitter.com/NRamOJ6q4v— Mercedes-AMG F1 News ✇ (@MercedesNewsUK) November 13, 2022 Sjöfalda heimsmeistaranum Hamilton tókst hins vegar ekki að sækja einn einasta sigur á tímabilinu í fyrsta sinn á ferlinum. Hann endaði í sjötta sæti í heimsmeistarakeppni ökumanna, 35 stigum á eftir liðsfélaga sínum og 214 stigum á eftir heimsmeistaranum Max Verstappen. Þrátt fyrir það sýndi Hamilton nokkur góð tilþrif á tímabilinu og þar ber hæst að nefna tvöfaldan framúrakstur hans á heimavelli í breska kappakstrinum í sumar. Þegar ökumennirnir höfðu ekið 44 hringi var Hamilton í harðri baráttu við Charles Leclerc ár Ferrari og Sergio Perez á Red Bull. Hamilton nýtti sér slag þeirra tveggja og tók fram úr þeim báðum með glæsibrag eins og sjá má í myndbandinu í Twitter-færslu Mercedes-liðsins hér að neðan. Með framúrakstrinum stökk Hamilton úr fjórða og upp í annað sæti, en hann endaði kappaksturinn að lokum í þriðja sæti. Lewis Hamilton has won F1's 'Action of the year award' for 𝗧𝗛𝗜𝗦 double overtake on Charles Leclerc and Sergio Perez 👏pic.twitter.com/lLiVXJE8Dj— Mercedes-AMG F1 News ✇ (@MercedesNewsUK) November 26, 2022 Akstursíþróttir Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Sjá meira
Breski ökuþórinn Hamilton þekkir fátt annað en að vinna þegar kemur að því að aka í Formúlu 1. Það var þó ljóst strax í upphafi tímabils að hann og lið hans, Mercedes, yrði í vandræðum, enda voru bílar liðsins mun hægari en þeir hjá Red Bull og Ferrari. Staða Mercedes batnaði þó til muna eftir því sem líða fór á tímabilið. Bíllinn varð samkeppnishæfari með hverri keppninni og liðsfélaga hans, George Russell, tókst að sækja einn sigur fyrir liðið í brasilíska kappakstrinum. GEORGE RUSSELL WINS THE BRAZILIAN GRAND PRIX GET IN THERE!!! pic.twitter.com/NRamOJ6q4v— Mercedes-AMG F1 News ✇ (@MercedesNewsUK) November 13, 2022 Sjöfalda heimsmeistaranum Hamilton tókst hins vegar ekki að sækja einn einasta sigur á tímabilinu í fyrsta sinn á ferlinum. Hann endaði í sjötta sæti í heimsmeistarakeppni ökumanna, 35 stigum á eftir liðsfélaga sínum og 214 stigum á eftir heimsmeistaranum Max Verstappen. Þrátt fyrir það sýndi Hamilton nokkur góð tilþrif á tímabilinu og þar ber hæst að nefna tvöfaldan framúrakstur hans á heimavelli í breska kappakstrinum í sumar. Þegar ökumennirnir höfðu ekið 44 hringi var Hamilton í harðri baráttu við Charles Leclerc ár Ferrari og Sergio Perez á Red Bull. Hamilton nýtti sér slag þeirra tveggja og tók fram úr þeim báðum með glæsibrag eins og sjá má í myndbandinu í Twitter-færslu Mercedes-liðsins hér að neðan. Með framúrakstrinum stökk Hamilton úr fjórða og upp í annað sæti, en hann endaði kappaksturinn að lokum í þriðja sæti. Lewis Hamilton has won F1's 'Action of the year award' for 𝗧𝗛𝗜𝗦 double overtake on Charles Leclerc and Sergio Perez 👏pic.twitter.com/lLiVXJE8Dj— Mercedes-AMG F1 News ✇ (@MercedesNewsUK) November 26, 2022
Akstursíþróttir Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Sjá meira