Kokkalandsliðið stefnir aftur á gullið Árni Sæberg skrifar 26. nóvember 2022 13:14 Kokkalandsliðið ætlar sér stóra hluti á heimsmeistaramótinu í matreiðslu. Klúbbur matreiðslumanna Íslenska kokkalandsliðið hefur keppni á heimsmeistaramótinu í matreiðslu í dag. Liðið vann til gullverðlauna á síðasta heimsmeistaramóti árið 2018 og stefnir ótrautt á að endurtaka leikinn. Heimsmeistaramótið var sett í gær í Lúxemborg og leikar hefjast í dag með keppni í þriggja rétta heitum matseðli sem eldaður er fyrir 110 manns. Þá verður keppt í þrettán rétta „fine-dining“ máltíð fyrir 12 manns, svokölluðu „Chef’s Table“ á þriðjudag, að því er segir í fréttatilkynningu frá Klúbbi matreiðslumanna, sem rekur kokkalandsliðið. Haft er eftir Þóri Erlingsyni, forseta klúbbsins, að undirbúningur og ferðalagið hafi gengið vel og æfingar síðustu mánaða gefi ekki annað en ástæðu til bjartsýni. Þá gefur ekki síður ástæðu til bjartsýni að liðið hafi staðið sig vel í síðustu stóru keppni, Ólympíuleikunum í Stuttgart árið 2020, þar sem liðið fékk bronsverðlaun fyrir samanlagðan árangur. Í tilkynningunni segir að keppnismatreiðsla sé í rauninni frádráttarkeppni og fyrirkomulagið sé þannig að allir byrji með 100 stig sem lækka síðan með tilliti til snyrtimennsku, fagmennsku, útlits rétta og bragðs. Gullframmistaða sé 90 stig, silfur 80 stig og brons 70 stig. Á mótinu í ár séu um 20 lönd sem taka þátt. Úrslit verði svo kynnt í Lúxemborg á fimmtudaginn og liðið komi aftur heim á föstudag. Íslenska kokkalandsliðið er skipað eftirfarandi: Þjálfari: Ari Þór Gunnarsson, Fastus Fyrirliði: Sindri Guðbrandur Sigurðsson, veitingastaðnum Héðinn Kitchen Bar Aron Gísla Helgason, veitingastaðnum Héðinn Kitchen Bar Gabríel Kristinn Bjarnason, veitingastaðnum Héðinn Kitchen Bar Ísak Darri Þorsteinsson, veitingastaðnum Tides Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir veitingastaðnum Fjallkonan Jakob Zarioh S. Baldvinsson, veitingastaðnum Sumac Sveinn Steinsson, Eflu verkfræðistofu Ísak Aron Jóhansson, Lux Veitingum Chidapha Kruasaeng, Mosfellsbakarí og HR Konfekt Ívar Kjartansson, veisluþjónustunni Rétturinum Aþena Þöll Gunnarsdóttir, veitingastaðnum Fiskfélaginu Hringur Oddsson, veitingastaðnum Tides Marteinn Rastrick, Lux Veitingum Lúxemborg Íslendingar erlendis Kokkalandsliðið Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira
Heimsmeistaramótið var sett í gær í Lúxemborg og leikar hefjast í dag með keppni í þriggja rétta heitum matseðli sem eldaður er fyrir 110 manns. Þá verður keppt í þrettán rétta „fine-dining“ máltíð fyrir 12 manns, svokölluðu „Chef’s Table“ á þriðjudag, að því er segir í fréttatilkynningu frá Klúbbi matreiðslumanna, sem rekur kokkalandsliðið. Haft er eftir Þóri Erlingsyni, forseta klúbbsins, að undirbúningur og ferðalagið hafi gengið vel og æfingar síðustu mánaða gefi ekki annað en ástæðu til bjartsýni. Þá gefur ekki síður ástæðu til bjartsýni að liðið hafi staðið sig vel í síðustu stóru keppni, Ólympíuleikunum í Stuttgart árið 2020, þar sem liðið fékk bronsverðlaun fyrir samanlagðan árangur. Í tilkynningunni segir að keppnismatreiðsla sé í rauninni frádráttarkeppni og fyrirkomulagið sé þannig að allir byrji með 100 stig sem lækka síðan með tilliti til snyrtimennsku, fagmennsku, útlits rétta og bragðs. Gullframmistaða sé 90 stig, silfur 80 stig og brons 70 stig. Á mótinu í ár séu um 20 lönd sem taka þátt. Úrslit verði svo kynnt í Lúxemborg á fimmtudaginn og liðið komi aftur heim á föstudag. Íslenska kokkalandsliðið er skipað eftirfarandi: Þjálfari: Ari Þór Gunnarsson, Fastus Fyrirliði: Sindri Guðbrandur Sigurðsson, veitingastaðnum Héðinn Kitchen Bar Aron Gísla Helgason, veitingastaðnum Héðinn Kitchen Bar Gabríel Kristinn Bjarnason, veitingastaðnum Héðinn Kitchen Bar Ísak Darri Þorsteinsson, veitingastaðnum Tides Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir veitingastaðnum Fjallkonan Jakob Zarioh S. Baldvinsson, veitingastaðnum Sumac Sveinn Steinsson, Eflu verkfræðistofu Ísak Aron Jóhansson, Lux Veitingum Chidapha Kruasaeng, Mosfellsbakarí og HR Konfekt Ívar Kjartansson, veisluþjónustunni Rétturinum Aþena Þöll Gunnarsdóttir, veitingastaðnum Fiskfélaginu Hringur Oddsson, veitingastaðnum Tides Marteinn Rastrick, Lux Veitingum
Lúxemborg Íslendingar erlendis Kokkalandsliðið Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira