„Margrét er heiðarleg kona frá Eskifirði og við verðum að treysta henni að sinni“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. nóvember 2022 21:30 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var skiljanlega svekktur eftir tap gegn toppliði Vals í Subway-deild karla kvöld. Hann getur þó verið ánægður með margt í leik sinna manna. „Við töpuðum og maður er svekktur að hafa ekki náð að landa þessu,“ segir Viðar. „Við komumst aftur inn í þetta í fjórða leikhluta þegar vörnin herðist. Þá vorum við að framkvæma það sem við lögðum upp með.“ Hvernig var að sjá liðið koma til baka eftir að hafa lent tólf stigum undir? „Við höfum komið til baka áður og misst niður forystur. Körfuboltaleikur er 40 mínútur og tólf stiga forysta er enginn munur. Við tókum eitt áhlaup og settum leikinn í naglbít. Það þarf ekkert ofboðslegt hjarta til þess. Ég er ánægður með frammistöðuna hjá mínum mönnum en það var ekki alveg nóg. Þetta er eitt skot hér eða þar. Það er erfitt að taka þessu.“ Þegar Viðar var spurður hvað hefði vantað upp á svo Höttur myndi vinna leikinn þá sagði hann: „Hvað, voru það ekki þrjú stig?“ „Þetta er bara eitt skot. Tim fékk gott færi. Þetta eru litlir hlutir. Við erum að spila við besta lið landsins. Ég er tilbúinn að segja það á þessu augnabliki að Valur er langbesta liðið sem við höfum spilað. Hér í dag voru tvö bestu varnarlið deildarinnar að spila. Þetta fellur með einu skoti eða einu stoppi. Við vorum ánægðir með okkar frammistöðu.“ „Í augnablikinu eru þeir betri en við. Það er svekkjandi að ná ekki að stela þessu.“ Viðar var ósáttur við það að fá ekki meiri tíma í lokin þegar Valur fékk vítaskot til að breikka muninn í þrjú stig. Það voru bara 0:09 á klukkunni þegar vítaskotin voru tekin. „Mér fannst klukkan rúlla áfram. Ég er ekki alvitur og ég er bullandi litaður, en mér fannst klukkan telja áfram niður. Þau fullyrða að þau hafi ýtt á takkann. Margrét er heiðarleg kona frá Eskifirði og við verðum að treysta henni að sinni. Ég óska eftir því að það sé IRS (endursýningar fyrir dómara) í öllum húsum. Við erum með hörkudeild og stóra leiki sem eru að falla á síðustu sekúndunum. Það þarf að hafa búnað í öllum húsum svo hægt sé að skoða. Dómararnir vilja það. Svona þarf að laga svo íslenskur körfubolti verði betri. Auðvitað er ég bullandi svekktur og litaður. Það þarf ekkert að vera að ég hafi rétt fyrir mér.“ Hattarmenn eru með þrjá sigra úr sjö leikjum. Hversu langt geta þeir farið á þessari leiktíð? „Við erum á fínu róli. Tveir tapleikir í röð sem eru búnir að vera mjög jafnir. Frammistaðan hefur verið flott og við verðum að halda því áfram. Við munum ná lengra en nokkru sinni fyrr. Það er klárt, við munum gera það.“ Subway-deild karla Höttur Valur Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Höttur 80-79 | Meistararnir mörðu nýliðana Íslandsmeistarar Vals mörðu nauman þriggja stiga sigur er liðið tók á móti nýliðum Hattar í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 82-79. Valsmenn sitja nú einir á toppi deildarinnar eftir sigurinn. 25. nóvember 2022 21:27 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
„Við töpuðum og maður er svekktur að hafa ekki náð að landa þessu,“ segir Viðar. „Við komumst aftur inn í þetta í fjórða leikhluta þegar vörnin herðist. Þá vorum við að framkvæma það sem við lögðum upp með.“ Hvernig var að sjá liðið koma til baka eftir að hafa lent tólf stigum undir? „Við höfum komið til baka áður og misst niður forystur. Körfuboltaleikur er 40 mínútur og tólf stiga forysta er enginn munur. Við tókum eitt áhlaup og settum leikinn í naglbít. Það þarf ekkert ofboðslegt hjarta til þess. Ég er ánægður með frammistöðuna hjá mínum mönnum en það var ekki alveg nóg. Þetta er eitt skot hér eða þar. Það er erfitt að taka þessu.“ Þegar Viðar var spurður hvað hefði vantað upp á svo Höttur myndi vinna leikinn þá sagði hann: „Hvað, voru það ekki þrjú stig?“ „Þetta er bara eitt skot. Tim fékk gott færi. Þetta eru litlir hlutir. Við erum að spila við besta lið landsins. Ég er tilbúinn að segja það á þessu augnabliki að Valur er langbesta liðið sem við höfum spilað. Hér í dag voru tvö bestu varnarlið deildarinnar að spila. Þetta fellur með einu skoti eða einu stoppi. Við vorum ánægðir með okkar frammistöðu.“ „Í augnablikinu eru þeir betri en við. Það er svekkjandi að ná ekki að stela þessu.“ Viðar var ósáttur við það að fá ekki meiri tíma í lokin þegar Valur fékk vítaskot til að breikka muninn í þrjú stig. Það voru bara 0:09 á klukkunni þegar vítaskotin voru tekin. „Mér fannst klukkan rúlla áfram. Ég er ekki alvitur og ég er bullandi litaður, en mér fannst klukkan telja áfram niður. Þau fullyrða að þau hafi ýtt á takkann. Margrét er heiðarleg kona frá Eskifirði og við verðum að treysta henni að sinni. Ég óska eftir því að það sé IRS (endursýningar fyrir dómara) í öllum húsum. Við erum með hörkudeild og stóra leiki sem eru að falla á síðustu sekúndunum. Það þarf að hafa búnað í öllum húsum svo hægt sé að skoða. Dómararnir vilja það. Svona þarf að laga svo íslenskur körfubolti verði betri. Auðvitað er ég bullandi svekktur og litaður. Það þarf ekkert að vera að ég hafi rétt fyrir mér.“ Hattarmenn eru með þrjá sigra úr sjö leikjum. Hversu langt geta þeir farið á þessari leiktíð? „Við erum á fínu róli. Tveir tapleikir í röð sem eru búnir að vera mjög jafnir. Frammistaðan hefur verið flott og við verðum að halda því áfram. Við munum ná lengra en nokkru sinni fyrr. Það er klárt, við munum gera það.“
Subway-deild karla Höttur Valur Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Höttur 80-79 | Meistararnir mörðu nýliðana Íslandsmeistarar Vals mörðu nauman þriggja stiga sigur er liðið tók á móti nýliðum Hattar í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 82-79. Valsmenn sitja nú einir á toppi deildarinnar eftir sigurinn. 25. nóvember 2022 21:27 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Höttur 80-79 | Meistararnir mörðu nýliðana Íslandsmeistarar Vals mörðu nauman þriggja stiga sigur er liðið tók á móti nýliðum Hattar í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 82-79. Valsmenn sitja nú einir á toppi deildarinnar eftir sigurinn. 25. nóvember 2022 21:27