Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grindavík 94-65 | Stjarnan valtaði yfir Grindvíkinga í Garðabænum Siggeir Ævarsson skrifar 24. nóvember 2022 21:48 Stjarnan vann öruggan sigur gegn Grindvíkingum í kvöld. Vísir/Vilhelm Stjarnan og Grindavík mættust í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ í kvöld í 7. umferð Subway-deildar karla. Fyrir leikinn voru bæði lið voru þrjá sigra og þrjú töp, og því bæði með augastað á því að ýta sér upp fyrir 50% sigurhlutfall í deildinni. Grindvíkingar hafa verið í töluverðu basli með sinn leikmannahóp og verið í tíðum útskiptum á erlendum leikmönnum og þá má ekki gleyma stuttri heimkomu Jóns Axels Guðmundssonar. Hinn bandaríski Damier Pitts fékk leikheimild rétt fyrir lok skrifstofutíma í dag og var mættur beint í byrjunarliðið. Hann átti fína spretti í kvöld en líkt og Jóhann Þór þjálfari Grindavíkur nefndi fyrir leik þá á hann augljóslega enn nokkuð í land að ná fullu leikformi. Grindvíkingar voru í basli í kvöld.Vísir/Vilhelm Stjörnumenn fóru betur af stað og bættu bara í eftir því sem leið á fyrri hálfleik. Grindvíkingar voru að hitta afleitlega fyrir utan, aðeins 3 þristar ofan í í 20 tilraunum, og munurinn 17 stig í hálfleik, 52-35. Grindvíkingar hófu seinni hálfleikinn af miklum krafti en hittnin var áfram að bregðast þeim og Stjörnumenn sömuleiðis héldu áfram að spila fínan sóknarleik. Grindavík vann þó leikhlutann að lokum með 4 stigum og munurinn 13 stig fyrir lokaátökin. Grindavík hélt uppteknum hætti og minnkaði muninn í 10 stig en komust ekki lengra. Það var engu líkara en öll orka og vilji væri á þrotum og gengu Stjörnumenn á lagið. Þeir unnu leikhlutann 23-7 og leikinn 94-65. Munaði þar ekki síst um frammistöðu Robert Eugene Turner hins þriðja, en eins og dagur fylgir nóttu og vetur sumri, þá skorar Turner svo til alltaf þegar hann ætlar sér það og sallaði niður 35 stigum í kvöld. Af hverju vann Stjarnan? Stjörnumenn áttu svo sem engan stjörnuleik í kvöld og hittu t.a.m. bara rétt yfir meðallagi. En þeir hittu samt miklu betur en Grindvíkingar og fóru illa með þá í teignum, en frákastabaráttan fór 57-29 þeim í vil. Hvað gekk illa? Grindvíkingum gekk hræðilega að skjóta fyrir utan, aðeins 5 þristar ofan í í 37 tilraunum. Þeir Ólafur Ólafsson og Bragi Guðmundsson tóku 23 af þessum skotum, Bragi 0/11 og Ólafur 2/12. Slík tölfræði er ekki ávísun á góða hluti fyrir nokkurt körfuboltalið. Hverjir stóðu upp úr? Robert Turner fór á kostum í kvöld með 35 stig, 8 fráköst og 4 stoðsendingar og frábæra skotnýtingu í ofan á lag. Þá var Julius Jucikas erfiður viðureignar í teignum fyrir þunnskipaða Grindvíkinga, skoraði 14 stig og tók 11 fráköst. Hjá Grindavík var Damier Pitts þeirra lang líflegastur, stigahæstur með 18 stig og bætti við 5 fráköstum og 4 stoðsendingum. Pitts byrjaði 4. leikhlutann útaf með krampa og spilaði bara 4 mínútur í leikhlutanum. Vonandi fyrir Grindvíkinga verður hann fljótur að spila sig í leikform. Hvað gerist næst? Grindvíkingar leggja land undir fót og halda austur á Egilsstaði þar sem þeir mæta Hetti 1. desember. Stjörnumenn bregða sér aftur á móti aðeins í næsta bæjarfélag, og sækja Blika heim föstudaginn 2. desember. Við þurfum að bæta okkur helling. Það er ennþá mjög langt í land Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir stóran og nokkuð öruggan sigur Stjörnumanna í kvöld var Arnar Guðjónsson þjálfari þeirra mjög jarðtengdur eftir leik og sagði að hans menn þyrftu að bæta margt í sínum leik, en hann var þó vissulega mjög þakklátur fyrir sigurinn. „Við vorum samt einhvern veginn pirraðir og ekkert sérstaklega góðir. Æj ég veit það ekki, gott að vinna, mjög þakklátur fyrir það. Þurftum á því að halda og að vinna með 29 gæti skipt máli. Þetta eru áþekk lið og munar um að stóri maðurinn þeirra var í leikbanni. Sást á fráköstum. Gott að ná að klára þetta svona með stórum mun.“ Grindvíkingar réðu illa við Julius Jucikas í kvöld og töpuðu frákastabaráttunni með miklum mun. Hafði það mikið að segja að Grindvíkingar væru án Skordilis í kvöld? „Já það munar bara þegar það vantar einn af þeirra helstu hestum. Munaði meira um það í kvöld en ég reiknaði með. En það var bara gott fyrir okkur og heppni að fá þá núna þegar hann var í banni.“ Það munar líka töluvert um að eiga menn eins og Robert Turner sem getur smellt í 35 stig nánast uppúr þurru? „Já það er verið að keppa í því að skora og hann gerði mikið af því í kvöld. Þegar hann gerir það þá auðveldar það margt fyrir okkur. Það var bara flott en það hjálpaði líka að við skutum boltanum vel þegar þeir voru að reyna að keyra á okkur.“ Nú eru fjórir sigrar komnir í hús hjá Stjörnunni í 7 leikjum. Eru hlutirnir að smella í Garðabænum? „Við þurfum að bæta okkur helling. Það er ennþá mjög langt í land. Næsti leikur eftir viku gegn Breiðabliki en það skiptir ekki öllu máli hverjum þú mætir því þessi deild er svo jöfn. Það er svo lítið sem ber á milli þessara liða. Ef fókusinn þinn er ekki í lagi og þú heldur ekki áfram að reyna að bæta þig eftir því sem líður á deildina þá lendirðu í basli.“ Subway-deild karla Stjarnan UMF Grindavík
Stjarnan og Grindavík mættust í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ í kvöld í 7. umferð Subway-deildar karla. Fyrir leikinn voru bæði lið voru þrjá sigra og þrjú töp, og því bæði með augastað á því að ýta sér upp fyrir 50% sigurhlutfall í deildinni. Grindvíkingar hafa verið í töluverðu basli með sinn leikmannahóp og verið í tíðum útskiptum á erlendum leikmönnum og þá má ekki gleyma stuttri heimkomu Jóns Axels Guðmundssonar. Hinn bandaríski Damier Pitts fékk leikheimild rétt fyrir lok skrifstofutíma í dag og var mættur beint í byrjunarliðið. Hann átti fína spretti í kvöld en líkt og Jóhann Þór þjálfari Grindavíkur nefndi fyrir leik þá á hann augljóslega enn nokkuð í land að ná fullu leikformi. Grindvíkingar voru í basli í kvöld.Vísir/Vilhelm Stjörnumenn fóru betur af stað og bættu bara í eftir því sem leið á fyrri hálfleik. Grindvíkingar voru að hitta afleitlega fyrir utan, aðeins 3 þristar ofan í í 20 tilraunum, og munurinn 17 stig í hálfleik, 52-35. Grindvíkingar hófu seinni hálfleikinn af miklum krafti en hittnin var áfram að bregðast þeim og Stjörnumenn sömuleiðis héldu áfram að spila fínan sóknarleik. Grindavík vann þó leikhlutann að lokum með 4 stigum og munurinn 13 stig fyrir lokaátökin. Grindavík hélt uppteknum hætti og minnkaði muninn í 10 stig en komust ekki lengra. Það var engu líkara en öll orka og vilji væri á þrotum og gengu Stjörnumenn á lagið. Þeir unnu leikhlutann 23-7 og leikinn 94-65. Munaði þar ekki síst um frammistöðu Robert Eugene Turner hins þriðja, en eins og dagur fylgir nóttu og vetur sumri, þá skorar Turner svo til alltaf þegar hann ætlar sér það og sallaði niður 35 stigum í kvöld. Af hverju vann Stjarnan? Stjörnumenn áttu svo sem engan stjörnuleik í kvöld og hittu t.a.m. bara rétt yfir meðallagi. En þeir hittu samt miklu betur en Grindvíkingar og fóru illa með þá í teignum, en frákastabaráttan fór 57-29 þeim í vil. Hvað gekk illa? Grindvíkingum gekk hræðilega að skjóta fyrir utan, aðeins 5 þristar ofan í í 37 tilraunum. Þeir Ólafur Ólafsson og Bragi Guðmundsson tóku 23 af þessum skotum, Bragi 0/11 og Ólafur 2/12. Slík tölfræði er ekki ávísun á góða hluti fyrir nokkurt körfuboltalið. Hverjir stóðu upp úr? Robert Turner fór á kostum í kvöld með 35 stig, 8 fráköst og 4 stoðsendingar og frábæra skotnýtingu í ofan á lag. Þá var Julius Jucikas erfiður viðureignar í teignum fyrir þunnskipaða Grindvíkinga, skoraði 14 stig og tók 11 fráköst. Hjá Grindavík var Damier Pitts þeirra lang líflegastur, stigahæstur með 18 stig og bætti við 5 fráköstum og 4 stoðsendingum. Pitts byrjaði 4. leikhlutann útaf með krampa og spilaði bara 4 mínútur í leikhlutanum. Vonandi fyrir Grindvíkinga verður hann fljótur að spila sig í leikform. Hvað gerist næst? Grindvíkingar leggja land undir fót og halda austur á Egilsstaði þar sem þeir mæta Hetti 1. desember. Stjörnumenn bregða sér aftur á móti aðeins í næsta bæjarfélag, og sækja Blika heim föstudaginn 2. desember. Við þurfum að bæta okkur helling. Það er ennþá mjög langt í land Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir stóran og nokkuð öruggan sigur Stjörnumanna í kvöld var Arnar Guðjónsson þjálfari þeirra mjög jarðtengdur eftir leik og sagði að hans menn þyrftu að bæta margt í sínum leik, en hann var þó vissulega mjög þakklátur fyrir sigurinn. „Við vorum samt einhvern veginn pirraðir og ekkert sérstaklega góðir. Æj ég veit það ekki, gott að vinna, mjög þakklátur fyrir það. Þurftum á því að halda og að vinna með 29 gæti skipt máli. Þetta eru áþekk lið og munar um að stóri maðurinn þeirra var í leikbanni. Sást á fráköstum. Gott að ná að klára þetta svona með stórum mun.“ Grindvíkingar réðu illa við Julius Jucikas í kvöld og töpuðu frákastabaráttunni með miklum mun. Hafði það mikið að segja að Grindvíkingar væru án Skordilis í kvöld? „Já það munar bara þegar það vantar einn af þeirra helstu hestum. Munaði meira um það í kvöld en ég reiknaði með. En það var bara gott fyrir okkur og heppni að fá þá núna þegar hann var í banni.“ Það munar líka töluvert um að eiga menn eins og Robert Turner sem getur smellt í 35 stig nánast uppúr þurru? „Já það er verið að keppa í því að skora og hann gerði mikið af því í kvöld. Þegar hann gerir það þá auðveldar það margt fyrir okkur. Það var bara flott en það hjálpaði líka að við skutum boltanum vel þegar þeir voru að reyna að keyra á okkur.“ Nú eru fjórir sigrar komnir í hús hjá Stjörnunni í 7 leikjum. Eru hlutirnir að smella í Garðabænum? „Við þurfum að bæta okkur helling. Það er ennþá mjög langt í land. Næsti leikur eftir viku gegn Breiðabliki en það skiptir ekki öllu máli hverjum þú mætir því þessi deild er svo jöfn. Það er svo lítið sem ber á milli þessara liða. Ef fókusinn þinn er ekki í lagi og þú heldur ekki áfram að reyna að bæta þig eftir því sem líður á deildina þá lendirðu í basli.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti