Halda Ljósagöngu í fyrsta sinn eftir heimsfaraldur Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. nóvember 2022 11:33 Frá síðustu Ljósagöngu Ljósaganga UN Women fer fram klukkan 17 í dag, á Alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Dagurinn markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem UN Women á Íslandi er í forsvari fyrir ásamt fjölda annarra öflugra félagasamtaka hér á landi. Gangan hefur ekki farið fram síðustu tvö ár vegna COVID-19 takmarkana. Yfirskrift Ljósagöngunnar í ár er Konur, líf, frelsi, sem er jafnframt slagorð mótmælanna sem hafa staðið yfir í Íran í rúma þrjá mánuði. Zahra Mesbah frá Afganistan og Zohreh Aria frá Íran munu leiða gönguna í ár og jafnframt segja nokkur orð áður en gangan hefst. Auk þeirra munu fleiri einstaklingar frá Afganistan og Íran ganga fremst í göngunni. Frá síðustu Ljósagöngu Sýna samstöðu gegn kvenmorðum „Hið alþjóðlega 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi beinir kastljósinu í ár að kvenmorðum (e. femicide). Samkvæmt tölum frá UN Women voru 81.100 konur um allan heim myrtar árið 2021. Þar af voru um 45.000 þeirra myrtar af eiginmanni sínum, sambýlismanni, unnusta eða öðrum nátengdum karlmönnum. Þetta samsvarar því að kona sé myrt á heimili sínu á 11 mínútna fresti,“ segir í tilkynningu um viðburðinn. „Kvenmorð eru skilgreind sem morð á konum vegna kyns og eru því gróf brot á grunnmannréttindum kvenna og rétti þeirra til lífs, frelsis og öryggis. Í tilfellum Afganistan og Íran, eru kvennmorð einnig framin af ógnarstjórn ríkjanna m.a. fyrir brot á harðneskjulegum lögum sem takmarka réttindi kvenna til frelsis. Með því að taka þátt í Ljósagöngu UN Women á Íslandi í ár, sýnum við samstöðu með því hugrakka fólki sem leggur líf sitt í hættu í þágu kvenréttinda.“ Konur, líf, frelsi er þema göngunnar í ár Gangan hefst klukkan 17:00 á Arnarhóli við styttu Ingólfs Arnarsonar og gengið verður suður Lækjargötu og upp Amtmannsstíg að Bríetartorgi. Harpa verður lýst upp í appelsínugulum lit, sem er táknrænn litur fyrir von og bjarta framtíð kvenna og stúlkna án ofbeldis. „Á Bríetartorgi verður síðan boðið upp á heitt kakó og Gradualekór Langholtskirkju mun flytja nokkur lög. Kerti verða seld á staðnum á 500 kr til styrkar verkefnum UN Women. UN Women á Íslandi hvetur öll til að mæta og sýna samstöðu,“ segir í tilkynningunni. 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Safaríkur kjúlingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Sjá meira
Dagurinn markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem UN Women á Íslandi er í forsvari fyrir ásamt fjölda annarra öflugra félagasamtaka hér á landi. Gangan hefur ekki farið fram síðustu tvö ár vegna COVID-19 takmarkana. Yfirskrift Ljósagöngunnar í ár er Konur, líf, frelsi, sem er jafnframt slagorð mótmælanna sem hafa staðið yfir í Íran í rúma þrjá mánuði. Zahra Mesbah frá Afganistan og Zohreh Aria frá Íran munu leiða gönguna í ár og jafnframt segja nokkur orð áður en gangan hefst. Auk þeirra munu fleiri einstaklingar frá Afganistan og Íran ganga fremst í göngunni. Frá síðustu Ljósagöngu Sýna samstöðu gegn kvenmorðum „Hið alþjóðlega 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi beinir kastljósinu í ár að kvenmorðum (e. femicide). Samkvæmt tölum frá UN Women voru 81.100 konur um allan heim myrtar árið 2021. Þar af voru um 45.000 þeirra myrtar af eiginmanni sínum, sambýlismanni, unnusta eða öðrum nátengdum karlmönnum. Þetta samsvarar því að kona sé myrt á heimili sínu á 11 mínútna fresti,“ segir í tilkynningu um viðburðinn. „Kvenmorð eru skilgreind sem morð á konum vegna kyns og eru því gróf brot á grunnmannréttindum kvenna og rétti þeirra til lífs, frelsis og öryggis. Í tilfellum Afganistan og Íran, eru kvennmorð einnig framin af ógnarstjórn ríkjanna m.a. fyrir brot á harðneskjulegum lögum sem takmarka réttindi kvenna til frelsis. Með því að taka þátt í Ljósagöngu UN Women á Íslandi í ár, sýnum við samstöðu með því hugrakka fólki sem leggur líf sitt í hættu í þágu kvenréttinda.“ Konur, líf, frelsi er þema göngunnar í ár Gangan hefst klukkan 17:00 á Arnarhóli við styttu Ingólfs Arnarsonar og gengið verður suður Lækjargötu og upp Amtmannsstíg að Bríetartorgi. Harpa verður lýst upp í appelsínugulum lit, sem er táknrænn litur fyrir von og bjarta framtíð kvenna og stúlkna án ofbeldis. „Á Bríetartorgi verður síðan boðið upp á heitt kakó og Gradualekór Langholtskirkju mun flytja nokkur lög. Kerti verða seld á staðnum á 500 kr til styrkar verkefnum UN Women. UN Women á Íslandi hvetur öll til að mæta og sýna samstöðu,“ segir í tilkynningunni.
16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Safaríkur kjúlingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Sjá meira