Idol hefst í kvöld: Hver mun feta í fótspor Kalla Bjarna, Hildar Völu, Snorra og Hröfnu? Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 25. nóvember 2022 09:01 Hver verður fimmta Idolstjarnan? Biðin er á enda því leitin að næstu Idolstjörnu Íslands hefst í kvöld. Þrettán ár eru liðin síðan Idol var haldið síðast á Íslandi. Það er því komin upp splunkuný kynslóð af hæfileikaríkum keppendum sem við fáum að kynnast í kvöld. Framleiðendur þáttanna ferðuðust um allt land í sumar og héldu prufur fyrir áhugasama þátttakendur. Úr þeim prufum voru valdir tæplega hundrað keppendur sem komust áfram í dómaraprufurnar. Í fyrstu þremur þáttunum fáum við að fylgjast með þessum keppendum spreyta sig fyrir framan þau Birgittu Haukdal, Herra Hnetusmjör, Bríeti og Daníel Ágúst. Ferðalagið heldur svo áfram í Salnum í Kópavogi þar sem valdir verða þeir átta keppendur sem munu syngja fyrir þjóðina í beinum útsendingum. Beinu útsendingarnar fara fram í glæsilegu stúdíói í Gufunesi þar sem stórar útsendingar á borð við Söngvakeppnina og Allir geta dansað hafa farið fram. Baldur Kristjánsson Fyrsta Idolstjarnan: Sjómaðurinn Kalli Bjarni Idol var haldið í fyrsta sinn hér á landi árið 2003. Þá hafði keppnin farið sigurför um heiminn og var áhuginn því gríðarlegur. Í dómnefnd sátu þau Bubbi Morthens, Sigga Beinteins og Þorvaldur Bjarni. Um 1400 manns skráðu sig í prufur og freistuðu þess að verða fyrsta Idolstjarna Íslands. Þeir keppendur sem komust alla leið í beinar útsendingar í Vetrargarðinum urðu sannkallaðar stjörnur hér á landi á þessum tíma. Það voru þau Jón Sigurðsson, Kalli Bjarni og Anna Katrín sem kepptust um sigursætið í lokaþættinum. Að lokum var það Kalli Bjarni, sjómaðurinn í rauða og hvíta blómajakkanum sem varð fyrsta Idolstjarna Íslands. „Ég man nákvæmlega eftir augnablikinu þegar nafnið mitt var kallað. Þetta var alveg ólýsanleg tilfinning,“ sagði Kalli Bjarni í samtali við Vísi fyrir skömmu. Kalli starfar enn við tónlist og gaf síðast út lag fyrir tveimur árum síðan. Hann er nú hættur á sjónum til þess að einbeita sér alfarið að tónlistinni og er von á nýju efni frá honum á næstunni. Önnur Idolstjarnan: Reykjavíkurmærin Hildur Vala Keppnin naut slíkra vinsælda hér á landi að ákveðið var að halda hana aftur ári síðar. Aðsóknin var alveg jafn mikil og árið áður og ljóst að Ísland hafði að geyma mikið af hæfileikaríkum einstaklingum. Í úrslitaþáttunum fengum við meðal annars að kynnast Hildi Völu, Heiðu Ólafs og Davíð Smára. Að lokum var það Hildur Vala sem stóð uppi sem sigurvegari. Sjá: 14 dagar í Idol: Hildur Vala hafði rétt fyrir sér Hildur hefur starfað í tónlistinni síðan þá. Hún menntaði sig í jazzsöng og hefur gefið út þrjár sólóplötur. Síðustu ár hefur hún svo einbeitt sér að tónlistarkennslu. Þriðja Idolstjarnan: Hvíti kóngurinn Snorri Snorrason Ári síðar var Idol haldið í þriðja sinn. Þá höfðu verið gerðar breytingar á dómnefndinni. Þorvaldur Bjarni sat ekki lengur í dómnefnd en hans í stað komu tónlistarmennirnir Páll Óskar og Einar Bárðar. Í þessari þriðju þáttaröð kynntumst við keppendum eins og Snorra, Ínu Valgerði, Bríeti Sunnu og Ingó. Eftir glæsileg úrslit í Vetrargarðinum var það Snorri Snorrason eða „Hvíti kóngurinn“, eins og hann var gjarnan kallaður, sem stóð uppi sem þriðja Idolstjarna Íslands. Í kjölfarið gaf Snorri út sólóplötuna Allt sem ég á. Í dag starfar hann sem tónlistarmaður og upptökustjóri. Fjórða Idolstjarnan: Sveitastúlkan Hrafna Keppnin var svo ekki haldin aftur fyrr en árið 2009. Rúmlega tvö þúsund manns skráðu sig til leiks það árið og því ljóst að áhuginn var ennþá gríðarlegur. Splunkuný dómnefnd var kynnt til leiks, en það voru þau Selma Björns, Björn Jörundur og Jón Ólafsson. Í úrslitaþættinum stóðu aðeins tvær ungar stúlkur eftir, þær Hrafna Hanna og Anna Hlín. Að lokum var það Hrafna sem stóð uppi sem sigurvegari. Sjá: 10 dagar í Idol: „Ég held að þú sért poppstjarna dulbúin sem barnapía“ Það hefur farið nokkuð lítið fyrir Hröfnu síðan hún sigraði Idolið. Hún er búsett á Neskaupstað þar sem hún hefur tekið þátt í uppsetningu á hinum ýmsu tónlistarsýningum. Leitin að fimmtu Idolstjörnunni hefst í kvöld Í kvöld fáum við að kynnast þeim keppendum sem freista þess að feta í fótspor Kalla Bjarna, Hildar Völu, Snorra og Hröfnu. Kynnirinn Aron Mola lét hafa það eftir sér eftir dómaraprufurnar að hann teldi sig vera búinn að koma auga á næstu Idolstjörnu. Það væri rosalega mikið af hæfileikaríkum einstaklingum en nokkrir keppendur bæru þó höfuð og herðar yfir aðra. Það er þó ekki nóg að geta sungið, því sviðsframkoma og útgeislun hafa einnig mikið vægi. Dómararnir þurfa að fylgja sínu innsæi þegar kemur að því að ákveða hvort keppandi eigi að komast áfram eða ekki. Dómararnir fylgja hjartanu en einn verður harðari en hinir „Það kemur einhver og stendur sig alveg hræðilega illa en þú sérð eitthvað „potential“, sérð eitthvað þarna á bak við. Þú sérð eitthvað sem þú ætlar að trúa á og treysta á og vilt koma manneskjunni áfram. Fólkið heima á ábyggilega eftir að verða bara, WHAT!,“ sagði dómarinn Birgitta Haukdal í viðtali á dögunum. Daníel Ágúst tók undir orð Birgittu þegar hann sagðist ætla að láta iðrin og tilfinningarnar um að dæma. Kynnirinn Sigrún Ósk sagði í viðtali á dögunum að það ætti eflaust eftir að koma áhorfendum á óvart hvaða dómari væri harðastur við keppendur. Við munum þó komast að því í kvöld þegar veislan hefst loksins klukkan 19:00 á Stöð 2. Idol verður á Stöð 2 á föstudagskvöldum í vetur. Fleiri hundruð söngvarar spreyttu sig í áheyrnaprufunum en að lokum mun einn standa uppi sem sigurvegari. Fyrsti þáttur fer í loftið föstudagskvöldið 25. nóvember. Idol Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir 1 dagur í Idol: Eftirminnilegir keppendur úr fyrstu þáttaröð Idol Stjörnuleit var haldin í fyrsta sinn hér á landi árið 2003. Þá hafði þátturinn farið sigurför um heiminn og áhuginn hér á landi því gríðarlegur. Um 1400 mans skráðu sig í áheyrnarprufur og freistuðu þess að verða fyrsta Idolstjarna Íslands. 24. nóvember 2022 09:00 2 dagar í Idol: „Það er alltaf þetta extra sem maður er að leita að“ „Ég er ekki meðvirkur dómari. Ég reyni að vera eins hreinskilinn og ég get og láta iðrin og tilfinningarnar sjá um að dæma,“ segir tónlistarmaðurinn Daníel Ágúst Haraldsson, einn af Idol dómurunum fjórum. 23. nóvember 2022 15:30 3 dagar í Idol: Mun koma áhorfendum á óvart hvaða dómari er harðastur við keppendur „Ég get sagt það með mjög góðri samvisku að fólk á von á góðu. Efniviðurinn er frábær. Það er svo langt síðan þetta var síðast,“ segir Idol kynnirinn Sigrún Ósk sem var gestur í Bítinu í gær. 22. nóvember 2022 09:01 4 dagar í Idol: Sextán ára Emmsjé Gauti heillaði dómara en átti ekki heima í Idol Það eru ekki allir sem vita að Emmsjé Gauti, einn allra vinsælasti rappari Íslands, reyndi fyrir sér í Idol Stjörnuleit þegar hann var aðeins sextán ára gamall. 21. nóvember 2022 09:02 5 dagar í Idol: Svíður enn að hafa tilkynnt rangan keppanda Þau eru ansi stór fótsporin sem þau Aron Mola og Sigrún Ósk þurfa að feta í í nýrri þáttaröð Idol sem hefur göngu sína á föstudaginn. Kynnarnir Simmi og Jói settu mikinn svip á fyrri þáttaraðir, svo mikinn að þeir voru notaðir sem fordæmi fyrir Idol kynna í öðrum löndum. 20. nóvember 2022 09:01 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Framleiðendur þáttanna ferðuðust um allt land í sumar og héldu prufur fyrir áhugasama þátttakendur. Úr þeim prufum voru valdir tæplega hundrað keppendur sem komust áfram í dómaraprufurnar. Í fyrstu þremur þáttunum fáum við að fylgjast með þessum keppendum spreyta sig fyrir framan þau Birgittu Haukdal, Herra Hnetusmjör, Bríeti og Daníel Ágúst. Ferðalagið heldur svo áfram í Salnum í Kópavogi þar sem valdir verða þeir átta keppendur sem munu syngja fyrir þjóðina í beinum útsendingum. Beinu útsendingarnar fara fram í glæsilegu stúdíói í Gufunesi þar sem stórar útsendingar á borð við Söngvakeppnina og Allir geta dansað hafa farið fram. Baldur Kristjánsson Fyrsta Idolstjarnan: Sjómaðurinn Kalli Bjarni Idol var haldið í fyrsta sinn hér á landi árið 2003. Þá hafði keppnin farið sigurför um heiminn og var áhuginn því gríðarlegur. Í dómnefnd sátu þau Bubbi Morthens, Sigga Beinteins og Þorvaldur Bjarni. Um 1400 manns skráðu sig í prufur og freistuðu þess að verða fyrsta Idolstjarna Íslands. Þeir keppendur sem komust alla leið í beinar útsendingar í Vetrargarðinum urðu sannkallaðar stjörnur hér á landi á þessum tíma. Það voru þau Jón Sigurðsson, Kalli Bjarni og Anna Katrín sem kepptust um sigursætið í lokaþættinum. Að lokum var það Kalli Bjarni, sjómaðurinn í rauða og hvíta blómajakkanum sem varð fyrsta Idolstjarna Íslands. „Ég man nákvæmlega eftir augnablikinu þegar nafnið mitt var kallað. Þetta var alveg ólýsanleg tilfinning,“ sagði Kalli Bjarni í samtali við Vísi fyrir skömmu. Kalli starfar enn við tónlist og gaf síðast út lag fyrir tveimur árum síðan. Hann er nú hættur á sjónum til þess að einbeita sér alfarið að tónlistinni og er von á nýju efni frá honum á næstunni. Önnur Idolstjarnan: Reykjavíkurmærin Hildur Vala Keppnin naut slíkra vinsælda hér á landi að ákveðið var að halda hana aftur ári síðar. Aðsóknin var alveg jafn mikil og árið áður og ljóst að Ísland hafði að geyma mikið af hæfileikaríkum einstaklingum. Í úrslitaþáttunum fengum við meðal annars að kynnast Hildi Völu, Heiðu Ólafs og Davíð Smára. Að lokum var það Hildur Vala sem stóð uppi sem sigurvegari. Sjá: 14 dagar í Idol: Hildur Vala hafði rétt fyrir sér Hildur hefur starfað í tónlistinni síðan þá. Hún menntaði sig í jazzsöng og hefur gefið út þrjár sólóplötur. Síðustu ár hefur hún svo einbeitt sér að tónlistarkennslu. Þriðja Idolstjarnan: Hvíti kóngurinn Snorri Snorrason Ári síðar var Idol haldið í þriðja sinn. Þá höfðu verið gerðar breytingar á dómnefndinni. Þorvaldur Bjarni sat ekki lengur í dómnefnd en hans í stað komu tónlistarmennirnir Páll Óskar og Einar Bárðar. Í þessari þriðju þáttaröð kynntumst við keppendum eins og Snorra, Ínu Valgerði, Bríeti Sunnu og Ingó. Eftir glæsileg úrslit í Vetrargarðinum var það Snorri Snorrason eða „Hvíti kóngurinn“, eins og hann var gjarnan kallaður, sem stóð uppi sem þriðja Idolstjarna Íslands. Í kjölfarið gaf Snorri út sólóplötuna Allt sem ég á. Í dag starfar hann sem tónlistarmaður og upptökustjóri. Fjórða Idolstjarnan: Sveitastúlkan Hrafna Keppnin var svo ekki haldin aftur fyrr en árið 2009. Rúmlega tvö þúsund manns skráðu sig til leiks það árið og því ljóst að áhuginn var ennþá gríðarlegur. Splunkuný dómnefnd var kynnt til leiks, en það voru þau Selma Björns, Björn Jörundur og Jón Ólafsson. Í úrslitaþættinum stóðu aðeins tvær ungar stúlkur eftir, þær Hrafna Hanna og Anna Hlín. Að lokum var það Hrafna sem stóð uppi sem sigurvegari. Sjá: 10 dagar í Idol: „Ég held að þú sért poppstjarna dulbúin sem barnapía“ Það hefur farið nokkuð lítið fyrir Hröfnu síðan hún sigraði Idolið. Hún er búsett á Neskaupstað þar sem hún hefur tekið þátt í uppsetningu á hinum ýmsu tónlistarsýningum. Leitin að fimmtu Idolstjörnunni hefst í kvöld Í kvöld fáum við að kynnast þeim keppendum sem freista þess að feta í fótspor Kalla Bjarna, Hildar Völu, Snorra og Hröfnu. Kynnirinn Aron Mola lét hafa það eftir sér eftir dómaraprufurnar að hann teldi sig vera búinn að koma auga á næstu Idolstjörnu. Það væri rosalega mikið af hæfileikaríkum einstaklingum en nokkrir keppendur bæru þó höfuð og herðar yfir aðra. Það er þó ekki nóg að geta sungið, því sviðsframkoma og útgeislun hafa einnig mikið vægi. Dómararnir þurfa að fylgja sínu innsæi þegar kemur að því að ákveða hvort keppandi eigi að komast áfram eða ekki. Dómararnir fylgja hjartanu en einn verður harðari en hinir „Það kemur einhver og stendur sig alveg hræðilega illa en þú sérð eitthvað „potential“, sérð eitthvað þarna á bak við. Þú sérð eitthvað sem þú ætlar að trúa á og treysta á og vilt koma manneskjunni áfram. Fólkið heima á ábyggilega eftir að verða bara, WHAT!,“ sagði dómarinn Birgitta Haukdal í viðtali á dögunum. Daníel Ágúst tók undir orð Birgittu þegar hann sagðist ætla að láta iðrin og tilfinningarnar um að dæma. Kynnirinn Sigrún Ósk sagði í viðtali á dögunum að það ætti eflaust eftir að koma áhorfendum á óvart hvaða dómari væri harðastur við keppendur. Við munum þó komast að því í kvöld þegar veislan hefst loksins klukkan 19:00 á Stöð 2. Idol verður á Stöð 2 á föstudagskvöldum í vetur. Fleiri hundruð söngvarar spreyttu sig í áheyrnaprufunum en að lokum mun einn standa uppi sem sigurvegari. Fyrsti þáttur fer í loftið föstudagskvöldið 25. nóvember.
Idol verður á Stöð 2 á föstudagskvöldum í vetur. Fleiri hundruð söngvarar spreyttu sig í áheyrnaprufunum en að lokum mun einn standa uppi sem sigurvegari. Fyrsti þáttur fer í loftið föstudagskvöldið 25. nóvember.
Idol Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir 1 dagur í Idol: Eftirminnilegir keppendur úr fyrstu þáttaröð Idol Stjörnuleit var haldin í fyrsta sinn hér á landi árið 2003. Þá hafði þátturinn farið sigurför um heiminn og áhuginn hér á landi því gríðarlegur. Um 1400 mans skráðu sig í áheyrnarprufur og freistuðu þess að verða fyrsta Idolstjarna Íslands. 24. nóvember 2022 09:00 2 dagar í Idol: „Það er alltaf þetta extra sem maður er að leita að“ „Ég er ekki meðvirkur dómari. Ég reyni að vera eins hreinskilinn og ég get og láta iðrin og tilfinningarnar sjá um að dæma,“ segir tónlistarmaðurinn Daníel Ágúst Haraldsson, einn af Idol dómurunum fjórum. 23. nóvember 2022 15:30 3 dagar í Idol: Mun koma áhorfendum á óvart hvaða dómari er harðastur við keppendur „Ég get sagt það með mjög góðri samvisku að fólk á von á góðu. Efniviðurinn er frábær. Það er svo langt síðan þetta var síðast,“ segir Idol kynnirinn Sigrún Ósk sem var gestur í Bítinu í gær. 22. nóvember 2022 09:01 4 dagar í Idol: Sextán ára Emmsjé Gauti heillaði dómara en átti ekki heima í Idol Það eru ekki allir sem vita að Emmsjé Gauti, einn allra vinsælasti rappari Íslands, reyndi fyrir sér í Idol Stjörnuleit þegar hann var aðeins sextán ára gamall. 21. nóvember 2022 09:02 5 dagar í Idol: Svíður enn að hafa tilkynnt rangan keppanda Þau eru ansi stór fótsporin sem þau Aron Mola og Sigrún Ósk þurfa að feta í í nýrri þáttaröð Idol sem hefur göngu sína á föstudaginn. Kynnarnir Simmi og Jói settu mikinn svip á fyrri þáttaraðir, svo mikinn að þeir voru notaðir sem fordæmi fyrir Idol kynna í öðrum löndum. 20. nóvember 2022 09:01 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
1 dagur í Idol: Eftirminnilegir keppendur úr fyrstu þáttaröð Idol Stjörnuleit var haldin í fyrsta sinn hér á landi árið 2003. Þá hafði þátturinn farið sigurför um heiminn og áhuginn hér á landi því gríðarlegur. Um 1400 mans skráðu sig í áheyrnarprufur og freistuðu þess að verða fyrsta Idolstjarna Íslands. 24. nóvember 2022 09:00
2 dagar í Idol: „Það er alltaf þetta extra sem maður er að leita að“ „Ég er ekki meðvirkur dómari. Ég reyni að vera eins hreinskilinn og ég get og láta iðrin og tilfinningarnar sjá um að dæma,“ segir tónlistarmaðurinn Daníel Ágúst Haraldsson, einn af Idol dómurunum fjórum. 23. nóvember 2022 15:30
3 dagar í Idol: Mun koma áhorfendum á óvart hvaða dómari er harðastur við keppendur „Ég get sagt það með mjög góðri samvisku að fólk á von á góðu. Efniviðurinn er frábær. Það er svo langt síðan þetta var síðast,“ segir Idol kynnirinn Sigrún Ósk sem var gestur í Bítinu í gær. 22. nóvember 2022 09:01
4 dagar í Idol: Sextán ára Emmsjé Gauti heillaði dómara en átti ekki heima í Idol Það eru ekki allir sem vita að Emmsjé Gauti, einn allra vinsælasti rappari Íslands, reyndi fyrir sér í Idol Stjörnuleit þegar hann var aðeins sextán ára gamall. 21. nóvember 2022 09:02
5 dagar í Idol: Svíður enn að hafa tilkynnt rangan keppanda Þau eru ansi stór fótsporin sem þau Aron Mola og Sigrún Ósk þurfa að feta í í nýrri þáttaröð Idol sem hefur göngu sína á föstudaginn. Kynnarnir Simmi og Jói settu mikinn svip á fyrri þáttaraðir, svo mikinn að þeir voru notaðir sem fordæmi fyrir Idol kynna í öðrum löndum. 20. nóvember 2022 09:01