Hefur miklar áhyggjur af KR-liðinu: „Vont að horfa á þetta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2022 14:02 Roberts Freimanis skoraði 4 stig á 13 mínútum í skellinum á móti Val en tók ekki eitt einasta frákast. Vísir/Bára KR vann sex Íslandsmeistaratitla í röð frá 2014 til 2019 en nú er liðið í bullandi fallhættu. Sérfræðingar Subway Körfuboltakvölds eru ekkert öruggir með að þeir spili í deildinni næsta vetur án breytinga. KR-ingar eru í miklum vandræðum í Subway deild karla í körfubolta og þeir steinlágu á móti Val í síðasta leik sínum. Fyrir vikið situr liðið við botninn með aðeins einn sigur í sex leikjum. KR-liðið hefur tapað öllum fjórum heimaleikjum sínum og er með verstu nettóstöðu í allri deildinni eða mínus 76 stig eftir aðeins sex leiki. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að KR-liðið og léleg frammistaða þess var tekin fyrir í síðasta þætti af Subway Körfuboltakvöldi. Hermann Hauksson, fyrrum leikmaður félagsins og sérfræðingur í Subway Körfuboltakvöldi, talaði ekki undir rós í síðasta Subway Körfuboltakvöldi þegar kom að KR-liðinu. Hrein hörmung að horfa á þetta „Þeir sem voru mættir í búning í Frostaskjólinu þetta kvöldið hefðu átt að vera einhvers annars staðar. Þeir hefðu alveg eins getað verið upp í stúku með áhorfendum og sett einhvern annan flokk á þetta. Það var hrein hörmung að horfa á þetta,“ sagði Hermann Hauksson. „Hugmyndaleysið og andleysið. Þú getur ekki boðið KR áhorfendum upp á þetta. Ég horfi á þetta lið og mér finnst enginn vera með eitthvað skipulag eða eitthvað verkfæri í höndunum sem hann veit hann á að nota. Ég veit ekki hvort menn séu með almennileg skil á því hvað þeir eiga að gera í þessu liði,“ sagði Hermann. „Mér finnst allir bara horfa á hvern annan og bíða eftir því að einhver geri eitthvað en svo gerist ekki neitt. Það er eitthvað mikið að þarna og það er vont að horfa á þetta,“ sagði Hermann. Ég sé ekki undankomuleiðina Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldinu er líka svartsýnn fyrir hönd KR-liðsins. „Ég sé ekki undankomuleiðina. Ég sé undankomuleiðina hjá Þór og hvernig þeir geta farið að toga sig upp töfluna. ÍR vantar leikmenn því það eru meiddir leikmenn hjá þeim. KR þarf bara að hreinsa og þá ekki bara einn eða tvo. Ég held að þeir þurfi að hreinsa tvo, þrjá,“ sagði Sævar. „Það sem ég vildi sjá KR gera er að láta þessa tvo, Saimon Sutt og Roberts Freimanis, fara. Þeir eru bara ekki að virka. Ég vil sjá þá koma með gæja inn í þetta eins og stóri gæinn í Haukum. Þeir þurfa að fá einhverja fimmu, mann inn í teig til að binda þetta saman og leyfa þá [Jordan] Semple að fara að spila meira sem fjarka,“ sagði Hermann. „Ég hef verulega áhyggjur af þessu því það er ekkert auðvelt að finna allt í einu einhvern leikmann núna sem smellur inn í liðið,“ sagði Hermann. Það má horfa á umfjöllunina um KR hér fyrir neðan. Klippa: Hermann Hauksson hefur miklar áhyggur af KR Subway-deild karla Körfuboltakvöld KR Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira
KR-ingar eru í miklum vandræðum í Subway deild karla í körfubolta og þeir steinlágu á móti Val í síðasta leik sínum. Fyrir vikið situr liðið við botninn með aðeins einn sigur í sex leikjum. KR-liðið hefur tapað öllum fjórum heimaleikjum sínum og er með verstu nettóstöðu í allri deildinni eða mínus 76 stig eftir aðeins sex leiki. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að KR-liðið og léleg frammistaða þess var tekin fyrir í síðasta þætti af Subway Körfuboltakvöldi. Hermann Hauksson, fyrrum leikmaður félagsins og sérfræðingur í Subway Körfuboltakvöldi, talaði ekki undir rós í síðasta Subway Körfuboltakvöldi þegar kom að KR-liðinu. Hrein hörmung að horfa á þetta „Þeir sem voru mættir í búning í Frostaskjólinu þetta kvöldið hefðu átt að vera einhvers annars staðar. Þeir hefðu alveg eins getað verið upp í stúku með áhorfendum og sett einhvern annan flokk á þetta. Það var hrein hörmung að horfa á þetta,“ sagði Hermann Hauksson. „Hugmyndaleysið og andleysið. Þú getur ekki boðið KR áhorfendum upp á þetta. Ég horfi á þetta lið og mér finnst enginn vera með eitthvað skipulag eða eitthvað verkfæri í höndunum sem hann veit hann á að nota. Ég veit ekki hvort menn séu með almennileg skil á því hvað þeir eiga að gera í þessu liði,“ sagði Hermann. „Mér finnst allir bara horfa á hvern annan og bíða eftir því að einhver geri eitthvað en svo gerist ekki neitt. Það er eitthvað mikið að þarna og það er vont að horfa á þetta,“ sagði Hermann. Ég sé ekki undankomuleiðina Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldinu er líka svartsýnn fyrir hönd KR-liðsins. „Ég sé ekki undankomuleiðina. Ég sé undankomuleiðina hjá Þór og hvernig þeir geta farið að toga sig upp töfluna. ÍR vantar leikmenn því það eru meiddir leikmenn hjá þeim. KR þarf bara að hreinsa og þá ekki bara einn eða tvo. Ég held að þeir þurfi að hreinsa tvo, þrjá,“ sagði Sævar. „Það sem ég vildi sjá KR gera er að láta þessa tvo, Saimon Sutt og Roberts Freimanis, fara. Þeir eru bara ekki að virka. Ég vil sjá þá koma með gæja inn í þetta eins og stóri gæinn í Haukum. Þeir þurfa að fá einhverja fimmu, mann inn í teig til að binda þetta saman og leyfa þá [Jordan] Semple að fara að spila meira sem fjarka,“ sagði Hermann. „Ég hef verulega áhyggjur af þessu því það er ekkert auðvelt að finna allt í einu einhvern leikmann núna sem smellur inn í liðið,“ sagði Hermann. Það má horfa á umfjöllunina um KR hér fyrir neðan. Klippa: Hermann Hauksson hefur miklar áhyggur af KR
Subway-deild karla Körfuboltakvöld KR Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira