Hefur miklar áhyggjur af KR-liðinu: „Vont að horfa á þetta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2022 14:02 Roberts Freimanis skoraði 4 stig á 13 mínútum í skellinum á móti Val en tók ekki eitt einasta frákast. Vísir/Bára KR vann sex Íslandsmeistaratitla í röð frá 2014 til 2019 en nú er liðið í bullandi fallhættu. Sérfræðingar Subway Körfuboltakvölds eru ekkert öruggir með að þeir spili í deildinni næsta vetur án breytinga. KR-ingar eru í miklum vandræðum í Subway deild karla í körfubolta og þeir steinlágu á móti Val í síðasta leik sínum. Fyrir vikið situr liðið við botninn með aðeins einn sigur í sex leikjum. KR-liðið hefur tapað öllum fjórum heimaleikjum sínum og er með verstu nettóstöðu í allri deildinni eða mínus 76 stig eftir aðeins sex leiki. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að KR-liðið og léleg frammistaða þess var tekin fyrir í síðasta þætti af Subway Körfuboltakvöldi. Hermann Hauksson, fyrrum leikmaður félagsins og sérfræðingur í Subway Körfuboltakvöldi, talaði ekki undir rós í síðasta Subway Körfuboltakvöldi þegar kom að KR-liðinu. Hrein hörmung að horfa á þetta „Þeir sem voru mættir í búning í Frostaskjólinu þetta kvöldið hefðu átt að vera einhvers annars staðar. Þeir hefðu alveg eins getað verið upp í stúku með áhorfendum og sett einhvern annan flokk á þetta. Það var hrein hörmung að horfa á þetta,“ sagði Hermann Hauksson. „Hugmyndaleysið og andleysið. Þú getur ekki boðið KR áhorfendum upp á þetta. Ég horfi á þetta lið og mér finnst enginn vera með eitthvað skipulag eða eitthvað verkfæri í höndunum sem hann veit hann á að nota. Ég veit ekki hvort menn séu með almennileg skil á því hvað þeir eiga að gera í þessu liði,“ sagði Hermann. „Mér finnst allir bara horfa á hvern annan og bíða eftir því að einhver geri eitthvað en svo gerist ekki neitt. Það er eitthvað mikið að þarna og það er vont að horfa á þetta,“ sagði Hermann. Ég sé ekki undankomuleiðina Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldinu er líka svartsýnn fyrir hönd KR-liðsins. „Ég sé ekki undankomuleiðina. Ég sé undankomuleiðina hjá Þór og hvernig þeir geta farið að toga sig upp töfluna. ÍR vantar leikmenn því það eru meiddir leikmenn hjá þeim. KR þarf bara að hreinsa og þá ekki bara einn eða tvo. Ég held að þeir þurfi að hreinsa tvo, þrjá,“ sagði Sævar. „Það sem ég vildi sjá KR gera er að láta þessa tvo, Saimon Sutt og Roberts Freimanis, fara. Þeir eru bara ekki að virka. Ég vil sjá þá koma með gæja inn í þetta eins og stóri gæinn í Haukum. Þeir þurfa að fá einhverja fimmu, mann inn í teig til að binda þetta saman og leyfa þá [Jordan] Semple að fara að spila meira sem fjarka,“ sagði Hermann. „Ég hef verulega áhyggjur af þessu því það er ekkert auðvelt að finna allt í einu einhvern leikmann núna sem smellur inn í liðið,“ sagði Hermann. Það má horfa á umfjöllunina um KR hér fyrir neðan. Klippa: Hermann Hauksson hefur miklar áhyggur af KR Subway-deild karla Körfuboltakvöld KR Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
KR-ingar eru í miklum vandræðum í Subway deild karla í körfubolta og þeir steinlágu á móti Val í síðasta leik sínum. Fyrir vikið situr liðið við botninn með aðeins einn sigur í sex leikjum. KR-liðið hefur tapað öllum fjórum heimaleikjum sínum og er með verstu nettóstöðu í allri deildinni eða mínus 76 stig eftir aðeins sex leiki. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að KR-liðið og léleg frammistaða þess var tekin fyrir í síðasta þætti af Subway Körfuboltakvöldi. Hermann Hauksson, fyrrum leikmaður félagsins og sérfræðingur í Subway Körfuboltakvöldi, talaði ekki undir rós í síðasta Subway Körfuboltakvöldi þegar kom að KR-liðinu. Hrein hörmung að horfa á þetta „Þeir sem voru mættir í búning í Frostaskjólinu þetta kvöldið hefðu átt að vera einhvers annars staðar. Þeir hefðu alveg eins getað verið upp í stúku með áhorfendum og sett einhvern annan flokk á þetta. Það var hrein hörmung að horfa á þetta,“ sagði Hermann Hauksson. „Hugmyndaleysið og andleysið. Þú getur ekki boðið KR áhorfendum upp á þetta. Ég horfi á þetta lið og mér finnst enginn vera með eitthvað skipulag eða eitthvað verkfæri í höndunum sem hann veit hann á að nota. Ég veit ekki hvort menn séu með almennileg skil á því hvað þeir eiga að gera í þessu liði,“ sagði Hermann. „Mér finnst allir bara horfa á hvern annan og bíða eftir því að einhver geri eitthvað en svo gerist ekki neitt. Það er eitthvað mikið að þarna og það er vont að horfa á þetta,“ sagði Hermann. Ég sé ekki undankomuleiðina Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldinu er líka svartsýnn fyrir hönd KR-liðsins. „Ég sé ekki undankomuleiðina. Ég sé undankomuleiðina hjá Þór og hvernig þeir geta farið að toga sig upp töfluna. ÍR vantar leikmenn því það eru meiddir leikmenn hjá þeim. KR þarf bara að hreinsa og þá ekki bara einn eða tvo. Ég held að þeir þurfi að hreinsa tvo, þrjá,“ sagði Sævar. „Það sem ég vildi sjá KR gera er að láta þessa tvo, Saimon Sutt og Roberts Freimanis, fara. Þeir eru bara ekki að virka. Ég vil sjá þá koma með gæja inn í þetta eins og stóri gæinn í Haukum. Þeir þurfa að fá einhverja fimmu, mann inn í teig til að binda þetta saman og leyfa þá [Jordan] Semple að fara að spila meira sem fjarka,“ sagði Hermann. „Ég hef verulega áhyggjur af þessu því það er ekkert auðvelt að finna allt í einu einhvern leikmann núna sem smellur inn í liðið,“ sagði Hermann. Það má horfa á umfjöllunina um KR hér fyrir neðan. Klippa: Hermann Hauksson hefur miklar áhyggur af KR
Subway-deild karla Körfuboltakvöld KR Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum