Rifja upp rosaleg Idol ár Stefán Árni Pálsson skrifar 23. nóvember 2022 10:30 Simmi og Jói voru kynnar í fjórum þáttaröðum af Idol-stjörnuleit. Rúm tuttugu ár eru frá því fyrsta þáttaröðin af íslenska Idolinu fór fram en sú fimmta er nú á leiðinni í loftið á Stöð 2 á föstudagskvöldið. Í Íslandi í dag í gærkvöldi var hitað upp fyrir fimmtu þáttaröðina en dómararnir eru ekki af verri gerðinni en það eru þau Birgitta Haukdal, Daníel Ágúst, Bríet og Herra Hnetusmjör. Þá verða kynnarnir þau Sigrún Ósk og Aron Már Ólafsson. „Mín elsta er fædd árið 2006 og var hún þriggja ára þegar síðasta serían var í loftinu og hún man voðalega lítið eftir þessu,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson sem var kynnir ásamt Sigmari Vilhjálmssyni í fjórum fyrstu þáttaröðunum. „Maður þarf að segja börnunum það eftir á að pabbi hafi einu sinni verið rosa frægur,“ bætir Jói við. „Við vorum báðir búnir að vera sprikla í 70 mínútum en vorum báðir komnir á þennan barneignaaldur. Okkur fannst kominn tími til að þroskast upp úr því að sleikja tær,“ segir Sigmar Vilhjálmsson. Fyrsti sigurvegari Idolsins á Íslandi var Kalli Bjarni, þá Hildur Vala, Snorri Snorrason var þriðju sigurvegarinn og svo kom Hrafna. „Við tókum þrjár seríur alveg í einu, svo kom smá pása fyrir fjórðu seríuna,“ segir Jói. „Við kláruðum bara alla þá sem kunnu að syngja á þessum aldrei,“ bætir Simmi við. Vildu vera með alvöru hlutverk En hvað er eftirminnilegast? „Það var í raun hvað þessi þættir höfðu mikil áhrif á allt. Kauphegðun og rútínu fólks hér á landi. Alltaf megavika á Dominos á föstudögum og nammidagarnir voru færðir yfir á föstudagana,“ segir Simmi. Fyrirmyndir þeirra á sínum tíma voru bresku kynnarnir Ant og Dec sem slógu rækilega í gegn í sömu stöðu og Simmi og Jói á svipuðum tíma, og þeir eru enn að saman. „Þeir höfðu svona ákveðið hlutverk í þáttunum. Stundum er það dómnefndin sem er aðalmálið í svona þáttum en á sínum tíma var ákveðið að veðja einnig á okkur kynnana og að við værum með ákveðið hlutverk, meira en að segja hver væri næstur á svið,“ segir Jói. Sigmar segir að seinna hafi hollenskt fyrirtæki sem á réttinn af öllum Idol-þáttum notað myndbönd af þeim Simma og Jói sem kynningu fyrir þættina á minni markaðssvæðum. Hér að neðan má hlusta á þá félaga rifja upp Idol-tíminn. Idol Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Í Íslandi í dag í gærkvöldi var hitað upp fyrir fimmtu þáttaröðina en dómararnir eru ekki af verri gerðinni en það eru þau Birgitta Haukdal, Daníel Ágúst, Bríet og Herra Hnetusmjör. Þá verða kynnarnir þau Sigrún Ósk og Aron Már Ólafsson. „Mín elsta er fædd árið 2006 og var hún þriggja ára þegar síðasta serían var í loftinu og hún man voðalega lítið eftir þessu,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson sem var kynnir ásamt Sigmari Vilhjálmssyni í fjórum fyrstu þáttaröðunum. „Maður þarf að segja börnunum það eftir á að pabbi hafi einu sinni verið rosa frægur,“ bætir Jói við. „Við vorum báðir búnir að vera sprikla í 70 mínútum en vorum báðir komnir á þennan barneignaaldur. Okkur fannst kominn tími til að þroskast upp úr því að sleikja tær,“ segir Sigmar Vilhjálmsson. Fyrsti sigurvegari Idolsins á Íslandi var Kalli Bjarni, þá Hildur Vala, Snorri Snorrason var þriðju sigurvegarinn og svo kom Hrafna. „Við tókum þrjár seríur alveg í einu, svo kom smá pása fyrir fjórðu seríuna,“ segir Jói. „Við kláruðum bara alla þá sem kunnu að syngja á þessum aldrei,“ bætir Simmi við. Vildu vera með alvöru hlutverk En hvað er eftirminnilegast? „Það var í raun hvað þessi þættir höfðu mikil áhrif á allt. Kauphegðun og rútínu fólks hér á landi. Alltaf megavika á Dominos á föstudögum og nammidagarnir voru færðir yfir á föstudagana,“ segir Simmi. Fyrirmyndir þeirra á sínum tíma voru bresku kynnarnir Ant og Dec sem slógu rækilega í gegn í sömu stöðu og Simmi og Jói á svipuðum tíma, og þeir eru enn að saman. „Þeir höfðu svona ákveðið hlutverk í þáttunum. Stundum er það dómnefndin sem er aðalmálið í svona þáttum en á sínum tíma var ákveðið að veðja einnig á okkur kynnana og að við værum með ákveðið hlutverk, meira en að segja hver væri næstur á svið,“ segir Jói. Sigmar segir að seinna hafi hollenskt fyrirtæki sem á réttinn af öllum Idol-þáttum notað myndbönd af þeim Simma og Jói sem kynningu fyrir þættina á minni markaðssvæðum. Hér að neðan má hlusta á þá félaga rifja upp Idol-tíminn.
Idol Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“