Hinn 27 ára gamla Mead meiddist illa á hné í stórleik Arsenal og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni um helgina þar sem Arsenal stelpurnar fengu að spila heimaleik á Emirates leikvanginum.
Mead hjálpaði enska landsliðinu að vinna Evrópumeistaratitilinn í sumar þar sem hún var bæði markahæst og var valin besti leikmaður mótsins. Mead skoraði sex mörk og gaf fimm stoðsendingar í sex leikjum á Evrópumótinu.
Arsenal liðið er í harðri toppbaráttu við Chelsea og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni og leikurinn um helgina því mjög mikilvægur. Mead er með 3 mörk og 4 stoðsendingar í sjö leikjum.
Þetta var því búið að vera magnað ár hjá henni.
— Beth Mead (@bmeado9) November 22, 2022
Arsenal var 2-1 yfir í leiknum á móti United en tapaði honum eftir að hafa fengið á sig tvö mörk undir lokin. Mead lagði upp annað mark Arsenal liðsins.
Hún meiddist á hné í uppbótatíma og nú hefur það verið staðfest að krossbandið sé slitið.
Mead missir því ekki aðeins af restinni á tímabilinu heldur nú er HM í hættu hjá henni en það fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar.
Arsenal announce Beth Mead has torn her ACL.
— B/R Football (@brfootball) November 22, 2022
The Euro 2022 Golden Ball winner could miss out on the 2023 World Cup pic.twitter.com/4GPV7Xut3O