„Ef þetta verður svona þá hef ég ekki áhyggjur af framhaldinu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. nóvember 2022 21:30 Jóhann Þór var nokkuð brattur eftir leik. Vísir/Anton Fáliðaðir Grindvíkingar gáfu sterku liði Tindastóls hörkuleik í Grindavík í kvöld. Eftir að gestirnir höfðu byggt upp nokkuð gott forskot í hálfleik komu Grindvíkingar til baka með látum í þriðja leikhluta og komust yfir tvisvar. Fór það hins vegar svo að Tindastóll vann leikinn með 11 stiga mun, lokatölur 83-94. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur var nokkuð borubrattur eftir leik og tók margt jákvætt útúr þessum leik þrátt fyrir tap, í leik sem hefði í raun getað dottið hvoru megin sem er. Í lokin var þó eins og orkan væri á þrotum hjá Grindvíkingum og Stólarnir leggja á heiðarnar með 2 stig í sarpnum. Vantaði heimamenn mögulega smá bensín til að klára þennan leik? „Já já bæði og, það spilaði sjálfsagt inn í. En það voru stór skot sem duttu Stólanna megin og ekki okkar. Við hefðum alveg getað tekið þetta. En eigum við ekki bara að segja það, það vantaði smá orku þarna í restina og því fór sem fór.“ Grindvíkingar voru án Damier Pitts í kvöld sem bíður þess að fá leikheimild og þá var Gaios Skordilis í leikbanni. Það var því aðeins einn erlendur leikmaður í hópi heimamanna í kvöld, Valdas Vasylius, sem var jafnframt eini miðherjinn þeirra á skýrslu í kvöld. Jafnframt var enginn hreinræktaður leikstjórnandi í hópnum í kvöld, en hinn 16 ára Arnór Tristan Helgason spilaði rúmar 12 mínútur og fékk oft það hlutverk að taka boltann upp gegn stífri vörn. Þetta var sannkölluð eldskírn fyrir hann í kvöld eða hvað? „Já algjörlega. Hann stóð sig mjög vel, frábærlega. Auðvitað rak hann sig á einhverja veggi og allt það sem er eðilegt fyrir 16 ára dreng, en fyrir utan það þá stóð hann sig mjög vel og skilaði fullt af góðum mínútum. Bara frábært.“ Nú er leikið þétt í deildinni en Grindvíkingar eiga leik í Garðabæ á fimmtudaginn gegn Stjörnunni. Jóhann er væntanlega að fara að senda menn eins og Valdas og Ólaf bróður sinn beint í kalda pottinn? „Klárlega. Nú þurfum við bara að reyna að endurheimta sem mest og undirbúa okkur fyrir fimmtudaginn. En ég er ofboðslega stoltur af mínu liði. Við fengum geggjaða frammistöðu; orkustigið, baráttan og viljinn til fyrirmyndar. Þetta er eitthvað sem við ætlum að byggja ofan á. Ef þetta verður svona þá hef ég ekki áhyggjur af framhaldinu. Frammistaðan til fyrirmyndar, eins og ég sagði þá er ég bara mjög stoltur af mínu liði og þetta er klárlega eitthvað sem við getum byggt á.“ Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Tindastóll 83-94 | Stólarnir sterkari á lokasprettinum Tindastóll vann sinn þriðja sigur í Subway deild karla í körfubolta þegar liðið heimsótti Grindavík í kvöld. Grindavík hafði unnið tvo leiki í röð en Stólarnir stöðvuðu þá sigurgöngu og unnu 11 stiga sigur. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 21. nóvember 2022 20:25 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Hefur skorað á 16 tímabilum í röð í efstu deild Íslenski boltinn Neymar skrópaði á æfingu Fótbolti Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Fótbolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur var nokkuð borubrattur eftir leik og tók margt jákvætt útúr þessum leik þrátt fyrir tap, í leik sem hefði í raun getað dottið hvoru megin sem er. Í lokin var þó eins og orkan væri á þrotum hjá Grindvíkingum og Stólarnir leggja á heiðarnar með 2 stig í sarpnum. Vantaði heimamenn mögulega smá bensín til að klára þennan leik? „Já já bæði og, það spilaði sjálfsagt inn í. En það voru stór skot sem duttu Stólanna megin og ekki okkar. Við hefðum alveg getað tekið þetta. En eigum við ekki bara að segja það, það vantaði smá orku þarna í restina og því fór sem fór.“ Grindvíkingar voru án Damier Pitts í kvöld sem bíður þess að fá leikheimild og þá var Gaios Skordilis í leikbanni. Það var því aðeins einn erlendur leikmaður í hópi heimamanna í kvöld, Valdas Vasylius, sem var jafnframt eini miðherjinn þeirra á skýrslu í kvöld. Jafnframt var enginn hreinræktaður leikstjórnandi í hópnum í kvöld, en hinn 16 ára Arnór Tristan Helgason spilaði rúmar 12 mínútur og fékk oft það hlutverk að taka boltann upp gegn stífri vörn. Þetta var sannkölluð eldskírn fyrir hann í kvöld eða hvað? „Já algjörlega. Hann stóð sig mjög vel, frábærlega. Auðvitað rak hann sig á einhverja veggi og allt það sem er eðilegt fyrir 16 ára dreng, en fyrir utan það þá stóð hann sig mjög vel og skilaði fullt af góðum mínútum. Bara frábært.“ Nú er leikið þétt í deildinni en Grindvíkingar eiga leik í Garðabæ á fimmtudaginn gegn Stjörnunni. Jóhann er væntanlega að fara að senda menn eins og Valdas og Ólaf bróður sinn beint í kalda pottinn? „Klárlega. Nú þurfum við bara að reyna að endurheimta sem mest og undirbúa okkur fyrir fimmtudaginn. En ég er ofboðslega stoltur af mínu liði. Við fengum geggjaða frammistöðu; orkustigið, baráttan og viljinn til fyrirmyndar. Þetta er eitthvað sem við ætlum að byggja ofan á. Ef þetta verður svona þá hef ég ekki áhyggjur af framhaldinu. Frammistaðan til fyrirmyndar, eins og ég sagði þá er ég bara mjög stoltur af mínu liði og þetta er klárlega eitthvað sem við getum byggt á.“
Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Tindastóll 83-94 | Stólarnir sterkari á lokasprettinum Tindastóll vann sinn þriðja sigur í Subway deild karla í körfubolta þegar liðið heimsótti Grindavík í kvöld. Grindavík hafði unnið tvo leiki í röð en Stólarnir stöðvuðu þá sigurgöngu og unnu 11 stiga sigur. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 21. nóvember 2022 20:25 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Hefur skorað á 16 tímabilum í röð í efstu deild Íslenski boltinn Neymar skrópaði á æfingu Fótbolti Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Fótbolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Tindastóll 83-94 | Stólarnir sterkari á lokasprettinum Tindastóll vann sinn þriðja sigur í Subway deild karla í körfubolta þegar liðið heimsótti Grindavík í kvöld. Grindavík hafði unnið tvo leiki í röð en Stólarnir stöðvuðu þá sigurgöngu og unnu 11 stiga sigur. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 21. nóvember 2022 20:25