Dagný Brynjarsdóttir var að vanda í byrjunarliði West Ham enda fyrirliði liðsins og lykilmaður á miðjunni. Fyrir leikinn var West Ham um miðja deild en Leicester í neðsta sæti eftir tap í fyrstu átta leikjum liðsins.
Sigur West Ham var dramatískur. Eina mark leiksins kom ekki fyrr en á 88.mínútu þegar Isibeal Atkinson skoraði. Leicester kom boltanum í netið í uppbótartíma en markið var dæmt af vegna rangstöðu.
Sigurinn þýðir að West Ham er í sjötta sæti deildarinnar með tólf stig eftir átta leiki.