Körfubolti

Utah Jazz tyllti sér á topp Vesturdeildarinnar

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Jordan Clarkson átti góðan leik.
Jordan Clarkson átti góðan leik. vísir/Getty

Utah Jazz skellti Portland Trail Blazers í toppslag í NBA deildinni í körfubolta í nótt.

Utah vann fimm stiga sigur í hörkuleik, 113-118, þar sem varamaðurinn Malik Beasley átti kraftmikla innkomu og endaði leikinn sem stigahæsti leikmaður Utah með 29 stig.

Anfernee Simmons var stigahæstur Trail Blazers með 23 stig en aðalstjarna liðsins, Damian Lillard, náði sér engan veginn á strik í sóknarleik og munar um minna fyrir Trail Blazers.

Alls fóru fimm leikir fram í NBA deildinni í nótt. 

32 stig Joel Embiid nægðu ekki Philadelphia 76ers þar sem liðið beið lægri hlut fyrir Minnesota Timberwolves, 109-112.

Í Los Angeles minnti John Wall á sig en hann gaf fimmtán stoðsendingar í öruggum sigri Los Angeles Clippers á San Antonio Spurs, 119-97.

Þá eru ótaldir tveir spennutryllir þar sem Atlanta Hawks lagði Toronto Raptors eftir framlengdan leik og Indiana Pacers lagði Orlando Magic með minnsta mögulega mun.

Úrslit næturinnar

Portland Trail Blazers - Utah Jazz 113-118

Philadelphia 76ers - Minnesota Timberwolves 109-112

Los Angeles Clippers - San Antonio Spurs 119-97

Atlanta Hawks - Toronto Raptors 124-122

Indiana Pacers - Orlando Magic 113-112

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×