Hallmark hringir inn jólin Stöð 2 18. nóvember 2022 08:30 Stöð 2 sýnir rjómann af Hallmark-jólamyndum fram að jólum Hver elskar ekki velgjulega væmnar sjónvarpsmyndir þar sem allt fer á besta veg að lokum? Auðvitað eru einhverjir skröggar þarna úti sem vilja ekkert af slíku vita en aðdragandi jóla er gósentíð fyrir okkur hin þegar hinar ástsælu Hallmark-jólamyndir fara að birtast á Stöð 2 og Stöð 2+ og í augum margra eru þær jafn nauðsynlegar um jólin og malt og appelsín, hálfmánar með sveskjusultu og frómasinn hennar ömmu. Upphafið Bandaríska kapalstöðin Hallmark Channel birtist fyrst í loftinu árið 2001. Stöðin hafði reyndar verið í loftinu undir nokkrum öðrum nöfnum í allmörg ár fram að því en áherslan hafði verið lögð á kaup og framleiðslu fjölskylduvæns efnis í formi sjónvarpsmynda og stuttra þáttaraða. Efnistökin voru af öllum toga, allt frá glæparáðgátum og spjallþáttum til gæludýraþátta og vestra. Vinsældir jukust og brátt var systurstöðin Hallmark Movie Channel kynnt til leiks. Auk árlegra nýrra mynda og þátta ganga fjölmargar eldri mynda- og þáttaraðir þar enn þann dag í dag en ein ástsælasta hefð Hallmark er árleg niðurtalning stöðvanna til jóla. Formúla sem virkar Hefðin hófst 2009 og hefur vaxið æ síðan. Frá byrjun október til loka desember birtist jólatengt efni á stöðvunum og hæst bera flunkunýjar, sykursætar jólamyndir sem margar hverjar skarta hinum ýmsu stjörnum úr bandarísku sjónvarpi. Og aðdráttaraflið er orðið þannig í dag að þekkt nöfn úr kvikmyndaiðnaðinum birtast jafnvel í stöku mynd. Megininntak flestra myndanna er oftar en ekki svipað, einmana einstaklingur, önnum kafinn í góðri stöðu eða einmana nýaðfluttur einstaklingur í smábæ, kynnist hjartahlýju og manngæsku í faðmi samstarfsfélaga eða bæjarbúa og fagnar með þeim jólunum sem aldrei fyrr. Með puttann á púlsinum Þó hefur Hallmark stundum seilst í málefni líðandi stundar eins og myndinni „The Christmas House“ frá 2020 sem fjallar um samkynhneigt par og baráttu þess við að fá að ættleiða barn. En þótt formúlan sé oft sú sama, og hvers vegna að laga eitthvað sem ekki er bilað, þykja auðvitað nokkrar myndir betri en aðrar. Aðdáendur þessara mynda virðast flestir sammála um að þar sé „A Royal Christmas“ frá 2014 fremst meðal jafningja. Þar kemst söguhetjan Emily óvænt að því að kærastinn hennar, Leo, sé í raun konungborinn og einkaerfingi ríkisins Cordiníu. Auðvitað fær hans fyrrverandi svo boð í konunglega jólaboðið frá sjálfri drottningunni, Ísabellu, með tilheyrandi drama. Kunnuglegt stef en allt fer þó vel að lokum, skárra væri það nú… Aðdáendahópurinn stækkar Undanfarin ár hefur Stöð 2 verið heimili þessara jólamynda og aðdáendahópurinn stækkar sífellt. Hann er jafnvel svo eldheitur að myndirnar fá umtalsvert áhorf allan ársins hring og fögnuðurinn mikill þegar nýjar myndir bætast í sarpinn. Hallmark-jólamyndirnar eru nú víst orðnar í kringum 200 talsins og eru vinsælli en nokkurn tíma. Í ár frumsýnir Hallmark td. hvorki fleiri né færri en 39 jólatengdar sjónvarpsmyndir og mas. eina Hanukkah-mynd. Niðurtalningin hafin Líkt og fyrri ár sýnir Stöð 2 rjómann af Hallmark-jólamyndum fram að jólum og myndir eins og „Christmas Sail“, „Christmas in Harmony“, „One December Night“ og „A Timeless Christmas“ ættu að ná að kalla hinn sanna jólaanda yfir hvaða forpokaða Ebenezer sem er. Og fyrir þá sem geta ekki staðist þá freistingu að gægjast í pakkann er stór hluti þessara mynda þegar aðgengilegur inni á Stöð 2+. Og hvort sem Hallmark-jólamyndirnar eru trúarbrögð eða sakbitin sæla er alveg ljóst að jólaniðurtalningin er hafin á Stöð 2 og Stöð 2+. Jól Bíó og sjónvarp Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Sjá meira
Upphafið Bandaríska kapalstöðin Hallmark Channel birtist fyrst í loftinu árið 2001. Stöðin hafði reyndar verið í loftinu undir nokkrum öðrum nöfnum í allmörg ár fram að því en áherslan hafði verið lögð á kaup og framleiðslu fjölskylduvæns efnis í formi sjónvarpsmynda og stuttra þáttaraða. Efnistökin voru af öllum toga, allt frá glæparáðgátum og spjallþáttum til gæludýraþátta og vestra. Vinsældir jukust og brátt var systurstöðin Hallmark Movie Channel kynnt til leiks. Auk árlegra nýrra mynda og þátta ganga fjölmargar eldri mynda- og þáttaraðir þar enn þann dag í dag en ein ástsælasta hefð Hallmark er árleg niðurtalning stöðvanna til jóla. Formúla sem virkar Hefðin hófst 2009 og hefur vaxið æ síðan. Frá byrjun október til loka desember birtist jólatengt efni á stöðvunum og hæst bera flunkunýjar, sykursætar jólamyndir sem margar hverjar skarta hinum ýmsu stjörnum úr bandarísku sjónvarpi. Og aðdráttaraflið er orðið þannig í dag að þekkt nöfn úr kvikmyndaiðnaðinum birtast jafnvel í stöku mynd. Megininntak flestra myndanna er oftar en ekki svipað, einmana einstaklingur, önnum kafinn í góðri stöðu eða einmana nýaðfluttur einstaklingur í smábæ, kynnist hjartahlýju og manngæsku í faðmi samstarfsfélaga eða bæjarbúa og fagnar með þeim jólunum sem aldrei fyrr. Með puttann á púlsinum Þó hefur Hallmark stundum seilst í málefni líðandi stundar eins og myndinni „The Christmas House“ frá 2020 sem fjallar um samkynhneigt par og baráttu þess við að fá að ættleiða barn. En þótt formúlan sé oft sú sama, og hvers vegna að laga eitthvað sem ekki er bilað, þykja auðvitað nokkrar myndir betri en aðrar. Aðdáendur þessara mynda virðast flestir sammála um að þar sé „A Royal Christmas“ frá 2014 fremst meðal jafningja. Þar kemst söguhetjan Emily óvænt að því að kærastinn hennar, Leo, sé í raun konungborinn og einkaerfingi ríkisins Cordiníu. Auðvitað fær hans fyrrverandi svo boð í konunglega jólaboðið frá sjálfri drottningunni, Ísabellu, með tilheyrandi drama. Kunnuglegt stef en allt fer þó vel að lokum, skárra væri það nú… Aðdáendahópurinn stækkar Undanfarin ár hefur Stöð 2 verið heimili þessara jólamynda og aðdáendahópurinn stækkar sífellt. Hann er jafnvel svo eldheitur að myndirnar fá umtalsvert áhorf allan ársins hring og fögnuðurinn mikill þegar nýjar myndir bætast í sarpinn. Hallmark-jólamyndirnar eru nú víst orðnar í kringum 200 talsins og eru vinsælli en nokkurn tíma. Í ár frumsýnir Hallmark td. hvorki fleiri né færri en 39 jólatengdar sjónvarpsmyndir og mas. eina Hanukkah-mynd. Niðurtalningin hafin Líkt og fyrri ár sýnir Stöð 2 rjómann af Hallmark-jólamyndum fram að jólum og myndir eins og „Christmas Sail“, „Christmas in Harmony“, „One December Night“ og „A Timeless Christmas“ ættu að ná að kalla hinn sanna jólaanda yfir hvaða forpokaða Ebenezer sem er. Og fyrir þá sem geta ekki staðist þá freistingu að gægjast í pakkann er stór hluti þessara mynda þegar aðgengilegur inni á Stöð 2+. Og hvort sem Hallmark-jólamyndirnar eru trúarbrögð eða sakbitin sæla er alveg ljóst að jólaniðurtalningin er hafin á Stöð 2 og Stöð 2+.
Jól Bíó og sjónvarp Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Sjá meira