Sonur Michael Schumacher missir sæti sitt í formúlunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2022 08:00 Mick Schumacher þarf nú að finna sér nýja leið inn í formúlu eitt. Getty/Clive Mason Formúluökumaðurinn Mick Schumacher verður án liðs í formúlu eitt eftir þetta tímabil þar sem að Haas liðið samdi við reynsluboltann Nico Hulkenberg. Schumacher hefur ekki sýnt nógu mikið með bandaríska liðinu undanfarin tvö ár til þess að halda sæti sínu á 2023 tímabilinu. Mick Schumacher will leave Haas at the end of the season#F1 pic.twitter.com/Tnz004sRS0— Formula 1 (@F1) November 17, 2022 Schumacher er auðvitað sonur sjöfalda heimsmeistarans Michael Schumacher en faðir hann var búinn að vinna tvo heimsmeistaratitla þegar strákurinn kom í heiminn árið 1999 og vann fimm heimsmeistaratitla á fyrstu sex árunum í lífi Mick. Schumacher er nú 23 ára gamall en hinn 35 ára gamli Hulkenberg er að fara að keppa í fyrsta sinn í formúlu eitt síðan að Renault lét hann fara árið 2019. Eina mögulega sætið sem er eftir í formúlu eitt er ef Bandaríkjamanninum Logan Sargeant mistekst á ná í nægilega mörg stig í lokamóti formúlu tvö en annars tryggir hann sér sæti í Williams liðinu. Williams menn gáfu það út að Sargeant fengu sætið ef hann nær að komast áfram. Hann þarf að enda áttundi eða ofar en er nú í þriðja sæti. Schumacher fékk samtals tólf stig á þessu tímabili en liðsfélagi hans, Kevin Magnussen, náði í 25 stig. Schumacher hefur líka lent í mörgum árekstrum sem hafa auðvitað mikil áhrif á stigasöfnun hans. Besta leiðin fyrir Schumacher er væntanlega að verða varamaður hjá einhverju liði og hann gæti keppt um slíkt sæti hjá Mercedes. Faðir hans Michael Schumacher átti góðan tíma hjá Mercedes og yfirmaðurinn Toto Wolff lét hafa eftir sér að Mercedes og Schumacher fjölskyldan tilheyrðu hvoru öðru. Schumacher byrjaði ökuferill sinn hjá undirfélagi Mercedes (Jordan) og endaði hann á þremur árum hjá Mercedes frá 2010 til 2012. Titlana vann hann hins vegar hjá Benetton og Ferrari. Mick Schumacher staðfesti fréttirnar á samfélagsmiðlum sínum eins og sjá má hér fyrir neðan. pic.twitter.com/pvm7CmEjLP— Mick Schumacher (@SchumacherMick) November 17, 2022 Akstursíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Schumacher hefur ekki sýnt nógu mikið með bandaríska liðinu undanfarin tvö ár til þess að halda sæti sínu á 2023 tímabilinu. Mick Schumacher will leave Haas at the end of the season#F1 pic.twitter.com/Tnz004sRS0— Formula 1 (@F1) November 17, 2022 Schumacher er auðvitað sonur sjöfalda heimsmeistarans Michael Schumacher en faðir hann var búinn að vinna tvo heimsmeistaratitla þegar strákurinn kom í heiminn árið 1999 og vann fimm heimsmeistaratitla á fyrstu sex árunum í lífi Mick. Schumacher er nú 23 ára gamall en hinn 35 ára gamli Hulkenberg er að fara að keppa í fyrsta sinn í formúlu eitt síðan að Renault lét hann fara árið 2019. Eina mögulega sætið sem er eftir í formúlu eitt er ef Bandaríkjamanninum Logan Sargeant mistekst á ná í nægilega mörg stig í lokamóti formúlu tvö en annars tryggir hann sér sæti í Williams liðinu. Williams menn gáfu það út að Sargeant fengu sætið ef hann nær að komast áfram. Hann þarf að enda áttundi eða ofar en er nú í þriðja sæti. Schumacher fékk samtals tólf stig á þessu tímabili en liðsfélagi hans, Kevin Magnussen, náði í 25 stig. Schumacher hefur líka lent í mörgum árekstrum sem hafa auðvitað mikil áhrif á stigasöfnun hans. Besta leiðin fyrir Schumacher er væntanlega að verða varamaður hjá einhverju liði og hann gæti keppt um slíkt sæti hjá Mercedes. Faðir hans Michael Schumacher átti góðan tíma hjá Mercedes og yfirmaðurinn Toto Wolff lét hafa eftir sér að Mercedes og Schumacher fjölskyldan tilheyrðu hvoru öðru. Schumacher byrjaði ökuferill sinn hjá undirfélagi Mercedes (Jordan) og endaði hann á þremur árum hjá Mercedes frá 2010 til 2012. Titlana vann hann hins vegar hjá Benetton og Ferrari. Mick Schumacher staðfesti fréttirnar á samfélagsmiðlum sínum eins og sjá má hér fyrir neðan. pic.twitter.com/pvm7CmEjLP— Mick Schumacher (@SchumacherMick) November 17, 2022
Akstursíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira