Nota fjarstýrðar byssur á Vesturbakkanum Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2022 16:03 Konur ganga framhjá varðturni sem búið er að koma fjarstýrðum byssum fyrir á. AP/Mahmoud Illean Ísraelski herinn hefur komið fjarstýrðum byssum fyrir á tveimur stöðum á Vesturbakkanum. Byssunum, sem skjóta táragasi, hvellsprengjum og gúmmíkúlum hefur verið komið fyrir á turni við flóttamannabúðir og á öðrum stað á Vesturbakkanum þar sem mótmælendur koma gjarnan saman. Auk þess að vera fjarstýrðar nota byssurnar gervigreind til að greina möguleg skotmörk. AP fréttaveitan hefur eftir talsmönnum hersins að byssurnar geti bjargað mannslífum og þá bæði lífum Ísraela og Palestínumanna. Gagnrýnendur sjá hins vegar fyrstu skref dystópískrar framtíðar þar sem Ísraelar halda hersetu sinni á Vesturbakkanum áfram í gegnum hátæknivopn. Vitni segja blaðamönnum AP að þegar mótmælendur í Al-Aroub flóttamannabúðunum köstuðu nýverið steinum og bensínsprengjum að ísraelskum hermönnum var fjarstýrða byssan þar notuð til að skjóta táragasi og gúmmíkúlum að mótmælendum. Hinni byssunni var komið fyrir í borginni Hebron á stað þar sem reglulega kemur til átaka milli ísraelskra hermanna og mótmælenda. Mikil spenna ríkir milli Palestínumanna og Ísraela og hefur óöld á Vesturbakkanum aukist. Þetta ár er sagt vera hið mannskæðasta þar frá 2006. Þá hefur sigur kosningabandalags Benjamíns Netanjahús, fyrrverandi forsætisráðherra, sem inniheldur meðal annars öfga-hægri flokk, bætt á áhyggjur fólks á því að ofbeldi muni versna enn frekar. Tvær fjarstýrðar byssur á toppi varðturns í Al-Aroub flóttamannabúðunum á Vesturbakkanum.AP/Mahmoud Illean Fjölmargir dánir Í frétt Times of Israel segir að Ísraelar hafi aukið umfang aðgerða þeirra á Vesturbakkanum í ár eftir að nítján Ísraelar dóu í árásum Palestínumanna fyrr á árinu. Rúmlega tvö þúsund hafa verið handteknir og rúmlega 130 Palestínumenn eru sagðir hafa dáið í þessum aðgerðum. TOI segir flesta þeirra hafa fallið í átökum við öryggissveitir. Fjórir ísraelskir hermenn hafa fallið. Ríkisstjórn Bandaríkjanna lýsti í gær yfir áhyggjum af ofbeldinu á Vesturbakkanum og var meðal annars vísað til hnífaárásar sem gerð var í gær. Þá stakk palestínskur maður þrjá til bana og særði aðra þrjá á bensínstöð á Vesturbakkanum. Hann ók svo á brott á stolnum bíl en keyrði skömmu síðar á aðra bíla. Þar stakk hann einn mann til viðbótar og stal öðrum bíl. Hann var skotinn til bana skömmu síðar. Þá dó fimmtán ára palestínsk stúlka eftir að hermenn skutu hana til bana á mánudaginn. Herinn segir hermennina hafa skotið stúlkuna eftir að hún neitaði að verða við skipunum þeirra um að stöðva bíl sinn og þeir segja hana hafa gefið í áður en þeir skutu hana. Vitni sagði þó AP fréttaveitunni að stúlkan hefði ekki ógnað hermönnunum á nokkurn hátt. Þeir hafi verið á bakvið aðra bíla svo hún hefði átt erfitt með að sjá þá yfir höfuð. Palestína Ísrael Tengdar fréttir Dramatísk endurkoma Netanjahú á lokametrunum Allt lítur út fyrir að blokk Benjamíns Netanjahú, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, nái 65 sætum af 120 á ísraelska þinginu. Líklegast er að hann verði aftur forsætisráðherra en hann þarf að treysta á stuðning öfgamannanna þeirra Itamar Ben-Gvir og Bezalel Smotrich. Ben-Gvir leiddi eitt sinn samtök sem eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök í Bandaríkjunum. 2. nóvember 2022 15:18 Sögulegar sættir í landamæradeilu Ísraels og Líbanons Yair Lapid, forsætisráðherra Ísraels, segir að sögulegt samkomulag hafi náðst við Líbanon sem bindur enda á áratugalangar deilur ríkjanna um markalínur á sjó á milli nágrannaríkjanna tveggja. Ríkin hafa verið svarnir óvinir um árabil. 11. október 2022 10:52 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Auk þess að vera fjarstýrðar nota byssurnar gervigreind til að greina möguleg skotmörk. AP fréttaveitan hefur eftir talsmönnum hersins að byssurnar geti bjargað mannslífum og þá bæði lífum Ísraela og Palestínumanna. Gagnrýnendur sjá hins vegar fyrstu skref dystópískrar framtíðar þar sem Ísraelar halda hersetu sinni á Vesturbakkanum áfram í gegnum hátæknivopn. Vitni segja blaðamönnum AP að þegar mótmælendur í Al-Aroub flóttamannabúðunum köstuðu nýverið steinum og bensínsprengjum að ísraelskum hermönnum var fjarstýrða byssan þar notuð til að skjóta táragasi og gúmmíkúlum að mótmælendum. Hinni byssunni var komið fyrir í borginni Hebron á stað þar sem reglulega kemur til átaka milli ísraelskra hermanna og mótmælenda. Mikil spenna ríkir milli Palestínumanna og Ísraela og hefur óöld á Vesturbakkanum aukist. Þetta ár er sagt vera hið mannskæðasta þar frá 2006. Þá hefur sigur kosningabandalags Benjamíns Netanjahús, fyrrverandi forsætisráðherra, sem inniheldur meðal annars öfga-hægri flokk, bætt á áhyggjur fólks á því að ofbeldi muni versna enn frekar. Tvær fjarstýrðar byssur á toppi varðturns í Al-Aroub flóttamannabúðunum á Vesturbakkanum.AP/Mahmoud Illean Fjölmargir dánir Í frétt Times of Israel segir að Ísraelar hafi aukið umfang aðgerða þeirra á Vesturbakkanum í ár eftir að nítján Ísraelar dóu í árásum Palestínumanna fyrr á árinu. Rúmlega tvö þúsund hafa verið handteknir og rúmlega 130 Palestínumenn eru sagðir hafa dáið í þessum aðgerðum. TOI segir flesta þeirra hafa fallið í átökum við öryggissveitir. Fjórir ísraelskir hermenn hafa fallið. Ríkisstjórn Bandaríkjanna lýsti í gær yfir áhyggjum af ofbeldinu á Vesturbakkanum og var meðal annars vísað til hnífaárásar sem gerð var í gær. Þá stakk palestínskur maður þrjá til bana og særði aðra þrjá á bensínstöð á Vesturbakkanum. Hann ók svo á brott á stolnum bíl en keyrði skömmu síðar á aðra bíla. Þar stakk hann einn mann til viðbótar og stal öðrum bíl. Hann var skotinn til bana skömmu síðar. Þá dó fimmtán ára palestínsk stúlka eftir að hermenn skutu hana til bana á mánudaginn. Herinn segir hermennina hafa skotið stúlkuna eftir að hún neitaði að verða við skipunum þeirra um að stöðva bíl sinn og þeir segja hana hafa gefið í áður en þeir skutu hana. Vitni sagði þó AP fréttaveitunni að stúlkan hefði ekki ógnað hermönnunum á nokkurn hátt. Þeir hafi verið á bakvið aðra bíla svo hún hefði átt erfitt með að sjá þá yfir höfuð.
Palestína Ísrael Tengdar fréttir Dramatísk endurkoma Netanjahú á lokametrunum Allt lítur út fyrir að blokk Benjamíns Netanjahú, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, nái 65 sætum af 120 á ísraelska þinginu. Líklegast er að hann verði aftur forsætisráðherra en hann þarf að treysta á stuðning öfgamannanna þeirra Itamar Ben-Gvir og Bezalel Smotrich. Ben-Gvir leiddi eitt sinn samtök sem eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök í Bandaríkjunum. 2. nóvember 2022 15:18 Sögulegar sættir í landamæradeilu Ísraels og Líbanons Yair Lapid, forsætisráðherra Ísraels, segir að sögulegt samkomulag hafi náðst við Líbanon sem bindur enda á áratugalangar deilur ríkjanna um markalínur á sjó á milli nágrannaríkjanna tveggja. Ríkin hafa verið svarnir óvinir um árabil. 11. október 2022 10:52 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Dramatísk endurkoma Netanjahú á lokametrunum Allt lítur út fyrir að blokk Benjamíns Netanjahú, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, nái 65 sætum af 120 á ísraelska þinginu. Líklegast er að hann verði aftur forsætisráðherra en hann þarf að treysta á stuðning öfgamannanna þeirra Itamar Ben-Gvir og Bezalel Smotrich. Ben-Gvir leiddi eitt sinn samtök sem eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök í Bandaríkjunum. 2. nóvember 2022 15:18
Sögulegar sættir í landamæradeilu Ísraels og Líbanons Yair Lapid, forsætisráðherra Ísraels, segir að sögulegt samkomulag hafi náðst við Líbanon sem bindur enda á áratugalangar deilur ríkjanna um markalínur á sjó á milli nágrannaríkjanna tveggja. Ríkin hafa verið svarnir óvinir um árabil. 11. október 2022 10:52