Það var enginn tilbúinn í þetta Stefán Árni Pálsson skrifar 17. nóvember 2022 11:30 Regína Ósk hefur náð langt í tónlistinni en einnig gengið í gegnum erfiða tíma. Vísir/vilhelm Hún hefur verið ein vinsælasta söngkona landsins í að verða tuttugu ár. Hún er mikið Eurovision-nörd og tekið þátt fyrir Íslands hönd í keppninni sjálfri. Mikið fyrir hreyfingu, er trúuð og mikil fjölskyldukona. Regína Ósk Óskarsdóttir er gestur vikunnar í Einkalífinu. Í þættinum fer Regína yfir það tímabil þegar hún missti föður sinn og ákvað í kjölfarið að taka til hjá sjálfri sér og fór í algjöra lífsstílsbreytingu. Klippa: Einkalífið - Regína Ósk Óskarsdóttir „Hann fór bara alveg rosalega snöggt. Við fundum um jól og áramót að hann væri pínulítið slappur. Svo fer hann inn á spítala í janúar og fer síðan í hjartastopp daginn eftir og þaðan á gjörgæslu. Þá héldum við að hann væri bara að fara. Svo einhvern veginn kemur hann til baka og ég man að hann segir við okkur, hélduð þið að ég væri nokkuð farinn?,“ segir Regína og bendir á að pabbi hennar hafi sagt þetta í spaugilegum tón. „Hann missti ekki húmorinn. Svo kemur það í ljós eftir allar rannsóknir að hann er með ólækandi krabbamein. Þetta var algengt krabbamein í vissum hluta í Bandaríkjunum og þetta var rakið til þess að hann var að vinna í kringum aspest í gamla daga. Hann kemur aldrei aftur heim og þetta tók bara átta vikur. Það var enginn tilbúinn í þetta.“ Hún segir að það hafi verið gríðarlega erfitt að takast á við missinn. „Það fylgir þessu reiði og það er skrýtið að segja þetta svona en það er líka reiði út í það að hann var ekki þannig á sig kominn að hann gat tekið á sig lyfjameðferð. Hann var bara ekki búinn að fara alveg nægilega vel með sig og læknarnir sögðu að það myndi ekki þýða neitt að fara í lyfjameðferð. Þá fór ég að hugsa minn gang því ég ætla ekki að hafa það á minni ábyrgð að ég geti ekki tekist á við það sem mér er rétt í lífinu. Ef ég fæ einhvern sjúkdóm þá vil ég vera líkamlega undir það búin að takast á við hann,“ segir Regína en hún ræðir föðurmissinn þegar 26 mínútur eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan ræðir Regína einnig um ferilinn, Eurovision-ævintýrin, eiginmann sinn og börn, um þátttöku sína í Allir geta dansað, um Covid og margt margt fleira. Einkalífið Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Fleiri fréttir „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sjá meira
Í þættinum fer Regína yfir það tímabil þegar hún missti föður sinn og ákvað í kjölfarið að taka til hjá sjálfri sér og fór í algjöra lífsstílsbreytingu. Klippa: Einkalífið - Regína Ósk Óskarsdóttir „Hann fór bara alveg rosalega snöggt. Við fundum um jól og áramót að hann væri pínulítið slappur. Svo fer hann inn á spítala í janúar og fer síðan í hjartastopp daginn eftir og þaðan á gjörgæslu. Þá héldum við að hann væri bara að fara. Svo einhvern veginn kemur hann til baka og ég man að hann segir við okkur, hélduð þið að ég væri nokkuð farinn?,“ segir Regína og bendir á að pabbi hennar hafi sagt þetta í spaugilegum tón. „Hann missti ekki húmorinn. Svo kemur það í ljós eftir allar rannsóknir að hann er með ólækandi krabbamein. Þetta var algengt krabbamein í vissum hluta í Bandaríkjunum og þetta var rakið til þess að hann var að vinna í kringum aspest í gamla daga. Hann kemur aldrei aftur heim og þetta tók bara átta vikur. Það var enginn tilbúinn í þetta.“ Hún segir að það hafi verið gríðarlega erfitt að takast á við missinn. „Það fylgir þessu reiði og það er skrýtið að segja þetta svona en það er líka reiði út í það að hann var ekki þannig á sig kominn að hann gat tekið á sig lyfjameðferð. Hann var bara ekki búinn að fara alveg nægilega vel með sig og læknarnir sögðu að það myndi ekki þýða neitt að fara í lyfjameðferð. Þá fór ég að hugsa minn gang því ég ætla ekki að hafa það á minni ábyrgð að ég geti ekki tekist á við það sem mér er rétt í lífinu. Ef ég fæ einhvern sjúkdóm þá vil ég vera líkamlega undir það búin að takast á við hann,“ segir Regína en hún ræðir föðurmissinn þegar 26 mínútur eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan ræðir Regína einnig um ferilinn, Eurovision-ævintýrin, eiginmann sinn og börn, um þátttöku sína í Allir geta dansað, um Covid og margt margt fleira.
Einkalífið Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Fleiri fréttir „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sjá meira