Formúla 1

Magnaður Magnus­sen kom Haas á rá­spól

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hinn danski Kevin Magnussen verður á ráspól í Brasilíu.
Hinn danski Kevin Magnussen verður á ráspól í Brasilíu. Formula 1/Getty Images

Kevin Magnussen, ökumaður Haas, í Formúlu 1 kom öllum á óvart í dag er hann náði besta tímanum í tímatöku fyrir kappakstur morgundagsins sem fer fram í Sao Paulo í Brasilíu.

Haas hefur ekki verið líklegt til afreka það sem af er tímabili í Formúlu 1 og er bíll þeirra sá næsthægasti í Formúlu 1. Það kom ekki að sök í dag þar sem Magnussen keyrði líkt og líf hans væri undir.

Það hjálpaði Magnussen að tímataka hans fór fram áður en það fór að rigna en hvorki honum, né starfsfólki Haas, gat verið meira sama.

„Liðið setti mig á brautina á akkúrat réttum tíma. Við vorum fyrstir út, áttum fínan hring og nú erum við á ráspól. Þetta er ótrúlegt.“

Þá þakkaði ökumaðurinn Haas fyrir að gefa sér annað tækifæri í Formúlu 1. „Takk fyrir að gefa mér tækifæri til að upplifa dag eins og í dag, ég á engin orð.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×