Grunur um að lögregla eigi sök á dauða tuga flóttamanna Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 12. nóvember 2022 16:01 Flóttamenn við landamærastöðina við Melilla á norðurströnd Afríku. ILIES AMAR/Europa Press via Getty Images Grunur leikur á að spænska lögreglan beri ábyrgð á öngþveiti sem skapaðist við landamæri Spánar og Marokkó í sumar með þeim afleiðingum að a.m.k. 23 flóttamenn létust þegar þeir tróðust undir og yfir 200 slösuðust. Lögreglan skaut táragasi, gúmmíkúlum, reykbombum og piparúða að mannfjöldanum til að hindra hann í að komast inn til Spánar. Melilla er lítil borg á norðurströnd Afríku sem tilheyrir Spáni og á landamæri að Marokkó. Þann 24. júní í sumar ruddust um 2.000 flóttamenn að landamærahliðinu, brutu það niður og freistuðu þess að komast inn á spænskt yfirráðasvæði. Öngþveiti og dauði Algert öngþveiti skapaðist og áður en yfir lauk lágu 23 flóttamenn í valnum, eftir að hafa troðist undir og yfir 200 voru slasaðir. Spænsk stjórnvöld fullyrtu frá fyrsta degi að enginn hefði látist á spænsku yfirráðasvæði og að ekkert saknæmt lægi að baki þessum harmleik. Telja spænsku lögregluna hafa valdið glundroðanum Nú er ýmislegt sem bendir til þess að því sé öfugt farið og að spænska lögreglan sé með óhreint mjöl í pokahorninu, svo ekki sé meira sagt. 8 spænskir þingmenn heimsóttu Melilla í byrjun vikunnar. Fjórir þeirra, þar á meðal þingmenn úr hópi stjórnarliða, fullyrða í viðtölum við fjölmiðla að fjöldi flóttamanna hafi látist inni á spænsku yfirráðasvæði. Þeir segja líka vísbendingar um að spænskir lögreglumenn hafi í raun valdið glundroðanum sem varð til þess að fólkið kramdist til bana. Spænska lögreglan hafi skotið 86 táragashylkjum, 28 reykbombum, 65 gúmmíkúlum, 270 viðvörunarskotum og 41 brúsa af piparúða að mannfjöldanum. Talsmenn ýmissa mannréttindahópi telja einmitt að táragasið kunni að hafa verið kveikjan að því að fólkið kramdist undir mannmergðinni. Mótmæli í Madrid í sumar eftir að a.m.k. 23 flóttamenn tróðust undir og létust við landamærastöðina við Melilla.Pablo Blazquez Dominguez/Getty Images Stjórnvöld segja aðgerðir lögreglu hófsamar Fernando Grande-Marlaska, innanríkisráðherra Spánar, situr fast við sinn keip og segir aðgerðir spænsku lögreglunnar hafi allar verið innan hófsemdarmarka. Óháðir sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna eru ekki á sama máli og telja að dauðsföllin megi fyrst og fremst rekja til óhóflegs ofbeldis lögreglu. Þá telja þeir að mun fleiri hafi látist en gefið er upp opinberlega. Both E Tendayi Achiume, sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í kynþáttamisrétti, segir að ofbeldið sem fólkið hafi verið beitt sé einkennandi fyrir það kynþáttahatur sem ríki á landamærum Evrópusambandsins, banvænu ofbeldi sé beitt til þess að hindra komu flóttamanna frá Afríku og Mið-Austurlöndum til Evrópu, og mannréttindi brotin á þeim gróflega. Ólíklegt að einhver verði dreginn til ábyrgðar Rannsóknin sem nú er í gangi ræður úrslitum um hvort atvikið komi til kasta spænskra dómstóla. Hófleg bjartsýni ríkir um að einhver verði dreginn til ábyrgðar vegna þessara dauðsfalla. Fyrr á þessu ári ákvað hæstiréttur Spánar að rannsókn skyldi hætt á atviki þegar 14 flóttamenn drukknuðu undan ströndum Spánar, í kjölfar þess að spænska lögreglan skaut á þá gúmmíkúlum og táragasi. Spánn Flóttamenn Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Sjá meira
Melilla er lítil borg á norðurströnd Afríku sem tilheyrir Spáni og á landamæri að Marokkó. Þann 24. júní í sumar ruddust um 2.000 flóttamenn að landamærahliðinu, brutu það niður og freistuðu þess að komast inn á spænskt yfirráðasvæði. Öngþveiti og dauði Algert öngþveiti skapaðist og áður en yfir lauk lágu 23 flóttamenn í valnum, eftir að hafa troðist undir og yfir 200 voru slasaðir. Spænsk stjórnvöld fullyrtu frá fyrsta degi að enginn hefði látist á spænsku yfirráðasvæði og að ekkert saknæmt lægi að baki þessum harmleik. Telja spænsku lögregluna hafa valdið glundroðanum Nú er ýmislegt sem bendir til þess að því sé öfugt farið og að spænska lögreglan sé með óhreint mjöl í pokahorninu, svo ekki sé meira sagt. 8 spænskir þingmenn heimsóttu Melilla í byrjun vikunnar. Fjórir þeirra, þar á meðal þingmenn úr hópi stjórnarliða, fullyrða í viðtölum við fjölmiðla að fjöldi flóttamanna hafi látist inni á spænsku yfirráðasvæði. Þeir segja líka vísbendingar um að spænskir lögreglumenn hafi í raun valdið glundroðanum sem varð til þess að fólkið kramdist til bana. Spænska lögreglan hafi skotið 86 táragashylkjum, 28 reykbombum, 65 gúmmíkúlum, 270 viðvörunarskotum og 41 brúsa af piparúða að mannfjöldanum. Talsmenn ýmissa mannréttindahópi telja einmitt að táragasið kunni að hafa verið kveikjan að því að fólkið kramdist undir mannmergðinni. Mótmæli í Madrid í sumar eftir að a.m.k. 23 flóttamenn tróðust undir og létust við landamærastöðina við Melilla.Pablo Blazquez Dominguez/Getty Images Stjórnvöld segja aðgerðir lögreglu hófsamar Fernando Grande-Marlaska, innanríkisráðherra Spánar, situr fast við sinn keip og segir aðgerðir spænsku lögreglunnar hafi allar verið innan hófsemdarmarka. Óháðir sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna eru ekki á sama máli og telja að dauðsföllin megi fyrst og fremst rekja til óhóflegs ofbeldis lögreglu. Þá telja þeir að mun fleiri hafi látist en gefið er upp opinberlega. Both E Tendayi Achiume, sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í kynþáttamisrétti, segir að ofbeldið sem fólkið hafi verið beitt sé einkennandi fyrir það kynþáttahatur sem ríki á landamærum Evrópusambandsins, banvænu ofbeldi sé beitt til þess að hindra komu flóttamanna frá Afríku og Mið-Austurlöndum til Evrópu, og mannréttindi brotin á þeim gróflega. Ólíklegt að einhver verði dreginn til ábyrgðar Rannsóknin sem nú er í gangi ræður úrslitum um hvort atvikið komi til kasta spænskra dómstóla. Hófleg bjartsýni ríkir um að einhver verði dreginn til ábyrgðar vegna þessara dauðsfalla. Fyrr á þessu ári ákvað hæstiréttur Spánar að rannsókn skyldi hætt á atviki þegar 14 flóttamenn drukknuðu undan ströndum Spánar, í kjölfar þess að spænska lögreglan skaut á þá gúmmíkúlum og táragasi.
Spánn Flóttamenn Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Sjá meira