Lífið

„Ég syrgi og sakna hans alveg hamslaust“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur og skáld er í einlægu viðtali í þættinum Einkalífið sem kom út í dag. 
Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur og skáld er í einlægu viðtali í þættinum Einkalífið sem kom út í dag.  Vísir/Vilhelm

„Ég var komin með nóg af sorg. Þegar bróðir minn dó hugsaði ég, get ég farið að syrgja hann eða á ég að vera einhvern veginn bara ánægð með hans líf, ánægð með hvað hann var góður bróðir. Taka þetta á þessum forsendum.“

Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur og skáld ræðir bróðurmissinn í nýjasta þættinum af Einkalífinu. Hrafn Jökulsson lést í september 56 ára að aldri eftir stutta baráttu við krabbamein. 

„Auðvitað syrgi ég og sakna hans alveg hamslaust en það er samt eitthvað í mér sem er að horfa á það góða. Góðu minningarnar og það góða sem hann gerði. “

Hún segir að missirinn hafi verið áfall. Fyrsta áfallið hafi þó komið þegar hann var fluttur á sjúkrahús.

„Það var eins og ég væri slegin framan á bringuna. Ég vissi ekkert í hvaða átt ég ætti að halda. Ég ruglaðist bara. Þetta var eins og að vera villtur í skógi. Ég vissi ekkert. Sem betur fer hef ég góðan geðlækni.“

Elísabet segir að veikindi og fráfall Hrafns hafi gert systkinin nánari. 

„Þegar hann dó þá var það svo skrítið og óskiljanlegt.“

Í þættinum hér fyrir neðan ræðir Elísabet líka um æskuna, áföll, missi , fíkn, móðurhlutverkið og hvernig það var þegar barn var tekið af henni. Hún talar um bækurnar, ferilinn, framtíðina, draumana og margt fleira. 

Klippa: Einkalífið - Elísabet Jökulsdóttir

Tengdar fréttir

Minningar­mót um Hrafn Jökuls­son í dag

Klukkan fjögur í dag verður minningarmót um Hrafn Jökulsson haldið í Norðurturni Smáralindar fyrir framan veitingastaðin XO. Hrafn var skákmaður mikill en hann lést um miðjan september eftir baráttu við krabbamein.

Hrafn Jökulsson er látinn

Hrafn Jökulsson rithöfundur er látinn, 56 ára að aldri. Hann greindist með krabbamein í hálsi í sumar.

Hrafn giftist sálufélaga sínum eftir þrjátíu ára aðskilnað

Hrafn Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, og Oddný Halldórsdóttir eru orðin hjón. Hrafn greinir frá því á Facebook að þau hafi gengið í hjónaband fyrir tveimur vikum. Svaramenn voru Auður Magnúsdóttir og Guðmundur Baldursson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.