Segir að valið á Gabriel Martinelli í HM-hópinn sé vanvirðing við fótbolta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. nóvember 2022 14:30 Gabriel Martinelli í einum af þremur landsleikjum sínum fyrir Brasilíu. getty/Javier Mamani Fyrrverandi landsliðsmaður Brasilíu í fótbolta segir að landsliðsþjálfarinn Tite hafi sýnt fótboltanum vanvirðingu með því að velja Gabriel Martinelli í HM-hóp Brassa. Baráttan um sæti í HM-hópnum var hörð og margir sterkir leikmenn sátu eftir með sárt ennið, þeirra á meðal Roberto Firmino og Gabigol. Sá síðarnefndi baunaði á Tite á samfélagsmiðlum eftir að valið var kunngjört og hann á hauk í horni í fyrrverandi landsliðsmanni Brasilíu, Neto. „Þetta er synd, algjört grín! Ég skammast mín! Hver er saga Martinellis? Hann hefur skorað 33 mörk á ferlinum,“ sagði Neto sem lék sextán landsleiki og skoraði sjö mörk á árunum 1988-93. „Að velja Martinelli en ekki Gabigol er virðingarleysi. Mesta ruglið af öllu,“ bætti Neto við. Hann segir að heima í Brasilíu viti enginn hver Martinelli sé. „Martinelli skorar fimm mörk á tímabili og ef hann labbar um hérna þekkir hann enginn. Að taka ekki Gabigol sem skoraði sigurmarkið í úrslitaleik Copa Libertadores og var með 29 mörk á tímabilinu. Hvað hefur Martinelli gert í evrópskum bolta? Arsenal er ekki einu sinni í Meistaradeild Evrópu. Þetta er skandall!“ Hinn 26 ára Gabigol hefur skorað grimmt fyrir Flamengo undanfarin ár eftir misheppnaða dvöl hjá Inter á Ítalíu. Hann hefur leikið átján landsleiki og skorað fimm mörk. Martinelli lék sinn fyrsta landsleik fyrr á þessu ári og hefur síðan bætt tveimur við. Hann hefur skorað fimm mörk í átján leikjum fyrir Arsenal í öllum keppnum á tímabilinu. HM 2022 í Katar Enski boltinn Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Sjá meira
Baráttan um sæti í HM-hópnum var hörð og margir sterkir leikmenn sátu eftir með sárt ennið, þeirra á meðal Roberto Firmino og Gabigol. Sá síðarnefndi baunaði á Tite á samfélagsmiðlum eftir að valið var kunngjört og hann á hauk í horni í fyrrverandi landsliðsmanni Brasilíu, Neto. „Þetta er synd, algjört grín! Ég skammast mín! Hver er saga Martinellis? Hann hefur skorað 33 mörk á ferlinum,“ sagði Neto sem lék sextán landsleiki og skoraði sjö mörk á árunum 1988-93. „Að velja Martinelli en ekki Gabigol er virðingarleysi. Mesta ruglið af öllu,“ bætti Neto við. Hann segir að heima í Brasilíu viti enginn hver Martinelli sé. „Martinelli skorar fimm mörk á tímabili og ef hann labbar um hérna þekkir hann enginn. Að taka ekki Gabigol sem skoraði sigurmarkið í úrslitaleik Copa Libertadores og var með 29 mörk á tímabilinu. Hvað hefur Martinelli gert í evrópskum bolta? Arsenal er ekki einu sinni í Meistaradeild Evrópu. Þetta er skandall!“ Hinn 26 ára Gabigol hefur skorað grimmt fyrir Flamengo undanfarin ár eftir misheppnaða dvöl hjá Inter á Ítalíu. Hann hefur leikið átján landsleiki og skorað fimm mörk. Martinelli lék sinn fyrsta landsleik fyrr á þessu ári og hefur síðan bætt tveimur við. Hann hefur skorað fimm mörk í átján leikjum fyrir Arsenal í öllum keppnum á tímabilinu.
HM 2022 í Katar Enski boltinn Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn