Fyrir tæpri viku síðan birti hinn 35 ára gamli Piqué tilfinningaþrungna færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann tilkynnti að ferli sínum sem atvinnumaður í fótbolta væri á enda kominn.
Hann var í byrjunarliði Barcelona í 2-0 sigrinum á Almería um liðna helgi og átti það að vera hans síðasti leikur á ferlinum. Það kom því mörgum að óvörum þegar leikmannahópur Börsunga fyrir leikinn gegn Osasuna var tilkynntur. Þar var Piqué nefnilega á bekknum.
Börsungar áttu erfitt uppdráttar og voru marki undir þegar Robert Lewandowski fékk sitt annað gula spjald eftir rúman hálftíma. Það var svo eftir að Gil Manzano, dómari leiksins, hafði flautað til loka fyrri hálfleiks sem Piqué hellti úr skálum reiði sinnar. Fékk Manzano að heyra það út á velli sem og þegar komið var inn í göngin sem leiða að búningsherbergjum leikmanna og dómara.
„Þú ert dómarinn sem hefur farið hvað verst með okkur í gegnum árin - alltaf, alltaf, alltaf. Það er synd og skömm. Ég skít á vændiskonuna sem móðir þín er. Þú ert til skammar, farðu til fjandans,“ á Piqué að hafa sagt og fengið rauða spjaldið að launum í kjölfarið.
Gerard Piqué to Gil Manzano:
— infosfcb (@infosfcb) November 9, 2022
You are the referee who has f cked us over the most over the years always, always, always.
It s a f cking shame, I shit on your wh re mother.
You are a f cking disgrace, go f ck yourself. pic.twitter.com/n2Ub5luu2f
Sid Lowe, blaðamaður á The Guardian, tekur undir þetta en hann fjallar eingöngu um La Liga. Hann greindi frá atvikinu á Twitter síðu sinni. Einnig útskýrði hann að fúkyrði tengd hægðum væru nokkuð algeng á Spáni.
We could do a whole (very colourful and amusing) thread on things Spanish swearing makes you defecate on. I reckon the milk, the consecrated bread and your molars are possibly the best.
— Sid Lowe (@sidlowe) November 9, 2022
Piqué skilur við uppeldisfélag sitt Barcelona í toppsæti La Liga með fimm stiga forskot á Spánarmeistara Real Madríd sem eiga þó leik til góða.