KSÍ setti sig loks í samband við Margréti Láru: „Því miður er ég ekki einsdæmi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. nóvember 2022 13:47 Margrét Lára Viðarsdóttir í einum af 124 landsleikjum sínum. getty/Filipe Farinha Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, segir að framkvæmdastjóri KSÍ, Klara Bjartmarz, hafi sett sig í samband við sig í morgun. Í færslu á Instagram í gær gagnrýndi Dagný Brynjarsdóttir KSÍ fyrir skort á veitingu viðurkenninga til hennar og Glódísar Perlu Viggósdóttur í tilefni af því að þær hafa leikið hundrað landsleiki fyrir Íslands hönd. Fyrr um daginn hafði Aron Einar Gunnarsson leikið sinn hundraðasta landsleik og fyrir það fékk hann merkta treyju. Í kjölfar gagnrýni Dagnýjar greindi Margrét Lára frá því að hún hefði ekki fengið tækifæri til að kveðja stuðningsmenn landsliðsins almennilega. „Ætli sé verið að bíða eftir að ég taki fram skóna aftur? spyr Margrét Lára og bætir við að henni finnist frábært að strákarnir fái vðurkenningar. „Plís ekki hætta því, gerum bara betur við ALLA“ Margrét Lára var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún sagði frá því að KSÍ hefði haft samband við sig í morgun. „Ég hef allavega átt ágætis samtöl í bítið, mjög þörf samtöl en fyrir mitt leyti hefði þau átt að eiga sér stað fyrir nokkru síðan,“ sagði Margrét Lára sem skoraði 79 mörk í 124 landsleikjum áður en hún lagði skóna á hilluna haustið 2019. Vantar verkferla „Ég átta mig á að í mínu tilfelli skall Covid á og svo urðu formannsskipti og KSÍ hefur háð ýmsar baráttur og kannski ekki efst á baugi að kveðja leikmenn sem hafa, innan gæsalappa, starfað fyrir sambandið í mörg ár. Því miður er ég ekki einsdæmi og þetta eru ekki bara konur. Ég veit um karlmenn sem hafa ekki verið kvaddir sem mér finnst að eigi að vera viðeigandi. Það vantar einhverja verkferla í þessu.“ Margrét Lára bendir á að kveðjustundin snúist ekki bara um að stuðningsmenn fái tækifæri til að kveðja viðkomandi leikmann heldur einnig öfugt; að leikmaðurinn geti þakkað fyrir stuðninginn í gegnum árin. Að sögn Margrétar Láru var hún heiðruð þegar hún lék sinn hundraðasta landsleik 2015, ekki þó með treyju enda sé sú hefð tiltölulega nýtilkomin. Sárt að fá ekki samtalið Margrét Lára segist hafa komið athugasemdum sínum um skort á viðurkenningu áleiðis til KSÍ en ekki fengið nein viðbrögð. „Mitt fyrsta mál var ekki að fara með þetta í fjölmiðla. Þetta var komið inn á borð KSÍ en ég hafði ekki fengið nein viðbrögð. Mér fannst það svolítið sárt, að fá ekki samtalið,“ sagði Margrét Lára sem veit þó ekki hvort mál hennar fór allavega inn á borð formanns KSÍ, Vöndu Sigurgeirsdóttur. Margrét Lára vonast til að svona lagað komi ekki aftur fyrir í framtíðinni og að leikmenn verði heiðraðir með viðeigandi hætti. „Mitt augnablik er farið en mér finnst mikilvægt að stelpur og strákar framtíðarinnar sem munu spila í okkar frábæru landsliðstreyju fái viðeigandi kveðjustund,“ sagði Margrét Lára. Hún segir að Klara hafi slegið á þráðinn til sín í morgun og vel hafi farið á með þeim. Hlusta má á viðtalið við Margréti Láru í Bítinu í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. KSÍ Landslið kvenna í fótbolta Landslið karla í fótbolta Bítið Tengdar fréttir Guðbjörg fær loksins styttuna í jólagjöf Enn bætist í hóp landsliðskvenna sem gagnrýna Knattspyrnusamband Íslands fyrir skort á viðurkenningu í þeirra garð, eftir að Aron Einar Gunnarsson var heiðraður með sérstakri treyju eftir hundraðasta landsleik sinn í gær. 7. nóvember 2022 10:03 Mest lesið Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Sjá meira
Í færslu á Instagram í gær gagnrýndi Dagný Brynjarsdóttir KSÍ fyrir skort á veitingu viðurkenninga til hennar og Glódísar Perlu Viggósdóttur í tilefni af því að þær hafa leikið hundrað landsleiki fyrir Íslands hönd. Fyrr um daginn hafði Aron Einar Gunnarsson leikið sinn hundraðasta landsleik og fyrir það fékk hann merkta treyju. Í kjölfar gagnrýni Dagnýjar greindi Margrét Lára frá því að hún hefði ekki fengið tækifæri til að kveðja stuðningsmenn landsliðsins almennilega. „Ætli sé verið að bíða eftir að ég taki fram skóna aftur? spyr Margrét Lára og bætir við að henni finnist frábært að strákarnir fái vðurkenningar. „Plís ekki hætta því, gerum bara betur við ALLA“ Margrét Lára var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún sagði frá því að KSÍ hefði haft samband við sig í morgun. „Ég hef allavega átt ágætis samtöl í bítið, mjög þörf samtöl en fyrir mitt leyti hefði þau átt að eiga sér stað fyrir nokkru síðan,“ sagði Margrét Lára sem skoraði 79 mörk í 124 landsleikjum áður en hún lagði skóna á hilluna haustið 2019. Vantar verkferla „Ég átta mig á að í mínu tilfelli skall Covid á og svo urðu formannsskipti og KSÍ hefur háð ýmsar baráttur og kannski ekki efst á baugi að kveðja leikmenn sem hafa, innan gæsalappa, starfað fyrir sambandið í mörg ár. Því miður er ég ekki einsdæmi og þetta eru ekki bara konur. Ég veit um karlmenn sem hafa ekki verið kvaddir sem mér finnst að eigi að vera viðeigandi. Það vantar einhverja verkferla í þessu.“ Margrét Lára bendir á að kveðjustundin snúist ekki bara um að stuðningsmenn fái tækifæri til að kveðja viðkomandi leikmann heldur einnig öfugt; að leikmaðurinn geti þakkað fyrir stuðninginn í gegnum árin. Að sögn Margrétar Láru var hún heiðruð þegar hún lék sinn hundraðasta landsleik 2015, ekki þó með treyju enda sé sú hefð tiltölulega nýtilkomin. Sárt að fá ekki samtalið Margrét Lára segist hafa komið athugasemdum sínum um skort á viðurkenningu áleiðis til KSÍ en ekki fengið nein viðbrögð. „Mitt fyrsta mál var ekki að fara með þetta í fjölmiðla. Þetta var komið inn á borð KSÍ en ég hafði ekki fengið nein viðbrögð. Mér fannst það svolítið sárt, að fá ekki samtalið,“ sagði Margrét Lára sem veit þó ekki hvort mál hennar fór allavega inn á borð formanns KSÍ, Vöndu Sigurgeirsdóttur. Margrét Lára vonast til að svona lagað komi ekki aftur fyrir í framtíðinni og að leikmenn verði heiðraðir með viðeigandi hætti. „Mitt augnablik er farið en mér finnst mikilvægt að stelpur og strákar framtíðarinnar sem munu spila í okkar frábæru landsliðstreyju fái viðeigandi kveðjustund,“ sagði Margrét Lára. Hún segir að Klara hafi slegið á þráðinn til sín í morgun og vel hafi farið á með þeim. Hlusta má á viðtalið við Margréti Láru í Bítinu í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
KSÍ Landslið kvenna í fótbolta Landslið karla í fótbolta Bítið Tengdar fréttir Guðbjörg fær loksins styttuna í jólagjöf Enn bætist í hóp landsliðskvenna sem gagnrýna Knattspyrnusamband Íslands fyrir skort á viðurkenningu í þeirra garð, eftir að Aron Einar Gunnarsson var heiðraður með sérstakri treyju eftir hundraðasta landsleik sinn í gær. 7. nóvember 2022 10:03 Mest lesið Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Sjá meira
Guðbjörg fær loksins styttuna í jólagjöf Enn bætist í hóp landsliðskvenna sem gagnrýna Knattspyrnusamband Íslands fyrir skort á viðurkenningu í þeirra garð, eftir að Aron Einar Gunnarsson var heiðraður með sérstakri treyju eftir hundraðasta landsleik sinn í gær. 7. nóvember 2022 10:03
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn