KSÍ setti sig loks í samband við Margréti Láru: „Því miður er ég ekki einsdæmi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. nóvember 2022 13:47 Margrét Lára Viðarsdóttir í einum af 124 landsleikjum sínum. getty/Filipe Farinha Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, segir að framkvæmdastjóri KSÍ, Klara Bjartmarz, hafi sett sig í samband við sig í morgun. Í færslu á Instagram í gær gagnrýndi Dagný Brynjarsdóttir KSÍ fyrir skort á veitingu viðurkenninga til hennar og Glódísar Perlu Viggósdóttur í tilefni af því að þær hafa leikið hundrað landsleiki fyrir Íslands hönd. Fyrr um daginn hafði Aron Einar Gunnarsson leikið sinn hundraðasta landsleik og fyrir það fékk hann merkta treyju. Í kjölfar gagnrýni Dagnýjar greindi Margrét Lára frá því að hún hefði ekki fengið tækifæri til að kveðja stuðningsmenn landsliðsins almennilega. „Ætli sé verið að bíða eftir að ég taki fram skóna aftur? spyr Margrét Lára og bætir við að henni finnist frábært að strákarnir fái vðurkenningar. „Plís ekki hætta því, gerum bara betur við ALLA“ Margrét Lára var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún sagði frá því að KSÍ hefði haft samband við sig í morgun. „Ég hef allavega átt ágætis samtöl í bítið, mjög þörf samtöl en fyrir mitt leyti hefði þau átt að eiga sér stað fyrir nokkru síðan,“ sagði Margrét Lára sem skoraði 79 mörk í 124 landsleikjum áður en hún lagði skóna á hilluna haustið 2019. Vantar verkferla „Ég átta mig á að í mínu tilfelli skall Covid á og svo urðu formannsskipti og KSÍ hefur háð ýmsar baráttur og kannski ekki efst á baugi að kveðja leikmenn sem hafa, innan gæsalappa, starfað fyrir sambandið í mörg ár. Því miður er ég ekki einsdæmi og þetta eru ekki bara konur. Ég veit um karlmenn sem hafa ekki verið kvaddir sem mér finnst að eigi að vera viðeigandi. Það vantar einhverja verkferla í þessu.“ Margrét Lára bendir á að kveðjustundin snúist ekki bara um að stuðningsmenn fái tækifæri til að kveðja viðkomandi leikmann heldur einnig öfugt; að leikmaðurinn geti þakkað fyrir stuðninginn í gegnum árin. Að sögn Margrétar Láru var hún heiðruð þegar hún lék sinn hundraðasta landsleik 2015, ekki þó með treyju enda sé sú hefð tiltölulega nýtilkomin. Sárt að fá ekki samtalið Margrét Lára segist hafa komið athugasemdum sínum um skort á viðurkenningu áleiðis til KSÍ en ekki fengið nein viðbrögð. „Mitt fyrsta mál var ekki að fara með þetta í fjölmiðla. Þetta var komið inn á borð KSÍ en ég hafði ekki fengið nein viðbrögð. Mér fannst það svolítið sárt, að fá ekki samtalið,“ sagði Margrét Lára sem veit þó ekki hvort mál hennar fór allavega inn á borð formanns KSÍ, Vöndu Sigurgeirsdóttur. Margrét Lára vonast til að svona lagað komi ekki aftur fyrir í framtíðinni og að leikmenn verði heiðraðir með viðeigandi hætti. „Mitt augnablik er farið en mér finnst mikilvægt að stelpur og strákar framtíðarinnar sem munu spila í okkar frábæru landsliðstreyju fái viðeigandi kveðjustund,“ sagði Margrét Lára. Hún segir að Klara hafi slegið á þráðinn til sín í morgun og vel hafi farið á með þeim. Hlusta má á viðtalið við Margréti Láru í Bítinu í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. KSÍ Landslið kvenna í fótbolta Landslið karla í fótbolta Bítið Tengdar fréttir Guðbjörg fær loksins styttuna í jólagjöf Enn bætist í hóp landsliðskvenna sem gagnrýna Knattspyrnusamband Íslands fyrir skort á viðurkenningu í þeirra garð, eftir að Aron Einar Gunnarsson var heiðraður með sérstakri treyju eftir hundraðasta landsleik sinn í gær. 7. nóvember 2022 10:03 Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Fleiri fréttir Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Sjá meira
Í færslu á Instagram í gær gagnrýndi Dagný Brynjarsdóttir KSÍ fyrir skort á veitingu viðurkenninga til hennar og Glódísar Perlu Viggósdóttur í tilefni af því að þær hafa leikið hundrað landsleiki fyrir Íslands hönd. Fyrr um daginn hafði Aron Einar Gunnarsson leikið sinn hundraðasta landsleik og fyrir það fékk hann merkta treyju. Í kjölfar gagnrýni Dagnýjar greindi Margrét Lára frá því að hún hefði ekki fengið tækifæri til að kveðja stuðningsmenn landsliðsins almennilega. „Ætli sé verið að bíða eftir að ég taki fram skóna aftur? spyr Margrét Lára og bætir við að henni finnist frábært að strákarnir fái vðurkenningar. „Plís ekki hætta því, gerum bara betur við ALLA“ Margrét Lára var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún sagði frá því að KSÍ hefði haft samband við sig í morgun. „Ég hef allavega átt ágætis samtöl í bítið, mjög þörf samtöl en fyrir mitt leyti hefði þau átt að eiga sér stað fyrir nokkru síðan,“ sagði Margrét Lára sem skoraði 79 mörk í 124 landsleikjum áður en hún lagði skóna á hilluna haustið 2019. Vantar verkferla „Ég átta mig á að í mínu tilfelli skall Covid á og svo urðu formannsskipti og KSÍ hefur háð ýmsar baráttur og kannski ekki efst á baugi að kveðja leikmenn sem hafa, innan gæsalappa, starfað fyrir sambandið í mörg ár. Því miður er ég ekki einsdæmi og þetta eru ekki bara konur. Ég veit um karlmenn sem hafa ekki verið kvaddir sem mér finnst að eigi að vera viðeigandi. Það vantar einhverja verkferla í þessu.“ Margrét Lára bendir á að kveðjustundin snúist ekki bara um að stuðningsmenn fái tækifæri til að kveðja viðkomandi leikmann heldur einnig öfugt; að leikmaðurinn geti þakkað fyrir stuðninginn í gegnum árin. Að sögn Margrétar Láru var hún heiðruð þegar hún lék sinn hundraðasta landsleik 2015, ekki þó með treyju enda sé sú hefð tiltölulega nýtilkomin. Sárt að fá ekki samtalið Margrét Lára segist hafa komið athugasemdum sínum um skort á viðurkenningu áleiðis til KSÍ en ekki fengið nein viðbrögð. „Mitt fyrsta mál var ekki að fara með þetta í fjölmiðla. Þetta var komið inn á borð KSÍ en ég hafði ekki fengið nein viðbrögð. Mér fannst það svolítið sárt, að fá ekki samtalið,“ sagði Margrét Lára sem veit þó ekki hvort mál hennar fór allavega inn á borð formanns KSÍ, Vöndu Sigurgeirsdóttur. Margrét Lára vonast til að svona lagað komi ekki aftur fyrir í framtíðinni og að leikmenn verði heiðraðir með viðeigandi hætti. „Mitt augnablik er farið en mér finnst mikilvægt að stelpur og strákar framtíðarinnar sem munu spila í okkar frábæru landsliðstreyju fái viðeigandi kveðjustund,“ sagði Margrét Lára. Hún segir að Klara hafi slegið á þráðinn til sín í morgun og vel hafi farið á með þeim. Hlusta má á viðtalið við Margréti Láru í Bítinu í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
KSÍ Landslið kvenna í fótbolta Landslið karla í fótbolta Bítið Tengdar fréttir Guðbjörg fær loksins styttuna í jólagjöf Enn bætist í hóp landsliðskvenna sem gagnrýna Knattspyrnusamband Íslands fyrir skort á viðurkenningu í þeirra garð, eftir að Aron Einar Gunnarsson var heiðraður með sérstakri treyju eftir hundraðasta landsleik sinn í gær. 7. nóvember 2022 10:03 Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Fleiri fréttir Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Sjá meira
Guðbjörg fær loksins styttuna í jólagjöf Enn bætist í hóp landsliðskvenna sem gagnrýna Knattspyrnusamband Íslands fyrir skort á viðurkenningu í þeirra garð, eftir að Aron Einar Gunnarsson var heiðraður með sérstakri treyju eftir hundraðasta landsleik sinn í gær. 7. nóvember 2022 10:03
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn