Stærðfræðikunnáttan klikkaði hjá Guardiola í viðtali eftir sigurinn gegn Fulham Smári Jökull Jónsson skrifar 6. nóvember 2022 22:30 Guardiola fagnar með Erling Haaland eftir leikinn gegn Fulham í gær. Vísir/Getty Erling Braut Haaland tryggði Manchester City sigur gegn Fulham í gær með marki úr vítaspyrnu undir lok leiksins. Pep Guardiola klikkaði aðeins á stærðfræðinni í viðtali eftir leik. Mark Haalands kom í uppbótartíma leiksins í gær en þá skoraði hann úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að Kevin De Bruyne féll frekar auðveldlega í teig Fulham. Haaland sagði í viðtali eftir leikinn að hann hafi sjaldan í lífinu verið jafn stressaður og þegar hann stillti boltanum upp á vítapunktinum. „Vítaspyrna á síðustu mínútunni? Að sjálfsögðu er ég stressaður,“ sagði Norðmaðurinn í samtali við BBC eftir leikinn í gær. „Þetta snerist um að komast í gegnum þetta almennilega og ég gerði það. Það var frábær tilfinning að skora. Ég var búinn að vera meiddur í viku og sigurinn var mjög mikilvægur fyrir okkur.“ Erling Haaland og Pep Guardiola voru ánægðir í leikslok enda fór Manchester City í efsta sæti deildarinnar þó svo að Arsenal hafi hirt það af þeim í dag á nýjan leik.Vísir/Getty Bernd Leno, markvörður Fulham, var ekki langt frá því að verja spyrnu Haaland og var í boltanum sem fór þó í netið enda skot Norðmannsins nokkuð fast. „Mér er sama hvernig hann fór inn, þetta snýst að koma boltanum inn. Þetta var frábær tilfinning. Fyrir mér snerist þetta um að koma inn á völlinn með orku og reyna að skora vegna þess að þessi þrjú stig eru mjög mikilvæg. Þetta var spurning um að ná þessu og við gerðum það,“ bætti Haaland við en hann kom inn sem varamaður í leiknum. „75/30? Ég er ekki snillingur“ Pep Guardiola segist skilja að Haaland hafi verið stressaður að taka vítaspyrnuna. Stærðfræðikunnátta Guardiola brást honum þó eitthvað þegar hann reyndi að útskýra hvernig þetta gerðist allt saman. „Það leið langur tími áður en hann gat sett boltann niður og tekið vítaspyrnuna. Þá færðu mikinn tíma til þess að hugsa,“ sagði Guardiola við BBC eftir leik. „Vítaspyrnan var ekki sú besta sem ég hef séð en hann skaut fast. Þegar þú skýtur laust í annað hornið þá er 50/50 líkur á því hvort spyrnan verður varin. Ef þú skýtur fast þá er það 75/30, nei afsakið 75/15. Stærðfræði, ég er enginn snillingur,“ sagði Spánverjinn og þarf greinilega eitthvað að rifja upp líkindareikninginn hjá sér. Enski boltinn Tengdar fréttir Haaland kom inn af bekknum og tryggði City sigur á lokasekúndunum Erling Braut Haaland tryggði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni þegar hann skoraði úr vítaspyrnu á lokasekúndum leiksins gegn Fulham. City fer þar með í efsta sæti deildarinnar en Arsenal getur náð því á ný með sigri á morgun. 5. nóvember 2022 17:15 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira
Mark Haalands kom í uppbótartíma leiksins í gær en þá skoraði hann úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að Kevin De Bruyne féll frekar auðveldlega í teig Fulham. Haaland sagði í viðtali eftir leikinn að hann hafi sjaldan í lífinu verið jafn stressaður og þegar hann stillti boltanum upp á vítapunktinum. „Vítaspyrna á síðustu mínútunni? Að sjálfsögðu er ég stressaður,“ sagði Norðmaðurinn í samtali við BBC eftir leikinn í gær. „Þetta snerist um að komast í gegnum þetta almennilega og ég gerði það. Það var frábær tilfinning að skora. Ég var búinn að vera meiddur í viku og sigurinn var mjög mikilvægur fyrir okkur.“ Erling Haaland og Pep Guardiola voru ánægðir í leikslok enda fór Manchester City í efsta sæti deildarinnar þó svo að Arsenal hafi hirt það af þeim í dag á nýjan leik.Vísir/Getty Bernd Leno, markvörður Fulham, var ekki langt frá því að verja spyrnu Haaland og var í boltanum sem fór þó í netið enda skot Norðmannsins nokkuð fast. „Mér er sama hvernig hann fór inn, þetta snýst að koma boltanum inn. Þetta var frábær tilfinning. Fyrir mér snerist þetta um að koma inn á völlinn með orku og reyna að skora vegna þess að þessi þrjú stig eru mjög mikilvæg. Þetta var spurning um að ná þessu og við gerðum það,“ bætti Haaland við en hann kom inn sem varamaður í leiknum. „75/30? Ég er ekki snillingur“ Pep Guardiola segist skilja að Haaland hafi verið stressaður að taka vítaspyrnuna. Stærðfræðikunnátta Guardiola brást honum þó eitthvað þegar hann reyndi að útskýra hvernig þetta gerðist allt saman. „Það leið langur tími áður en hann gat sett boltann niður og tekið vítaspyrnuna. Þá færðu mikinn tíma til þess að hugsa,“ sagði Guardiola við BBC eftir leik. „Vítaspyrnan var ekki sú besta sem ég hef séð en hann skaut fast. Þegar þú skýtur laust í annað hornið þá er 50/50 líkur á því hvort spyrnan verður varin. Ef þú skýtur fast þá er það 75/30, nei afsakið 75/15. Stærðfræði, ég er enginn snillingur,“ sagði Spánverjinn og þarf greinilega eitthvað að rifja upp líkindareikninginn hjá sér.
Enski boltinn Tengdar fréttir Haaland kom inn af bekknum og tryggði City sigur á lokasekúndunum Erling Braut Haaland tryggði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni þegar hann skoraði úr vítaspyrnu á lokasekúndum leiksins gegn Fulham. City fer þar með í efsta sæti deildarinnar en Arsenal getur náð því á ný með sigri á morgun. 5. nóvember 2022 17:15 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira
Haaland kom inn af bekknum og tryggði City sigur á lokasekúndunum Erling Braut Haaland tryggði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni þegar hann skoraði úr vítaspyrnu á lokasekúndum leiksins gegn Fulham. City fer þar með í efsta sæti deildarinnar en Arsenal getur náð því á ný með sigri á morgun. 5. nóvember 2022 17:15