Neyðaróp bárust klukkutímum fyrir hörmungarnar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 5. nóvember 2022 23:01 Fjöldi fólks syrgði látin ungmenni í Seúl í Suður-Kóreu í gær. Woohae Cho/Getty Images „Einhver á eftir að láta lífið,“ voru skilaboð sem bárust lögreglunni í Seúl í Suður-Kóreu mörgum klukkutímum áður en 156 létu lífið í troðningi á hrekkjavökuhátíð síðustu helgi. Fleiri símtöl bárust lögreglu sem loks gaf undan og sendi nokkra lögreglumenn á vettvang. En þá var það orðið of seint. Hátíðarhöld höfðu verið smærri í sniðum síðustu tvö ár vegna kórónuveirufaraldursins. Var þetta í fyrsta sem hátíðarhöld af þessari stærð fóru fram í langan tíma og höfðu tugir þúsunda komið saman í miðbæ borgarinnar. Lögreglan hefur til aðdraganda hörmunganna til rannsóknar en vitni segja að troðningurinn hafi hafist þegar fjöldi fólks safnaðist saman inni í húsasundi. Greint hefur verið frá því að húsasundið hafi verið um fjórir metrar á breidd, fjörutíu metra langt og hallað niður á við. Þar er fólkið sagt hafa dottið og ekki getað staðið upp á nýjan leik. Fjölmargir söfnuðust saman í húsasundinu í Itaewon.Chung Sung-Jun/Getty Images Gátu hvorki hreyft sig né andað Þeir sem féllu eru sagðir hafa hvorki getað hreyft sig né andað vegna þrengslanna í húsasundinu. Á meðan troðningnum stóð voru fleiri að reyna að troða sér inn í húsasundið, án þess að sjá að fólk hafði dottið framar í þrengslunum. Eins og fyrr segir bárust lögreglumönnum í borginni fjölmörg símtöl þar sem fólk lýsti yfir áhyggjum af aðstæðunum. Strax klukkan 16:00 að staðartíma lýsti bílastæðavörður aðstæðunum sem mjög slæmum. Fleiri lýstu yfir áhyggjum og klukkan 18:34 barst lögreglu fyrsta símtal af mörgum. „Þetta lítur ekki vel út, mér líður eins og fólk gæti troðist undir, ég komst varla undan sjálfur. Ég held að þið verðið að koma á vettvang, það eru einfaldlega allt of margir hérna,“ sagði maður í símtali við lögreglu. Fleiri lýstu sambærilegum aðstæðum í kjölfarið. Lögregla brást ekki hratt við. CNN greinir frá. Alls létu 159 lífið og fjölmargir slösuðust.Chung Sung-Jun/Getty Images Grátbað lögreglu um aðstoð Rétt eftir 20:30 barst lögreglu símtal þar sem viðmælandi grátbað lögreglu að mæta á staðinn. Troðningur færðist enda mikið í aukana milli átta og níu. Og áfram bættist í hópinn. Loks klukkan 21:30 bárust fregnir af því að einhver hafi látið lífið í troðningnum. Mikil skelfing greip um sig í kjölfarið. Sjúkraliðar reyndu að veita skyndihjálp sem reyndist torvelt vegna fólksfjöldans. Neyðarástandi var lýst yfir um miðnætti, þar sem fólk var beðið um að fara ekki inn í Itaewon, hverfið þar sem troðningurinn átti sér stað. Sjúkrahús í borginni voru í viðbragðsstöðu. Skömmu eftir miðnætti, klukkan 00:30, fóru myndbönd af líkpokum og sjúkraliðum á vettvangi í dreifingu á samfélagsmiðlum. Yfirvöld sögðu að minnst 59 væru látnir klukkan 01:00 og að fjölda væri saknað. Yfirvöld í Seúl viðurkenndu mistök í vikunni og sögðu að ráðstafanir og skipulag alls ekki hafa verið fullnægjandi. Ríkisstjórn landsins muni gera allt til að koma í veg fyrir að sambærilegar hörmungar endurtaki sig og að yfirvöld hafi átt að bregðast fyrr við. Mikill meirihluta þeirra sem létust í troðningnum voru ungt fólk og hafa aðstandendur syrgt látin ungmenni á samfélagsmiðlum. Slysið er það annað mannskæðasta sem orðið hefur í sögu Suður-Kóreu. Hér að neðan er ítarleg sjónvarpsfrétt CNN um málið. Suður-Kórea Hrekkjavaka Tengdar fréttir Viðurkenna mistök sín í kjölfar hrekkjavökuhörmunga Yfirvöld í Seúl hafa viðurkennt mistök sín hvað varðar fjöldastjórnun í kjölfar hrekkjavökuhörmunga í Itaewon-hverfi borgarinnar. Fjöldi látinna hefur hækkað og eru 156 nú sagðir látnir eftir slysið. 2. nóvember 2022 21:42 Féllu hvert um annað og gátu ekki staðið upp Tala látinna í Seoul í Suður-Kóreu er komin í 153 eftir gífurlegan troðning á hrekkjavökuhátíð í gær. Var þetta í fyrsta sem hátíðarhöld sem þessi fóru fram frá því fyrir tíma Covid og höfðu tugir þúsunda komið saman í miðbæ borgarinnar. 30. október 2022 10:21 Fjöldi látinna í Seúl heldur áfram að hækka Að minnsta kosti 149 eru látin og 150 slösuð eftir að mikill troðningur varð á hrekkjavökufagnaði í Itaewon-hverfi Seúl í Suður-Kóreu í dag. Fyrr í dag greindu miðlar frá því að fimmtíu manns hefðu farið í hjartastopp á viðburðinum. Nærri tvö þúsund viðbragðsaðilar eru sagðir á svæðinu. 29. október 2022 23:34 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Hátíðarhöld höfðu verið smærri í sniðum síðustu tvö ár vegna kórónuveirufaraldursins. Var þetta í fyrsta sem hátíðarhöld af þessari stærð fóru fram í langan tíma og höfðu tugir þúsunda komið saman í miðbæ borgarinnar. Lögreglan hefur til aðdraganda hörmunganna til rannsóknar en vitni segja að troðningurinn hafi hafist þegar fjöldi fólks safnaðist saman inni í húsasundi. Greint hefur verið frá því að húsasundið hafi verið um fjórir metrar á breidd, fjörutíu metra langt og hallað niður á við. Þar er fólkið sagt hafa dottið og ekki getað staðið upp á nýjan leik. Fjölmargir söfnuðust saman í húsasundinu í Itaewon.Chung Sung-Jun/Getty Images Gátu hvorki hreyft sig né andað Þeir sem féllu eru sagðir hafa hvorki getað hreyft sig né andað vegna þrengslanna í húsasundinu. Á meðan troðningnum stóð voru fleiri að reyna að troða sér inn í húsasundið, án þess að sjá að fólk hafði dottið framar í þrengslunum. Eins og fyrr segir bárust lögreglumönnum í borginni fjölmörg símtöl þar sem fólk lýsti yfir áhyggjum af aðstæðunum. Strax klukkan 16:00 að staðartíma lýsti bílastæðavörður aðstæðunum sem mjög slæmum. Fleiri lýstu yfir áhyggjum og klukkan 18:34 barst lögreglu fyrsta símtal af mörgum. „Þetta lítur ekki vel út, mér líður eins og fólk gæti troðist undir, ég komst varla undan sjálfur. Ég held að þið verðið að koma á vettvang, það eru einfaldlega allt of margir hérna,“ sagði maður í símtali við lögreglu. Fleiri lýstu sambærilegum aðstæðum í kjölfarið. Lögregla brást ekki hratt við. CNN greinir frá. Alls létu 159 lífið og fjölmargir slösuðust.Chung Sung-Jun/Getty Images Grátbað lögreglu um aðstoð Rétt eftir 20:30 barst lögreglu símtal þar sem viðmælandi grátbað lögreglu að mæta á staðinn. Troðningur færðist enda mikið í aukana milli átta og níu. Og áfram bættist í hópinn. Loks klukkan 21:30 bárust fregnir af því að einhver hafi látið lífið í troðningnum. Mikil skelfing greip um sig í kjölfarið. Sjúkraliðar reyndu að veita skyndihjálp sem reyndist torvelt vegna fólksfjöldans. Neyðarástandi var lýst yfir um miðnætti, þar sem fólk var beðið um að fara ekki inn í Itaewon, hverfið þar sem troðningurinn átti sér stað. Sjúkrahús í borginni voru í viðbragðsstöðu. Skömmu eftir miðnætti, klukkan 00:30, fóru myndbönd af líkpokum og sjúkraliðum á vettvangi í dreifingu á samfélagsmiðlum. Yfirvöld sögðu að minnst 59 væru látnir klukkan 01:00 og að fjölda væri saknað. Yfirvöld í Seúl viðurkenndu mistök í vikunni og sögðu að ráðstafanir og skipulag alls ekki hafa verið fullnægjandi. Ríkisstjórn landsins muni gera allt til að koma í veg fyrir að sambærilegar hörmungar endurtaki sig og að yfirvöld hafi átt að bregðast fyrr við. Mikill meirihluta þeirra sem létust í troðningnum voru ungt fólk og hafa aðstandendur syrgt látin ungmenni á samfélagsmiðlum. Slysið er það annað mannskæðasta sem orðið hefur í sögu Suður-Kóreu. Hér að neðan er ítarleg sjónvarpsfrétt CNN um málið.
Suður-Kórea Hrekkjavaka Tengdar fréttir Viðurkenna mistök sín í kjölfar hrekkjavökuhörmunga Yfirvöld í Seúl hafa viðurkennt mistök sín hvað varðar fjöldastjórnun í kjölfar hrekkjavökuhörmunga í Itaewon-hverfi borgarinnar. Fjöldi látinna hefur hækkað og eru 156 nú sagðir látnir eftir slysið. 2. nóvember 2022 21:42 Féllu hvert um annað og gátu ekki staðið upp Tala látinna í Seoul í Suður-Kóreu er komin í 153 eftir gífurlegan troðning á hrekkjavökuhátíð í gær. Var þetta í fyrsta sem hátíðarhöld sem þessi fóru fram frá því fyrir tíma Covid og höfðu tugir þúsunda komið saman í miðbæ borgarinnar. 30. október 2022 10:21 Fjöldi látinna í Seúl heldur áfram að hækka Að minnsta kosti 149 eru látin og 150 slösuð eftir að mikill troðningur varð á hrekkjavökufagnaði í Itaewon-hverfi Seúl í Suður-Kóreu í dag. Fyrr í dag greindu miðlar frá því að fimmtíu manns hefðu farið í hjartastopp á viðburðinum. Nærri tvö þúsund viðbragðsaðilar eru sagðir á svæðinu. 29. október 2022 23:34 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Viðurkenna mistök sín í kjölfar hrekkjavökuhörmunga Yfirvöld í Seúl hafa viðurkennt mistök sín hvað varðar fjöldastjórnun í kjölfar hrekkjavökuhörmunga í Itaewon-hverfi borgarinnar. Fjöldi látinna hefur hækkað og eru 156 nú sagðir látnir eftir slysið. 2. nóvember 2022 21:42
Féllu hvert um annað og gátu ekki staðið upp Tala látinna í Seoul í Suður-Kóreu er komin í 153 eftir gífurlegan troðning á hrekkjavökuhátíð í gær. Var þetta í fyrsta sem hátíðarhöld sem þessi fóru fram frá því fyrir tíma Covid og höfðu tugir þúsunda komið saman í miðbæ borgarinnar. 30. október 2022 10:21
Fjöldi látinna í Seúl heldur áfram að hækka Að minnsta kosti 149 eru látin og 150 slösuð eftir að mikill troðningur varð á hrekkjavökufagnaði í Itaewon-hverfi Seúl í Suður-Kóreu í dag. Fyrr í dag greindu miðlar frá því að fimmtíu manns hefðu farið í hjartastopp á viðburðinum. Nærri tvö þúsund viðbragðsaðilar eru sagðir á svæðinu. 29. október 2022 23:34