Þú þarft að afstýra því að leyfa fólki sem skiptir þig engu máli í vinnunni hafa áhrif á þig. Það sama gildir um aðra hluti sem efla þig ekki. Ástæðan er sú að það eru margar ákvarðanatökur fram undan hjá þér. Vegna þess að ef þú leyfir það þá ertu á ferðalagi í lífinu sem hæfir þér ekki og gæti fyllt þig andleysi, þreytu og gert þig sljóan eða veikan. Þá er ég ekki viss um að þú verðir sáttur við sjálfan þig eða að þú fáir þá virðingu til þín sem byggir upp það sjálfstraust sem þú ert blessaður með.
Að sjálfsögðu átt þú eftir að vera við stýrið þegar þú hefur ákveðið að láta ekki þessa skjálfta ná inn í hjarta þitt. Þegar þú ert í raun og veru við stýrið, ekki farþegi sem flýtur bara með, þá nærðu stjórninni. Það munu engin vettlingatök duga, heldur þarftu að horfast í strax í augu við það sem stressar eða bælir þig niður og þá sérðu að þetta tímabil gefur þér þá liti sem þú vilt og jafnvel regnbogann sjálfan.
En þessu fylgja líka ákvarðanatökur, það er annaðhvort já eða nei við þeim hlutum sem eru að gerast í kringum þig. Því það er þannig að þegar þú tekur ákvörðun, þó hún sé erfið, þá fer hjarta þitt, sálin og hugurinn að færast til þeirra áttar, þótt hún sé erfið. Ef þú ert að hugsa um ástina þá þarftu einnig að taka sterka ákvörðun í sambandi við hana. Er þetta það sem þú vilt eða ætlar? Eða er þetta þráhyggja gagnvart einhverju sem er ekki gott fyrir þig? En þið sem eruð komin með goð eða gyðju við hlið ykkar, þá skuluð þið efla, bæta og styrkja það samband.
Knús og kossar, Sigga Kling