Lífið

Eva Ruza og Sy­camor­e Tree á góð­gerðar­við­burði fyrir Kvenna­at­hvarfið

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Frá Góðgerðarkvöldi sem haldið var í Gallerý Fold vegna listaverkauppboðs til styrktar nýju Kvennaathvarfi.
Frá Góðgerðarkvöldi sem haldið var í Gallerý Fold vegna listaverkauppboðs til styrktar nýju Kvennaathvarfi. Samsett

Nú er í fullum gangi landssöfnun þess að safna fyrir nýju og hentugra húsnæði fyrir Kvennaathvarfið í Reykjavík. Fimmtudaginn 10. nóvember verður sýndur söfnunarþáttur í opinni dagskrá á Stöð 2.

Kvennaathvarfið rekur tvö neyðarathvörf, í Reykjavík og á Akureyri. Í Reykjavík er starfsemin búin  að sprengja út frá sér.  Konur leita í Kvennaathvarfið í leit að stuðningi og öruggu skjóli. Þar dvelja konur sem verða fyrir ofbeldi í nánu sambandi og þeirra börn, sem þurfa tímabundið húsnæði. Einnig er Kvennaathvarfið með neyðarsíma og viðtalsþjónustu.  Allt er þetta konum að kostnaðarlausu. 

Haldinn var góðgerðarviðburður í Gallerý Fold í tengslum við landssöfnunina. Eins og fram hefur komið hér á Vísi hafa tugir listamanna gefið verk í söfnunina. Allur ágóði af sölu listaverkauppboðinu rennur beint til byggingar á nýju Kvennaathvarfi. Komu meðal annars fram Eva Ruza, Sycamore Tree og plötusnúðurinn Bogi Snær. 

Starfskonur Kvennaathvarfsins á viðburðinum. Laufey Brá Jónsdóttir, Brynhildur Jónsdóttir, Ísól Björk Karlsdóttir, Bergdís Ýr Guðmundsdóttir og Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra athvarfsins.Ingunn Mjöll Sigurðardóttir

Búið er að opna þrjú söfnunarnúmer fyrir nýju Kvennaathvarfi en einnig er hægt að styrkja málefnið með smærri og stærri fjárhæðum. 

  • 907-1010- 1.000 krónur
  • 907-1030 -3.000 krónur
  • 907-1050-5.000 krónur

Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög:

Kt. 410782 – 0229 -  Reikningsnúmer 515-14-7700

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá viðburðinum í Gallerý Fold. 

Eva Ruza var kynnir á viðburðinum.Ingunn Mjöll Sigurðardóttir
Sycamore tree komu fram.Ingunn Mjöll Sigurðardóttir
Linda Dröfn Gunnarsdóttir og Hulda Ragnheiður Árnadóttir ávörpuðu gesti.Ingunn Mjöll Sigurðardóttir
Ingunn Mjöll Sigurðardóttir
Ingunn Mjöll Sigurðardóttir
Ingunn Mjöll Sigurðardóttir
Ingunn Mjöll Sigurðardóttir
Ingunn Mjöll Sigurðardóttir
Ingunn Mjöll Sigurðardóttir

Hér fyrir neðan má sjá nokkur af þeim tugum verka sem eru á uppboðinu, sem verður opið til 13. nóvember. Nánari upplýsingar um verkin og listamennina má finna á síðu uppboðsins

Málverkauppboð KvennaathvarfiðVísir/Vilhelm
Málverkauppboð KvennaathvarfiðVísir/Vilhelm
Málverkauppboð KvennaathvarfiðVísir/Vilhelm
Málverkauppboð KvennaathvarfiðVísir/Vilhelm
Málverkauppboð KvennaathvarfiðVísir/Vilhelm
Málverkauppboð KvennaathvarfiðVísir/Vilhelm
Málverkauppboð KvennaathvarfiðVísir/Vilhelm
Málverkauppboð KvennaathvarfiðVísir/Vilhelm
Málverkauppboð KvennaathvarfiðVísir/Vilhelm
Málverkauppboð KvennaathvarfiðVísir/Vilhelm
Málverkauppboð KvennaathvarfiðVísir/Vilhelm

Tengdar fréttir

Listaverkauppboð til styrktar Kvennaathvarfinu komið í loftið

Listaverkauppboð til styrktar Kvennaathvarfinu hófst í dag en uppboðið er haldið í samvinnu við Gallerí Fold og Vísi. Má þar finna verk eftir okkar fremsta listafólk sem gaf málverk til málefnisins ásamt hópi einstaklinga sem gaf verk úr einkasafni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.