Launahæsti markmaður heims en gæti samþykkt launalækkun Smári Jökull Jónsson skrifar 2. nóvember 2022 18:01 Samningur David De Gea rennur út næsta sumar. Vísir/AP Samningur David De Gea hjá Manchester United rennur út næsta sumar. Spánverjinn er launahæsti markvörður í heimi og gæti þurft að taka á sig launalækkun vilji hann fá áframhaldandi samning. De Gea þénar rúmlega sextíu milljónir íslenskra króna á viku sem er meira en tvöfalt meira en það sem kollegi hans Alisson Becker fær í laun hjá Liverpool. Þrátt fyrir ágæta spilamennsku undanfarið þá hafa stuðningsmenn United ekki alltaf verið á eitt sáttir með De Gea og efasemdaraddir heyrst hvort rétt væri að bjóða De Gea framlengingu á samningi. Samkvæmt The Athletic er Spánverjinn þó tilbúinn að leggja sitt af mörkum til að framlengingin verði að veruleika. Miðillinn greinir frá því að De Gea vilji spila áfram á Old Trafford og sé tilbúinn að taka á sig launalækkun í nýjum samningi. Manchester United gæti nýtt sér klásúlu í samningi De Gea sem gerir félaginu kleift að framlengja samningnum um eitt ár en fréttir hafa borist af því að United muni aðeins nýta sér þá klásúlu ef þeim tekst ekki að finna öflugan eftirmann hins 31 árs gamla De Gea. Erik Ten Hag, þjálfari Manchester United, segir að viðræður við De Gea muni fara fram þegar enska deildin fer í hlé á meðan heimsmeistaramótið í Qatar fer fram. Ólíklegt er talið að De Gea verði í spænska landsliðshópnum á mótinu. „Við munum fyrst einbeita okkur að leikjunum sem framundan eru. Þegar þessum hluta mótsins er lokið er komið að HM og þá munum við skoða hans mál. Bakvið tjöldin erum við með áætlun í gangi, sú áætlun er á hreinu eins og ég hef greint frá áður,“ sagði Ten Hag. David De Gea hefur leikið með Manchester United síðan 2011, leikið rúmlega fimmhundruð leiki fyrir félagið og verið valinn leikmaður ársins hjá United alls fjórum sinnum. Enski boltinn Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Sjá meira
De Gea þénar rúmlega sextíu milljónir íslenskra króna á viku sem er meira en tvöfalt meira en það sem kollegi hans Alisson Becker fær í laun hjá Liverpool. Þrátt fyrir ágæta spilamennsku undanfarið þá hafa stuðningsmenn United ekki alltaf verið á eitt sáttir með De Gea og efasemdaraddir heyrst hvort rétt væri að bjóða De Gea framlengingu á samningi. Samkvæmt The Athletic er Spánverjinn þó tilbúinn að leggja sitt af mörkum til að framlengingin verði að veruleika. Miðillinn greinir frá því að De Gea vilji spila áfram á Old Trafford og sé tilbúinn að taka á sig launalækkun í nýjum samningi. Manchester United gæti nýtt sér klásúlu í samningi De Gea sem gerir félaginu kleift að framlengja samningnum um eitt ár en fréttir hafa borist af því að United muni aðeins nýta sér þá klásúlu ef þeim tekst ekki að finna öflugan eftirmann hins 31 árs gamla De Gea. Erik Ten Hag, þjálfari Manchester United, segir að viðræður við De Gea muni fara fram þegar enska deildin fer í hlé á meðan heimsmeistaramótið í Qatar fer fram. Ólíklegt er talið að De Gea verði í spænska landsliðshópnum á mótinu. „Við munum fyrst einbeita okkur að leikjunum sem framundan eru. Þegar þessum hluta mótsins er lokið er komið að HM og þá munum við skoða hans mál. Bakvið tjöldin erum við með áætlun í gangi, sú áætlun er á hreinu eins og ég hef greint frá áður,“ sagði Ten Hag. David De Gea hefur leikið með Manchester United síðan 2011, leikið rúmlega fimmhundruð leiki fyrir félagið og verið valinn leikmaður ársins hjá United alls fjórum sinnum.
Enski boltinn Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Sjá meira