„Hvorug glöð en bæði falleg“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 1. nóvember 2022 09:01 Kári Egilsson var að senda frá sér sína fyrstu smáskífu. Vísir/Vilhelm Tvítugi tónlistarmaðurinn Kári Egilsson byrjaði í tónlist sjö ára gamall og hefur farið í ýmsar áttir síðan þá í ævintýralegum heimi tónlistarinnar. Hann var að senda frá sér sína fyrstu smáskífu sem heitir Something Better/Moonbeams og er hluti af væntanlegri plötu sem kemur út í janúar. Tónlistarmannanafn hans er KÁRI og er tónlistinni lýst sem aðgengilegu og melódísku poppi í vönduðum og fjölbreyttum útsendingum. Kári byrjaði tónlistarferil sinn á píanónámi sem hófst í klassíkinni en hefur fært sig út í bæði djass og popp. Kári byrjaði að læra á píanó þegar hann var sjö ára gamall.Saga Sig „Something Better er notalegt lag undir léttum bossa nova áhrifum og Moonbeams er angurvær ballaða,“ segir í fréttatilkynningu. Blaðamaður tók púlsinn á Kára. „Lögin eru samin á Covid tímanum og eru innhverf,“ segir Kári og bætir við: „Þau eru hvorug glöð en bæði falleg.“ Hann hefur unnið hörðum höndum að plötunni en þar er að finna ólíka tónlistarstíla. „Platan er fjölbreytt, hún fer um víðan völl og snertir á alls konar mismunandi tónlistarstílum. Í kjarnann er þetta popp en hún fer líka í rokk, soul, r&b og fleira.“ Kári ætlar að gera eins góða tónlist og hann getur.Vísir/Vilhelm Aðspurður hvert hann stefni í heimi tónlistarinnar segir Kári að lokum: „Ég ætla að gera eins góða tónlist og ég get og vona að fólk kveiki á því.“ Hér má heyra lögin: Kári semur lög og texta, syngur, spilar á hljómborð og útsetur fyrir strengi og lúðra. Upptökustjóri er Albert Finnbogason, sem einnig spilar á gítar og bassa í mörgum lögum. Í Moonbeams má heyra Gyðu Valtýsdóttir á selló og Magnús Trygvason Eliassen á trommur. Platan var tekin upp í Sundlauginni í Mosfellsbæ og í stúdíói Alberts Finnbogasonar. Tónlist Menning Tengdar fréttir „Ég hef grætt mikið á því að spila alls konar tónlist“ Kári Egilsson er ungur Reykvíkingur sem margir telja eina björtustu vonina í tónlistarlífi Íslendinga. Hann hélt um daginn stúdentsprófstónleika sína frá rytmískri deild Menntaskólans í tónlist þar sem flutningur Kára á eigin verkum í bland við þekkta djassslagara reyndist bæði fumlaus og heillandi. 29. mars 2021 23:34 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tónlistarmannanafn hans er KÁRI og er tónlistinni lýst sem aðgengilegu og melódísku poppi í vönduðum og fjölbreyttum útsendingum. Kári byrjaði tónlistarferil sinn á píanónámi sem hófst í klassíkinni en hefur fært sig út í bæði djass og popp. Kári byrjaði að læra á píanó þegar hann var sjö ára gamall.Saga Sig „Something Better er notalegt lag undir léttum bossa nova áhrifum og Moonbeams er angurvær ballaða,“ segir í fréttatilkynningu. Blaðamaður tók púlsinn á Kára. „Lögin eru samin á Covid tímanum og eru innhverf,“ segir Kári og bætir við: „Þau eru hvorug glöð en bæði falleg.“ Hann hefur unnið hörðum höndum að plötunni en þar er að finna ólíka tónlistarstíla. „Platan er fjölbreytt, hún fer um víðan völl og snertir á alls konar mismunandi tónlistarstílum. Í kjarnann er þetta popp en hún fer líka í rokk, soul, r&b og fleira.“ Kári ætlar að gera eins góða tónlist og hann getur.Vísir/Vilhelm Aðspurður hvert hann stefni í heimi tónlistarinnar segir Kári að lokum: „Ég ætla að gera eins góða tónlist og ég get og vona að fólk kveiki á því.“ Hér má heyra lögin: Kári semur lög og texta, syngur, spilar á hljómborð og útsetur fyrir strengi og lúðra. Upptökustjóri er Albert Finnbogason, sem einnig spilar á gítar og bassa í mörgum lögum. Í Moonbeams má heyra Gyðu Valtýsdóttir á selló og Magnús Trygvason Eliassen á trommur. Platan var tekin upp í Sundlauginni í Mosfellsbæ og í stúdíói Alberts Finnbogasonar.
Tónlist Menning Tengdar fréttir „Ég hef grætt mikið á því að spila alls konar tónlist“ Kári Egilsson er ungur Reykvíkingur sem margir telja eina björtustu vonina í tónlistarlífi Íslendinga. Hann hélt um daginn stúdentsprófstónleika sína frá rytmískri deild Menntaskólans í tónlist þar sem flutningur Kára á eigin verkum í bland við þekkta djassslagara reyndist bæði fumlaus og heillandi. 29. mars 2021 23:34 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Ég hef grætt mikið á því að spila alls konar tónlist“ Kári Egilsson er ungur Reykvíkingur sem margir telja eina björtustu vonina í tónlistarlífi Íslendinga. Hann hélt um daginn stúdentsprófstónleika sína frá rytmískri deild Menntaskólans í tónlist þar sem flutningur Kára á eigin verkum í bland við þekkta djassslagara reyndist bæði fumlaus og heillandi. 29. mars 2021 23:34