Segir Árna hafa áreitt fleiri stúlkur og þverbrotið siðareglur Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2022 08:01 Árni Eggert Harðarson var rekinn frá Haukum eftir að upp komst um að hann hefði sent stúlkum í öðrum félögum óviðeigandi skilaboð. VÍSIR/BÁRA Þjálfarinn Árni Eggert Harðarson þverbraut siðareglur íþróttahreyfingarinnar með samskiptum sínum við körfuboltastúlkur undir lögaldri. Samskiptin voru við fleiri stúlkur en hann hefur sjálfur látið uppi og átti hann ætíð sjálfur frumkvæðið að þeim. Þetta segir Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, og byggir á þeim upplýsingum sem sambandið hefur fengið vegna málsins. Árni Eggert var í október rekinn frá Haukum eftir að upp komst um það að hann hefði ítrekað sent ungum leikmönnum annarra félaga, 15-16 ára stúlkum, óviðeigandi skilaboð. Hann var einnig aðstoðarþjálfari U15-landsliðs drengja og U16-landsliðs stúlkna í sumar en mun ekki starfa frekar fyrir KKÍ. Árni játti því í samtali við Vísi í síðustu viku að óviðeigandi hefði verið að senda stúlkunum skilaboð en sagði þau ekki hafa verið klámfengin eða dónaleg. „Málið kemur fyrst inn á borð til okkar frá félagi þar sem grunur hafði vaknað um brot gagnvart stúlkum. Öll félögin sem koma að málinu hafa brugðist mjög vel við,“ segir Hannes í samtali við Vísi. Þjálfari eigi aldrei að vera í svona samskiptum við börn undir lögaldri Málið hafi farið inn á borð samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs sem og inn á borð barnaverndaryfirvalda og lögreglu. „Við í KKÍ erum í raun til hliðar í málinu af því að viðkomandi var ekki í vinnu hjá okkur þegar þetta kemur upp, þó að hann hafi verið aðstoðarþjálfari landsliða síðasta sumar. En við fylgjumst með og sendum málið til samskiptaráðgjafa og viðkomandi yfirvalda sem skoða málið. Við stöndum með þolendum og það er alveg ljóst að gerandinn í málinu þverbraut siðareglur íþróttahreyfingarinnar með framferði sínu. Þjálfari, eða nokkur annar, á aldrei að vera í svona samskiptum við sína iðkendur, börn undir lögaldri, eins og viðkomandi þjálfari gerði,“ segir Hannes. „Þurfum að styðja við þessa þolendur á allan máta sem hægt er“ Árni tjáði Vísi í síðustu viku að skilaboðin sem hann sendi stúlkunum hefðu snúist um körfubolta en einnig um nám og félagslíf þeirra. Hann sagði stúlkurnar fjórar en „mögulega fleiri“, og mismunandi væri hver hefði átt frumkvæðið. Hannes segir það rangt. „Það er alveg ljóst miðað við þær upplýsingar sem við höfum að gerandinn fór ansi frjálslega með sannleikann í þessu viðtali,“ segir Hannes. „Hann hefur verið í sambandi við fleiri stúlkur og það er hann sem að á frumkvæðið að þessum samskiptum. Við þurfum að styðja við þessa þolendur á allan máta sem hægt er. Þjálfari á aldrei að vera í svona samskiptum við börn undir 18 ára aldri. Forráðamenn barnanna eiga alltaf að vera með í samskiptum,“ segir Hannes. Mikilvægt að leitað sé til samskiptaráðgjafa Hann segist ekki hafa upplýsingar um það hvort að Árni hafi áður gerst sekur um brot, þegar hann starfaði hjá öðrum félögum. „Það er þó eitt af því sem verið er að skoða í málinu. Og ef að einhver telur að hann eða aðrir hafi brotið á sér þá hvetjum við viðkomandi til að hafa samband við samskiptaráðgjafa. Það skiptir miklu máli. Það er alveg ljóst að siðareglur voru margbrotnar í þessu máli og að þolendurnir í þessu öllu gerðu ekkert rangt. Og það er svo mikilvægt að ef að fleiri telja á sér brotið, sama í hvaða íþróttagrein eða hvar það er, að þau leiti til samskiptaráðgjafa eða þar til bærra yfirvalda,“ segir Hannes. Á heimasíðu samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs er hægt að tilkynna um áreiti eða einelti og fá leiðbeiningar eða aðstoð. Körfubolti Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Sjá meira
Þetta segir Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, og byggir á þeim upplýsingum sem sambandið hefur fengið vegna málsins. Árni Eggert var í október rekinn frá Haukum eftir að upp komst um það að hann hefði ítrekað sent ungum leikmönnum annarra félaga, 15-16 ára stúlkum, óviðeigandi skilaboð. Hann var einnig aðstoðarþjálfari U15-landsliðs drengja og U16-landsliðs stúlkna í sumar en mun ekki starfa frekar fyrir KKÍ. Árni játti því í samtali við Vísi í síðustu viku að óviðeigandi hefði verið að senda stúlkunum skilaboð en sagði þau ekki hafa verið klámfengin eða dónaleg. „Málið kemur fyrst inn á borð til okkar frá félagi þar sem grunur hafði vaknað um brot gagnvart stúlkum. Öll félögin sem koma að málinu hafa brugðist mjög vel við,“ segir Hannes í samtali við Vísi. Þjálfari eigi aldrei að vera í svona samskiptum við börn undir lögaldri Málið hafi farið inn á borð samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs sem og inn á borð barnaverndaryfirvalda og lögreglu. „Við í KKÍ erum í raun til hliðar í málinu af því að viðkomandi var ekki í vinnu hjá okkur þegar þetta kemur upp, þó að hann hafi verið aðstoðarþjálfari landsliða síðasta sumar. En við fylgjumst með og sendum málið til samskiptaráðgjafa og viðkomandi yfirvalda sem skoða málið. Við stöndum með þolendum og það er alveg ljóst að gerandinn í málinu þverbraut siðareglur íþróttahreyfingarinnar með framferði sínu. Þjálfari, eða nokkur annar, á aldrei að vera í svona samskiptum við sína iðkendur, börn undir lögaldri, eins og viðkomandi þjálfari gerði,“ segir Hannes. „Þurfum að styðja við þessa þolendur á allan máta sem hægt er“ Árni tjáði Vísi í síðustu viku að skilaboðin sem hann sendi stúlkunum hefðu snúist um körfubolta en einnig um nám og félagslíf þeirra. Hann sagði stúlkurnar fjórar en „mögulega fleiri“, og mismunandi væri hver hefði átt frumkvæðið. Hannes segir það rangt. „Það er alveg ljóst miðað við þær upplýsingar sem við höfum að gerandinn fór ansi frjálslega með sannleikann í þessu viðtali,“ segir Hannes. „Hann hefur verið í sambandi við fleiri stúlkur og það er hann sem að á frumkvæðið að þessum samskiptum. Við þurfum að styðja við þessa þolendur á allan máta sem hægt er. Þjálfari á aldrei að vera í svona samskiptum við börn undir 18 ára aldri. Forráðamenn barnanna eiga alltaf að vera með í samskiptum,“ segir Hannes. Mikilvægt að leitað sé til samskiptaráðgjafa Hann segist ekki hafa upplýsingar um það hvort að Árni hafi áður gerst sekur um brot, þegar hann starfaði hjá öðrum félögum. „Það er þó eitt af því sem verið er að skoða í málinu. Og ef að einhver telur að hann eða aðrir hafi brotið á sér þá hvetjum við viðkomandi til að hafa samband við samskiptaráðgjafa. Það skiptir miklu máli. Það er alveg ljóst að siðareglur voru margbrotnar í þessu máli og að þolendurnir í þessu öllu gerðu ekkert rangt. Og það er svo mikilvægt að ef að fleiri telja á sér brotið, sama í hvaða íþróttagrein eða hvar það er, að þau leiti til samskiptaráðgjafa eða þar til bærra yfirvalda,“ segir Hannes. Á heimasíðu samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs er hægt að tilkynna um áreiti eða einelti og fá leiðbeiningar eða aðstoð.
Körfubolti Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Sjá meira