„Virðist ekkert vera sérstakur skotmaður“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2022 21:46 Antonio Keyshawn Woods átti ekki sinn besta leik á Egilsstöðum. Körfuboltakvöld Frammistaða Antonio Keyshawn Woods í tapi Tindastóls á Egilsstöðum í Subway deild karla í körfubolta á dögunum var til umræðu í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Teitur Örlygsson telur leikmanninn einfaldlega ekki vera það góðan skotmann. „Það var basl hjá Tindastól, sérstaklega sóknarlega. Settu aðeins 69 stig á töfluna og þeim vantaði vissulega lykilpósta og horfa kannski á Keyshawn Woods, erlendan leikmann sinn, sem lausn sóknarlega,“ sagði Hörður Unnsteinsson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds í fjarveru Kjartans Atla Kjartanssonar. „Hattarmenn gerðu virkilega vel að taka hann út úr leiknum,“ bætti Hörður við áður en Matthías Orri Sigurðarson fékk orðið. „Hann spilar svolítið hægt, þetta er svona áhugaverður karakter fyrir Kana-ígildi. Allt sem hann gerir er mjög vel stjórnað, veit alltaf hvert hann ætlar að fara en það gerist allt mjög hægt. Það gerir [Nemanja] Knezevic kleift að „trappa“ hann hátt upp á þriggja stiga línunni. Það á ekki að geta gerst en hann spilar þannig leik að það auðveldar mönnum á að loka á allar sendingalínur,“ sagði Matthías en Woods var með aðeins sex prósent skotnýtingu í leiknum. „Það skein í gegn að honum leið ekki vel í seinni hálfleik að þurfa að skjóta öllum þessum skotum. Sjálfstraustið var farið,“ sagði Hörður og gaf Teiti Örlygssyni svo orðið. „Hann var ekkert sérstakur í leiknum á undan á móti Njarðvík heldur. Sigtryggur Arnar [Björnsson] var ekki með og eflaust hefur það einhver áhrif á þetta [slakt gengi Woods] en það afsakar ekki að þú brennir af venjulegum skotum. Það virðist eitthvað vera að angra hann.“ Tölfræði Woods í undanförnum leikjum.Körfuboltakvöld „Það sem ég er búinn að sjá af honum, þá virðist hann ekkert vera sérstakur skotmaður. Kemur sér oft í fín færi og er að komast á ágætis staði en nær ekki að klára,“ sagði Teitur jafnframt en umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Virðist ekkert vera sérstakur skotmaður Körfubolti Subway-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
„Það var basl hjá Tindastól, sérstaklega sóknarlega. Settu aðeins 69 stig á töfluna og þeim vantaði vissulega lykilpósta og horfa kannski á Keyshawn Woods, erlendan leikmann sinn, sem lausn sóknarlega,“ sagði Hörður Unnsteinsson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds í fjarveru Kjartans Atla Kjartanssonar. „Hattarmenn gerðu virkilega vel að taka hann út úr leiknum,“ bætti Hörður við áður en Matthías Orri Sigurðarson fékk orðið. „Hann spilar svolítið hægt, þetta er svona áhugaverður karakter fyrir Kana-ígildi. Allt sem hann gerir er mjög vel stjórnað, veit alltaf hvert hann ætlar að fara en það gerist allt mjög hægt. Það gerir [Nemanja] Knezevic kleift að „trappa“ hann hátt upp á þriggja stiga línunni. Það á ekki að geta gerst en hann spilar þannig leik að það auðveldar mönnum á að loka á allar sendingalínur,“ sagði Matthías en Woods var með aðeins sex prósent skotnýtingu í leiknum. „Það skein í gegn að honum leið ekki vel í seinni hálfleik að þurfa að skjóta öllum þessum skotum. Sjálfstraustið var farið,“ sagði Hörður og gaf Teiti Örlygssyni svo orðið. „Hann var ekkert sérstakur í leiknum á undan á móti Njarðvík heldur. Sigtryggur Arnar [Björnsson] var ekki með og eflaust hefur það einhver áhrif á þetta [slakt gengi Woods] en það afsakar ekki að þú brennir af venjulegum skotum. Það virðist eitthvað vera að angra hann.“ Tölfræði Woods í undanförnum leikjum.Körfuboltakvöld „Það sem ég er búinn að sjá af honum, þá virðist hann ekkert vera sérstakur skotmaður. Kemur sér oft í fín færi og er að komast á ágætis staði en nær ekki að klára,“ sagði Teitur jafnframt en umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Virðist ekkert vera sérstakur skotmaður
Körfubolti Subway-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum