Minnst hundrað látnir eftir bílsprengjur í Mogadishu Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2022 07:43 Frá vettvangi árásarinnar í Mogadishu. AP/Farah Abdi Warsameh Minnst hundrað eru látnir og þrjú hundruð særðir í Sómalíu eftir að tvær bílsprengjur voru sprengdar fyrir utan menntamálaráðuneytið í Mogadishu í gær. Forseti Sómalíu kennir hryðjuverkasamtökunum al Shabaab en samtökin hafa einnig lýst yfir ábyrgð á árásinni. „Fólkinu okkar var slátrað. Þar á meðal mæðrum með börn þeirra í fanginu, feðrum í heilsuvanda, nemendum, viðskiptamönnum sem basla við að sjá fyrir fjölskyldum sínum,“ sagði Hassan Sheikh Mohamud, forseti Sómalíu, eftir að hann heimsótti vettvang árásarinnar í gær, samkvæmt Reuters. Mohamud segir mögulegt að fjöldi látinna muni hækka og hefur hann kallað eftir því að bandamenn ríkisstjórnarinnar sendi lækna og aðstoð til Sómalíu vegna árásarinnar. Fyrsta sprengingin sprakk á fjölmennum gatnamótum við ráðuneytið. Seinni bíllinn var sprengdur þegar sjúkrabílar voru komnir á vettvang of fjöldi fólks hafði komið saman til að hjálpa þeim sem særðust í fyrri sprengingunni. Vígamenn al Shabaab stjórna stórum hlutum Sómalíu og gerir reglulega mannskæðar árásir í höfuðborginni. Samtökin lýsa yfirleitt ekki yfir ábyrgð á svo mannskæðum árásum. Mannskæðasta sprengjuárásin í sögu Sómalíu var gerð á sama stað árið 2017. Þá dóu rúmlega fimm hundruð manns þegar sendiferðabíll hlaðinn sprengiefnum var sprengdur í loft upp fyrir utan hótel sem stendur við sömu gatnamót. AP fréttaveitan hefur eftir meðlimum al Shabaab að menntamálaráðuneytið hafi verið gilt skotmark og lýsa því sem „herstöð“ þar sem unnið sé að því að fjarlæga börn Sómalíu frá íslamstrú. Ríkisstjórn Sómalíu hefur að undanförnu staðið í umfangsmikilli sókn gegn al Shabaab sem sögð er hafa komið niður á fjármálum hryðjuverkasamtakanna. Undanfarin ár hafa Bandaríkjamenn gert fjölmargar loftárásir í Sómalíu sem beinast gegn al Shabaab. Bandaríkjamenn segja samtökin einhver þau skæðustu sem tengjast al Qaeda og hafa flutt hundruð hermanna til Sómalíu, eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti, kallaði þá heim. Sómalía Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
„Fólkinu okkar var slátrað. Þar á meðal mæðrum með börn þeirra í fanginu, feðrum í heilsuvanda, nemendum, viðskiptamönnum sem basla við að sjá fyrir fjölskyldum sínum,“ sagði Hassan Sheikh Mohamud, forseti Sómalíu, eftir að hann heimsótti vettvang árásarinnar í gær, samkvæmt Reuters. Mohamud segir mögulegt að fjöldi látinna muni hækka og hefur hann kallað eftir því að bandamenn ríkisstjórnarinnar sendi lækna og aðstoð til Sómalíu vegna árásarinnar. Fyrsta sprengingin sprakk á fjölmennum gatnamótum við ráðuneytið. Seinni bíllinn var sprengdur þegar sjúkrabílar voru komnir á vettvang of fjöldi fólks hafði komið saman til að hjálpa þeim sem særðust í fyrri sprengingunni. Vígamenn al Shabaab stjórna stórum hlutum Sómalíu og gerir reglulega mannskæðar árásir í höfuðborginni. Samtökin lýsa yfirleitt ekki yfir ábyrgð á svo mannskæðum árásum. Mannskæðasta sprengjuárásin í sögu Sómalíu var gerð á sama stað árið 2017. Þá dóu rúmlega fimm hundruð manns þegar sendiferðabíll hlaðinn sprengiefnum var sprengdur í loft upp fyrir utan hótel sem stendur við sömu gatnamót. AP fréttaveitan hefur eftir meðlimum al Shabaab að menntamálaráðuneytið hafi verið gilt skotmark og lýsa því sem „herstöð“ þar sem unnið sé að því að fjarlæga börn Sómalíu frá íslamstrú. Ríkisstjórn Sómalíu hefur að undanförnu staðið í umfangsmikilli sókn gegn al Shabaab sem sögð er hafa komið niður á fjármálum hryðjuverkasamtakanna. Undanfarin ár hafa Bandaríkjamenn gert fjölmargar loftárásir í Sómalíu sem beinast gegn al Shabaab. Bandaríkjamenn segja samtökin einhver þau skæðustu sem tengjast al Qaeda og hafa flutt hundruð hermanna til Sómalíu, eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti, kallaði þá heim.
Sómalía Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira