Klay rekinn úr húsi í fyrsta skipti þegar meistararnir brenndu sig á Sólunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. október 2022 11:31 Devin Booker spilaði frábæra vörn gegn Klay Thompson í nótt. NBA Hinn 32 ára gamli Klay Thompson var í nótt rekinn af velli þegar meistarar Golden State Warriors máttu þola stórt tap gegn Phoenix Suns í NBA deildinni í körfubolta. Fyrir leikinn hafði hann aldrei verið rekinn af velli. Sólirnar frá Phoenix og stríðsmennirnir mættust í leik sem vitað var að yrði spennandi enda um að ræða lið sem ætla sér stóra hluti. Bæði höfðu unnið tvo leiki og tapað einum fyrir leikinn í nótt. Heimamenn í Phoenix byrjuðu mun betur en mjótt var á munum í hálfleik, staðan þá 72-66 Sólunum í vil. Í þriðja leikhluta fór hins vegar að halla undan fæti hjá meisturunum. Thompson og Devin Booker fengu báðir tæknivillu eftir að þeim lenti saman. Thompson var vægast sagt ósáttur með ákvörðun dómaranna og lét þá heyra það í kjölfarið. D-Book and Klay have some words pic.twitter.com/SWcPhjXklB— Bleacher Report (@BleacherReport) October 26, 2022 Í verðlaun fékk hann aðra tæknivillu og var því sendur í sturtu. Dómararnir héldu áfram að útdeila tæknivillum eftir að Thompson var sendur í sturtu en liðsfélagi hans Draymond Green fékk eina slíka sem og þjálfari liðsins, Steve Kerr. Þeir Deandre Ayton og Chris Paul, leikmenn Suns, fengu einnig tæknivillu. Stríðsmennirnir voru heillum horfnir í síðari hálfleiks unnu Sólirnar sannfærandi 29 stiga sigur, lokatölur 134-105. Booker var stigahæstur í liði heimamanna með 34 stig á meðan Stephan Curry var stigahæstur í liði meistaranna með 21 stig. Devin Booker balled out in the Phoenix win tonight:34 PTS7 AST3 STL pic.twitter.com/ZAirS6bMnF— NBA (@NBA) October 26, 2022 Í öðrum leikjum næturinnar ber helst að nefna tveggja stiga sigur New Orleans Pelicans á Dallas Mavericks, lokatölur 113-111. Pelicans voru án bæði Zion Williamsson og Barandon Ingram en það kom ekki að sök þar sem Trey Murphy III steig upp og skoraði 22 stig. Luka Dončić skoraði 37 stig í liði Dalls. Þá vann Washington Wizards auðveldan sigur á Detroit Pistons, 120-99, á meðan Oklahoma City Thunder vann einkar óvæntan sigur á Los Angeles Clippers, 108-94. Körfubolti NBA Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Sólirnar frá Phoenix og stríðsmennirnir mættust í leik sem vitað var að yrði spennandi enda um að ræða lið sem ætla sér stóra hluti. Bæði höfðu unnið tvo leiki og tapað einum fyrir leikinn í nótt. Heimamenn í Phoenix byrjuðu mun betur en mjótt var á munum í hálfleik, staðan þá 72-66 Sólunum í vil. Í þriðja leikhluta fór hins vegar að halla undan fæti hjá meisturunum. Thompson og Devin Booker fengu báðir tæknivillu eftir að þeim lenti saman. Thompson var vægast sagt ósáttur með ákvörðun dómaranna og lét þá heyra það í kjölfarið. D-Book and Klay have some words pic.twitter.com/SWcPhjXklB— Bleacher Report (@BleacherReport) October 26, 2022 Í verðlaun fékk hann aðra tæknivillu og var því sendur í sturtu. Dómararnir héldu áfram að útdeila tæknivillum eftir að Thompson var sendur í sturtu en liðsfélagi hans Draymond Green fékk eina slíka sem og þjálfari liðsins, Steve Kerr. Þeir Deandre Ayton og Chris Paul, leikmenn Suns, fengu einnig tæknivillu. Stríðsmennirnir voru heillum horfnir í síðari hálfleiks unnu Sólirnar sannfærandi 29 stiga sigur, lokatölur 134-105. Booker var stigahæstur í liði heimamanna með 34 stig á meðan Stephan Curry var stigahæstur í liði meistaranna með 21 stig. Devin Booker balled out in the Phoenix win tonight:34 PTS7 AST3 STL pic.twitter.com/ZAirS6bMnF— NBA (@NBA) October 26, 2022 Í öðrum leikjum næturinnar ber helst að nefna tveggja stiga sigur New Orleans Pelicans á Dallas Mavericks, lokatölur 113-111. Pelicans voru án bæði Zion Williamsson og Barandon Ingram en það kom ekki að sök þar sem Trey Murphy III steig upp og skoraði 22 stig. Luka Dončić skoraði 37 stig í liði Dalls. Þá vann Washington Wizards auðveldan sigur á Detroit Pistons, 120-99, á meðan Oklahoma City Thunder vann einkar óvæntan sigur á Los Angeles Clippers, 108-94.
Körfubolti NBA Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira