Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2022 11:18 Þetta er í áttunda sinn sem dýralífsmyndakeppnin er haldin. Comedy Wildlife Photography Awards 2022 Forsvarsmenn hinnar árlegu ljósmyndakeppni Comedy Wildlife Photography Awards birtu nýverið þær myndir sem keppa til úrslita í ár. Myndirnar sýna villt dýr við skondnar og oft undarlegar aðstæður. Comedy Wildlife Photography Awards eru haldin árlega og er þeim ætlað að ýta undir dýravernd á heimsvísu og er verðlaunakeppnin haldin af sömu aðilum og halda Comedy Pet Photography Awards en henni er ætlað að vekja athygli á heimilislausum gæludýrum í Bretlandi. Sjá einnig: Fyndnustu gæludýramyndir ársins Þetta er í áttunda sinn sem CWPA er haldin en frekari upplýsingar um keppnina og markmið hennar má finna hér. Sigurvegarinn verður svo opinberaður í desember, eftir að dómnefnd hefur farið yfir þær og valið þær bestu úr. Er þetta fugl, er þetta flugvél eða er þetta Súperman? Nei, þetta er einhvers konar ofur-íkorni.Alex Pansier/Comedy Wildlife Photography Awards „Talaðu við vænginn!“Jennifer Hadley/Comedy Wildlife Photography Awards Kengúrur hafa lengi boxað en nú virðast þær byrjaðar að stunda bandaríska fjölbragðaglímu fyrir áhorfendur.Michael Eastwell/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi api á Borneó var mikið hissa á því að sjá menn í fyrsta sinn eftir að landamæri ríkisins opnuðu aftur fyrr á árinu, enda erum við furðuleg kvikindi.Andy Evans/Comedy Wildlife Photography Awards Stundum er maður bara ekki í skapi fyrir myndatöku.Alison Buttigieg/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi rauðrefur virtist gefa ljósmyndaranum undir fótinn.Kevin Lohman/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi þvottabjörn í Flórída þakkaði vel fyrir rækjuna sem ljósmyndarinn gaf honum.Miroslav Srb/Comedy Wildlife Photography Awards Þessir virðast lifa fyrir myndatökuna. Þvílíkur uggaburður!Arthur Telle Thiemann/Comedy Wildlife Photography Awards Einhverskonar apaatlot í Kambódíu. Eða einhver skrítinn hlutverkaleikur.Federica Vinci/Comedy Wildlife Photography Awards Maður hefur heyrt sögur um vængjaða hesta en vængjaða antílópu?Jagdeep Rajput/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi ljónaungi var í smá basli með að komast niður úr trénu. Slökkviliðsmenn eru líklega ekki mikið fyrir það að sækja föst ljón í tré.Jennifer Hadley/Comedy Wildlife Photography Awards Hann ber það ekki á sér en ljósmyndarinn segir þennan vera alræmdan matarþjóf.Ahmed Alahmed/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi sebrahestur virðist hafa rekið svo hrottalega fast við að hann missti jafnvægið.Vince Burton/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi unga keisaramörgæs er klár í fyrstu veiðiferðina.Thomas Vijayan/Comedy Wildlife Photography Awards Átti Tímon sér kannski skuggahlið eins og þessi jarðköttur?Emmanuel Do Linh San/Comedy Wildlife Photography Awards Forvitinn finnskur brúnbjörn.Valtteri Mulkahainen/Comedy Wildlife Photography Awards Tveir óhefðbundnir flassarar.Saverio Gatto/Comedy Wildlife Photography Awards „Afsakið. Afsakið. Afsakið. Afsakið. Afsakið. Afsakið. Afsakið. Afsakið. Afsakið. Afsakið. Afsakið. Afsakið. Afsakið.“Ryan Sims/Comedy Wildlife Photography Awards Það er hægt að hafa það of náðugt.Andrew Peacock/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi indverska ugla hefur komið sér vel fyrir í þægilegu röri.Arshdeep Singh/Comedy Wildlife Photography Awards Þetta er merkilega fyrirferðamikil álft.Bojan Bencic/Comedy Wildlife Photography Awards „Ég vil líka sjá manninn!“Mark Schocken/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi ógnvænlegi þríhöfða björn verndar mögulega bakdyrnar að undirheimum grískrar goðafræði.Paolo Mignosa/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi fugl lagði undir sig lautaferð saklausrar fjölskyldu í Ástralíu og átt allan matinn þeirra. Þið mynduð eflaust ekki trúa því af sakleysislegu útliti hans en þessir fuglar eru sagðir stórhættulegir.Lincoln Macgregor/Comedy Wildlife Photography Awards Leggjalöng ugla að leik.Shuli Greenstein/Comedy Wildlife Photography Awards Myndinni fylgja ekki upplýsingar um það hvernig þessi augljóslega illi og andsetni elgur myrti ljósmyndarann.Jorn Vangoidtsenhoven/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi hegri hefur augljóslega stáltaugar og skert lyktarskyn.Jean-Jacques Alcalay-Marcon/(Comedy Wildlife Photography Awards Til hvers að fljúga þegar þú getur hoppað.Tímea Ambrus/Comedy Wildlife Photography Awards Mávar mætast á förnum vegi.Alex Cooper/Comedy Wildlife Photography Awards Foreldrahlutverkið getur bugað öll dýr. Þetta ungviði virðist líka frekar uppáþrengjandi.Sophie Hart/Comedy Wildlife Photography Awards „Hæ! Sjáðu spýtuna mína.“Dave Shaffer/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi íkorni er sagður hafa staðið kyrr og horft hugsi á sjóndeildarhringinn. Hvernig íkorni getur litið út fyrir að vera hugsi er ekki útskýrt nánar.Lee Zhengxing/Comedy Wildlife Photography Awards Uuuu, ég vil segja sem minnst um þessa. Hún gæti verið að fylgjast með mér.Lukas Zeman/Comedy Wildlife Photography Awards Sumir kunna bara að njóta lífsins í núinu. Þessi húnn er einn af þeim.Valtteri Mulkahainen/Comedy Wildlife Photography Awards Þessir fuglar lifa eftir lífsreglunni „þröngt mega sáttir sitja“.Corinne Kozok/Comedy Wildlife Photography Awards Þarna hefur líklega eitthvað hræðilegt slys átt sér stað. Hvernig þessi mörgæs er á lífi er óskiljanlegt.Martin Grace/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi api hló grimmt að öðrum sem voru þarna.Ahmed Alahmed/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi lax var nokkuð djarfur og í stað þess að enda í bjarnarkjafti, gaf hann birni á kjaftinn.John Chaney/Comedy Wildlife Photography Awards Bjarnarhúnn veltir vöngum yfir því hvað næsta bók hans mun fjalla um.Torie Hilley/Comedy Wildlife Photography Awards Matvandur fiskur.Paul Eijkemans/Comedy Wildlife Photography Awards Dýr Grín og gaman Ljósmyndun Tengdar fréttir Hvolpur sem prumpar sápukúlum fyndnasta gæludýramynd ársins Fyndnasta gæludýramynd ársins er mynd sem Zoe Ross tók af hvolpinum Pepper. Myndin ber heitið „Whizz Pop“ og virðist sýna sápukúlu koma út úr afturenda Pepper. 7. desember 2021 11:52 Þjáning apans fyndnasta dýralífsmynd ársins Sigurvegari Comedy Wildlife Photography Awards 2021 hefur verið valinn. Meðfylgjandi mynd af, að virðist, sárþjáðum apa í Kína hefur verið valin fyndnasta dýralífsmynd ársins. 17. nóvember 2021 20:22 Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Fleiri fréttir Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Sjá meira
Comedy Wildlife Photography Awards eru haldin árlega og er þeim ætlað að ýta undir dýravernd á heimsvísu og er verðlaunakeppnin haldin af sömu aðilum og halda Comedy Pet Photography Awards en henni er ætlað að vekja athygli á heimilislausum gæludýrum í Bretlandi. Sjá einnig: Fyndnustu gæludýramyndir ársins Þetta er í áttunda sinn sem CWPA er haldin en frekari upplýsingar um keppnina og markmið hennar má finna hér. Sigurvegarinn verður svo opinberaður í desember, eftir að dómnefnd hefur farið yfir þær og valið þær bestu úr. Er þetta fugl, er þetta flugvél eða er þetta Súperman? Nei, þetta er einhvers konar ofur-íkorni.Alex Pansier/Comedy Wildlife Photography Awards „Talaðu við vænginn!“Jennifer Hadley/Comedy Wildlife Photography Awards Kengúrur hafa lengi boxað en nú virðast þær byrjaðar að stunda bandaríska fjölbragðaglímu fyrir áhorfendur.Michael Eastwell/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi api á Borneó var mikið hissa á því að sjá menn í fyrsta sinn eftir að landamæri ríkisins opnuðu aftur fyrr á árinu, enda erum við furðuleg kvikindi.Andy Evans/Comedy Wildlife Photography Awards Stundum er maður bara ekki í skapi fyrir myndatöku.Alison Buttigieg/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi rauðrefur virtist gefa ljósmyndaranum undir fótinn.Kevin Lohman/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi þvottabjörn í Flórída þakkaði vel fyrir rækjuna sem ljósmyndarinn gaf honum.Miroslav Srb/Comedy Wildlife Photography Awards Þessir virðast lifa fyrir myndatökuna. Þvílíkur uggaburður!Arthur Telle Thiemann/Comedy Wildlife Photography Awards Einhverskonar apaatlot í Kambódíu. Eða einhver skrítinn hlutverkaleikur.Federica Vinci/Comedy Wildlife Photography Awards Maður hefur heyrt sögur um vængjaða hesta en vængjaða antílópu?Jagdeep Rajput/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi ljónaungi var í smá basli með að komast niður úr trénu. Slökkviliðsmenn eru líklega ekki mikið fyrir það að sækja föst ljón í tré.Jennifer Hadley/Comedy Wildlife Photography Awards Hann ber það ekki á sér en ljósmyndarinn segir þennan vera alræmdan matarþjóf.Ahmed Alahmed/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi sebrahestur virðist hafa rekið svo hrottalega fast við að hann missti jafnvægið.Vince Burton/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi unga keisaramörgæs er klár í fyrstu veiðiferðina.Thomas Vijayan/Comedy Wildlife Photography Awards Átti Tímon sér kannski skuggahlið eins og þessi jarðköttur?Emmanuel Do Linh San/Comedy Wildlife Photography Awards Forvitinn finnskur brúnbjörn.Valtteri Mulkahainen/Comedy Wildlife Photography Awards Tveir óhefðbundnir flassarar.Saverio Gatto/Comedy Wildlife Photography Awards „Afsakið. Afsakið. Afsakið. Afsakið. Afsakið. Afsakið. Afsakið. Afsakið. Afsakið. Afsakið. Afsakið. Afsakið. Afsakið.“Ryan Sims/Comedy Wildlife Photography Awards Það er hægt að hafa það of náðugt.Andrew Peacock/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi indverska ugla hefur komið sér vel fyrir í þægilegu röri.Arshdeep Singh/Comedy Wildlife Photography Awards Þetta er merkilega fyrirferðamikil álft.Bojan Bencic/Comedy Wildlife Photography Awards „Ég vil líka sjá manninn!“Mark Schocken/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi ógnvænlegi þríhöfða björn verndar mögulega bakdyrnar að undirheimum grískrar goðafræði.Paolo Mignosa/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi fugl lagði undir sig lautaferð saklausrar fjölskyldu í Ástralíu og átt allan matinn þeirra. Þið mynduð eflaust ekki trúa því af sakleysislegu útliti hans en þessir fuglar eru sagðir stórhættulegir.Lincoln Macgregor/Comedy Wildlife Photography Awards Leggjalöng ugla að leik.Shuli Greenstein/Comedy Wildlife Photography Awards Myndinni fylgja ekki upplýsingar um það hvernig þessi augljóslega illi og andsetni elgur myrti ljósmyndarann.Jorn Vangoidtsenhoven/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi hegri hefur augljóslega stáltaugar og skert lyktarskyn.Jean-Jacques Alcalay-Marcon/(Comedy Wildlife Photography Awards Til hvers að fljúga þegar þú getur hoppað.Tímea Ambrus/Comedy Wildlife Photography Awards Mávar mætast á förnum vegi.Alex Cooper/Comedy Wildlife Photography Awards Foreldrahlutverkið getur bugað öll dýr. Þetta ungviði virðist líka frekar uppáþrengjandi.Sophie Hart/Comedy Wildlife Photography Awards „Hæ! Sjáðu spýtuna mína.“Dave Shaffer/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi íkorni er sagður hafa staðið kyrr og horft hugsi á sjóndeildarhringinn. Hvernig íkorni getur litið út fyrir að vera hugsi er ekki útskýrt nánar.Lee Zhengxing/Comedy Wildlife Photography Awards Uuuu, ég vil segja sem minnst um þessa. Hún gæti verið að fylgjast með mér.Lukas Zeman/Comedy Wildlife Photography Awards Sumir kunna bara að njóta lífsins í núinu. Þessi húnn er einn af þeim.Valtteri Mulkahainen/Comedy Wildlife Photography Awards Þessir fuglar lifa eftir lífsreglunni „þröngt mega sáttir sitja“.Corinne Kozok/Comedy Wildlife Photography Awards Þarna hefur líklega eitthvað hræðilegt slys átt sér stað. Hvernig þessi mörgæs er á lífi er óskiljanlegt.Martin Grace/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi api hló grimmt að öðrum sem voru þarna.Ahmed Alahmed/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi lax var nokkuð djarfur og í stað þess að enda í bjarnarkjafti, gaf hann birni á kjaftinn.John Chaney/Comedy Wildlife Photography Awards Bjarnarhúnn veltir vöngum yfir því hvað næsta bók hans mun fjalla um.Torie Hilley/Comedy Wildlife Photography Awards Matvandur fiskur.Paul Eijkemans/Comedy Wildlife Photography Awards
Dýr Grín og gaman Ljósmyndun Tengdar fréttir Hvolpur sem prumpar sápukúlum fyndnasta gæludýramynd ársins Fyndnasta gæludýramynd ársins er mynd sem Zoe Ross tók af hvolpinum Pepper. Myndin ber heitið „Whizz Pop“ og virðist sýna sápukúlu koma út úr afturenda Pepper. 7. desember 2021 11:52 Þjáning apans fyndnasta dýralífsmynd ársins Sigurvegari Comedy Wildlife Photography Awards 2021 hefur verið valinn. Meðfylgjandi mynd af, að virðist, sárþjáðum apa í Kína hefur verið valin fyndnasta dýralífsmynd ársins. 17. nóvember 2021 20:22 Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Fleiri fréttir Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Sjá meira
Hvolpur sem prumpar sápukúlum fyndnasta gæludýramynd ársins Fyndnasta gæludýramynd ársins er mynd sem Zoe Ross tók af hvolpinum Pepper. Myndin ber heitið „Whizz Pop“ og virðist sýna sápukúlu koma út úr afturenda Pepper. 7. desember 2021 11:52
Þjáning apans fyndnasta dýralífsmynd ársins Sigurvegari Comedy Wildlife Photography Awards 2021 hefur verið valinn. Meðfylgjandi mynd af, að virðist, sárþjáðum apa í Kína hefur verið valin fyndnasta dýralífsmynd ársins. 17. nóvember 2021 20:22