„Þetta hefði átt að enda öðruvísi. Ég vil samt hrósa Southampton, þeir gerðu virkilega vel í dag,“ sagði Arteta að leik loknum.
„Þeir fengu mikið af innköstum þar sem þair gátu kastað langt. Við áttum tvö bestu færi seinni hálfleiksins en það var ekki nóg til að vinna leikinn.“
„Við settum boltann bara ekki í netið. Við sköpuðum nóg af færum til að vinna. Þetta eru gríðarleg vonbrigði, en við lærum af þessu af því að við vildum vinna þennan leik. Þeir settu meiri pressu á okkur í opnum leik í síðari hálfleik og við áttum í erfiðleikum með það,“ sagði Arteta að lokum.
Mikel Arteta admitted he was frustrated with Arsenal's 1-1 draw against Southampton 😤
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 23, 2022
🗣️'We had the big chances to put them away and we didn't!' pic.twitter.com/xU5xUNeE7t