„Það er erfitt að vera ekki með mann eins og Pavel í liðinu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. október 2022 23:31 Kristófer Acox og Pavel Ermolinskij náðu vel saman á tíma sínum saman hjá Val og áður KR. Vísir/Bára Kristófer Acox segir það hafa verið mikið áfall fyrir hinn almenna Valsara þegar Pavel Ermolinskij tilkynnti það að skórnir væru farnir á hilluna í sumar. Hann segir að leikmaðurinn hafi skilið eftir sig stórt skarð, en nú sé komið að því að reyna að vinna titla án hans sér við hlið. „Bara ekki neitt,“ sagði Kristófer og hló, aðspurður að því hversu stórt skarð Pavel hafi skilið eftir sig hjá Val . „Nei auðvitað alveg bara risastórt og maður finnur alveg fyrir því. Hann er nú kannski ekki maðurinn sem er mættur að drilla með þér í júní, júlí eða ágúst, en hann fer bara sínar eigin leiðir og mætir síðan alltaf einhvernveginn í toppformi.“ „Maður finnur fyrir því bara í klefanum og auðvitað á vellinum og það er erfitt að vera ekki með mann eins og Pavel í liðinu. Ég hef fengið að vera með honum núna í nokkur ár að spila, bæði í KR og svo núna aftur í Val, og hann hefur verið partur af öllum þeim titlum sem ég hef unnið.“ „Reyndi eins og ég gat að fá hann til að vera allavega eitt ár í viðbót“ Kristófer segir að þrátt fyrir það að hann og Pavel séu ekki endilega svipaðar týpur hafi þeir félagar alltaf náð vel saman og að hann hafi reynt eins og hann gat til að fá félaga sinn til að halda áfram. „Ég og hann eigum þetta fallega, skrýtna samband. Við erum kannski ekki svipaðar týpur, en við náum alltaf vel saman og mér leið alltaf vel í kringum hann og að fá að vera með honum á vellinum. Það var auðvitað mjög leiðinlegt þegar hann tilkynnti það í Skessuhorninu að hann væri hættur, en ég var svo sem í miklu sambandi við hann í sumar þannig ég vissi þetta alveg. En ég reyndi eins og ég gat að fá hann til að vera allavega eitt ár í viðbót.“ „Hann fékk þarna mjög slæm meiðsli í seinasta leiknum á móti Tindastól í vor og við héldum kannski að hnéð á honum væri bara búið. Við vorum í myndatöku með bikarnum eftir leik og hnéð á honum var tvöfalt, en stríðsmaðurinn sem hann er þá var hann ekkert að kippa sér upp við það.“ „Auðvitað er leiðinlegt að missa hann. En ég og allir aðrir óskum honum bara alls hins besta í því sem hann tekur fyrir sér í lífinu, en hann er að sjálfsögðu alltaf velkominn til okkar á Hlíðarenda.“ Klippa: Kristófer Acox um Pavel Ermolinskij Vonast til að vinna fleiri titla þó Pavel sé hættur Kristófer á enn eftir að upplifa það að vinna titil hér á landi án þess að hafa Pavel með sér í liði og segir að nú sé kominn tími til að prófa það án Pavels. „Við þurfum bara að prófa það að fá að vinna án hans. En vonandi verður hann að einhverju leyti í kringum liðið. Þó hann sé ekki alltaf á æfingum eða inni í klefa þá veit ég að við getum alltaf leitað til hans og hann mun hjálpa okkur á öðrum stöðum.“ Þá segir Kristófer að þó að Pavel hafi átt nokkuð auðvelt með að slíta sig frá körfuboltavellinum sé hann tíður gestur á Hlíðarenda. „Hann er duglegur að mæta, ekki hjá okkur heldur er hann duglegur að mæta bara hjá handboltanum og fótboltanum. Og hann var náttúrulega rosalega mikið uppi í húsi og hann sendi mér skilaboð í sumar þar sem hann sagðist vera farinn í handboltann og bað mig um að vera ekki að heilsa sér á göngunum,“ sagði Kristófer léttur. „Hann er voða mikið í kringum flest lið á Hlíðarenda og það eru allir sem elska hann þarna og dýrka. Það var bara mikið shock fyrir Valsara almennt að hann hafi tilkynnt að hann ætlaði ekki að vera með. En hann er auðvitað eitthvað úti í húsi og úti í Fjósi. Hann er stemningsmaður og lætur alveg sjá sig,“ sagði Kristófer að lokum. Körfubolti Valur Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira
„Bara ekki neitt,“ sagði Kristófer og hló, aðspurður að því hversu stórt skarð Pavel hafi skilið eftir sig hjá Val . „Nei auðvitað alveg bara risastórt og maður finnur alveg fyrir því. Hann er nú kannski ekki maðurinn sem er mættur að drilla með þér í júní, júlí eða ágúst, en hann fer bara sínar eigin leiðir og mætir síðan alltaf einhvernveginn í toppformi.“ „Maður finnur fyrir því bara í klefanum og auðvitað á vellinum og það er erfitt að vera ekki með mann eins og Pavel í liðinu. Ég hef fengið að vera með honum núna í nokkur ár að spila, bæði í KR og svo núna aftur í Val, og hann hefur verið partur af öllum þeim titlum sem ég hef unnið.“ „Reyndi eins og ég gat að fá hann til að vera allavega eitt ár í viðbót“ Kristófer segir að þrátt fyrir það að hann og Pavel séu ekki endilega svipaðar týpur hafi þeir félagar alltaf náð vel saman og að hann hafi reynt eins og hann gat til að fá félaga sinn til að halda áfram. „Ég og hann eigum þetta fallega, skrýtna samband. Við erum kannski ekki svipaðar týpur, en við náum alltaf vel saman og mér leið alltaf vel í kringum hann og að fá að vera með honum á vellinum. Það var auðvitað mjög leiðinlegt þegar hann tilkynnti það í Skessuhorninu að hann væri hættur, en ég var svo sem í miklu sambandi við hann í sumar þannig ég vissi þetta alveg. En ég reyndi eins og ég gat að fá hann til að vera allavega eitt ár í viðbót.“ „Hann fékk þarna mjög slæm meiðsli í seinasta leiknum á móti Tindastól í vor og við héldum kannski að hnéð á honum væri bara búið. Við vorum í myndatöku með bikarnum eftir leik og hnéð á honum var tvöfalt, en stríðsmaðurinn sem hann er þá var hann ekkert að kippa sér upp við það.“ „Auðvitað er leiðinlegt að missa hann. En ég og allir aðrir óskum honum bara alls hins besta í því sem hann tekur fyrir sér í lífinu, en hann er að sjálfsögðu alltaf velkominn til okkar á Hlíðarenda.“ Klippa: Kristófer Acox um Pavel Ermolinskij Vonast til að vinna fleiri titla þó Pavel sé hættur Kristófer á enn eftir að upplifa það að vinna titil hér á landi án þess að hafa Pavel með sér í liði og segir að nú sé kominn tími til að prófa það án Pavels. „Við þurfum bara að prófa það að fá að vinna án hans. En vonandi verður hann að einhverju leyti í kringum liðið. Þó hann sé ekki alltaf á æfingum eða inni í klefa þá veit ég að við getum alltaf leitað til hans og hann mun hjálpa okkur á öðrum stöðum.“ Þá segir Kristófer að þó að Pavel hafi átt nokkuð auðvelt með að slíta sig frá körfuboltavellinum sé hann tíður gestur á Hlíðarenda. „Hann er duglegur að mæta, ekki hjá okkur heldur er hann duglegur að mæta bara hjá handboltanum og fótboltanum. Og hann var náttúrulega rosalega mikið uppi í húsi og hann sendi mér skilaboð í sumar þar sem hann sagðist vera farinn í handboltann og bað mig um að vera ekki að heilsa sér á göngunum,“ sagði Kristófer léttur. „Hann er voða mikið í kringum flest lið á Hlíðarenda og það eru allir sem elska hann þarna og dýrka. Það var bara mikið shock fyrir Valsara almennt að hann hafi tilkynnt að hann ætlaði ekki að vera með. En hann er auðvitað eitthvað úti í húsi og úti í Fjósi. Hann er stemningsmaður og lætur alveg sjá sig,“ sagði Kristófer að lokum.
Körfubolti Valur Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira