Klopp: Fengum nógu mörg færi til að vinna Hjörvar Ólafsson skrifar 22. október 2022 14:00 Jürgen Klopp á hliðarlínunni í leik liðanna í dag. Vísir/Getty Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði lið sitt hafa fengið nógu mörg færi til þess að fá stig úr heimsókn sinni á City Ground í dag. „Ég hef útskýringu á reiðum höndum á frammistöðu liðsins en ég get ekki útskýrt úrslitin ef ég á að vera hreinskilinn. Við fengum fjögur til fimm frábær færi eftir föst leikatriði sem ég skil ekki hvernig við fórum að því að skora ekki úr," sagði Klopp að leik loknum en Nottingham Forest lagði Liverpool að velli með einu marki gegn einu. „Við vorum undirbúnir fyrir þá leikaðferð sem þeir settu upp og við vissum hvernig þeir myndu verjast gegn okkur. Við hefðum bara átt að klára þennan leik og nýta færin betur svo ég sé alveg hreinskilinn," sagði Þjóðverjinn enn fremur í samtali við BT Sport. „Markið sem þeir skora kemur eftir stór mistök hjá okkuar. Við missum boltann á vondum stað, gefum óþarfa aukaspyrnu á hættulegu fyrirgjafarfæri og markið kemur í kjölfarið. Önnur færi sem þeir fá komu eftir annars konar mistök hjá okkur," sagði Klopp um leikinn. „Við þurftum að gera margar breytingar frá leiknum gegn West Ham United og sumar þeirra á síðustu stundu. Það er augljóslega ekki ákjósanlegur undirbúningur fyrir erfiðan leik. Liðið hefur spilað sex leiki á skömmum tíma og þrjá leiki með hárri ákefð síðustu daga og það hefur tekið sinn toll. Það sást augljóslega að það vantaði takt og orku í liðið eftir að leikmenn höfðu sýnt stöðugleika í spilamennsku sinni síðustu vikurnar. Það er bara eins og það er og við breytum því ekki. Við hefðum getað gert betur á mörgum sviðum og náð í stigin sem við vildum," sagði hann. Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira
„Ég hef útskýringu á reiðum höndum á frammistöðu liðsins en ég get ekki útskýrt úrslitin ef ég á að vera hreinskilinn. Við fengum fjögur til fimm frábær færi eftir föst leikatriði sem ég skil ekki hvernig við fórum að því að skora ekki úr," sagði Klopp að leik loknum en Nottingham Forest lagði Liverpool að velli með einu marki gegn einu. „Við vorum undirbúnir fyrir þá leikaðferð sem þeir settu upp og við vissum hvernig þeir myndu verjast gegn okkur. Við hefðum bara átt að klára þennan leik og nýta færin betur svo ég sé alveg hreinskilinn," sagði Þjóðverjinn enn fremur í samtali við BT Sport. „Markið sem þeir skora kemur eftir stór mistök hjá okkuar. Við missum boltann á vondum stað, gefum óþarfa aukaspyrnu á hættulegu fyrirgjafarfæri og markið kemur í kjölfarið. Önnur færi sem þeir fá komu eftir annars konar mistök hjá okkur," sagði Klopp um leikinn. „Við þurftum að gera margar breytingar frá leiknum gegn West Ham United og sumar þeirra á síðustu stundu. Það er augljóslega ekki ákjósanlegur undirbúningur fyrir erfiðan leik. Liðið hefur spilað sex leiki á skömmum tíma og þrjá leiki með hárri ákefð síðustu daga og það hefur tekið sinn toll. Það sást augljóslega að það vantaði takt og orku í liðið eftir að leikmenn höfðu sýnt stöðugleika í spilamennsku sinni síðustu vikurnar. Það er bara eins og það er og við breytum því ekki. Við hefðum getað gert betur á mörgum sviðum og náð í stigin sem við vildum," sagði hann.
Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira