„Verið að rífa upp gömul sár“ Atli Arason skrifar 22. október 2022 08:01 Kristófer Acox, leikmaður Vals. Vísir/Hulda Margrét Kristófer Acox, leikmaður Vals, er enn að berjast fyrir sínu vegna vangoldinna launa sem hann telur KR skulda sér. Mál hans gegn KR var tekið fyrir í Landsrétti á dögunum. Kristófer átti stórleik í níu stiga sigri Vals gegn Breiðablik í Subway-deild karla á fimmtudaginn. Kristófer var með tvöfalda tvennu í leiknum er hann skoraði 19 stig og tók 13 fráköst en fyrr sama dag var Kristófer viðstaddur í Landsrétti vegna launadeilna við uppeldisfélag hans í Vesturbænum. „Maður þarf að reyna að aðskilja þetta tvennt [leikvöllinn og dómsal] en það kannski almennt frekar óvenjulegt að vera að mæta í dómsal. Ég var í héraðsdómi í fyrra og þetta var því í annað skipti sem ég mæti [í dómsal]. Ég þurfti ekki að mæta en mér fannst betra að vera á staðnum og fá að fylgjast með. Svo þarf maður bara að setja fókus aftur á leikinn, vinna og skila sínu,“ sagði Kristófer í viðtali við Svövu Kristínu á Stöð 2 í gær. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Kristófer viðurkennir að málið rífi upp gömul sár hjá sér en Kristófer hefur verið í launadeilum við KR frá því að hann sagði skilið við félagið fyrir tveimur árum síðan. „Auðvitað er þetta leiðinlegt og mun alltaf verða leiðindardæmi á mínum ferli við mitt uppeldisfélag. Maður hittir enn þá KR-inga niður í bæ eða hvar sem er sem spyrja út í þetta en maður getur ekki svarað miklu. Þetta er samt þreytt, maður var kannski aðeins búinn að gleyma þessu en eins og í gær [fimmtudag] að mæta aftur [í dómsal] þá er svolítið verið að rífa upp gömul sár,“ sagði Kristófer en niðurstöðu Landsréttar í málinu er að vænta á næstu vikum. Kristófer lagði KR í héraðsdómi en málið var tekið fyrir þar í janúar á síðasta ári. Kristófer kærði KR vegna vanefnda á samningi sínum við félagið. KR áfrýjaði málinu til Landsréttar og var áfrýjunin tekin fyrir síðasta fimmtudag. Kristófer telur að Landsréttur muni dæma sér í hag líkt og Héraðsdómur gerði. „Ég held að ég sé sterkt mál í höndunum. Ég held það sé alveg augljóst hvernig þetta mál ætti að enda,“ sagði Kristófer. Meiðslasaga Í grunninn snýst málið um laun sem Kristófer fékk ekki greidd. Páll Kolbeinsson, þáverandi gjaldkeri körfuknattleiksdeildar KR, taldi Kristófer ekki eiga launagreiðslur skilið þar sem Kristófer mætti ekki til vinnu, þegar hann var frá vegna meiðsla. „Ég er bara svo gamaldags að mér finnst að menn þurfi að mæta í vinnu til að geta fengið laun,“ sagði Páll í viðtali við Vísi árið 2020. Páll og þáverandi stjórn KR heldur því fram að Kristófer hafi leynt meiðslum sínum fyrir félaginu en Kristófer spilaði með brotið bein í fæti í talsverðan tíma og þurfti að fara í aðgerð árið 2014, áður en hann gekk aftur til liðs við KR fyrir tímabilið 2016/17. Kristófer hefur alfarið neitað því að hafa leynt meiðslum. Þvert á móti lét hann þjálfara og sjúkrateymi KR vita þegar meiðslin tóku sig aftur upp hjá KR. „Það kom mér verulega á óvart að þeir hentu þessu fram því þá væri ég búinn að vera að leyna þessu [meiðslunum] helvíti vel,“ sagði Kristófer í hlaðvarpinu Undir Körfunni fyrr á þessu ári. „Ég á þessa mynd enn þá í símanum, þegar ég sendi sjúkraþjálfara liðsins mynd af fætinum mínum þegar hann var allt í einu orðinn tvöfaldur. Þá var ég ekki búinn að vera að gera neitt en varð allt í einu rosa bólginn. Hann [sjúkraþjálfarinn] lét þá [þjálfara og stjórn] strax vita,“ bætti Kristófer við. Samtal Svövu Kristínar og Kristófers má sjá hér að neðan, ásamt tengdum fréttum um málefnið. Klippa: Verið að rífa upp gömul sár Subway-deild karla Valur KR Tengdar fréttir Kristófer farinn frá KR vegna ágreinings sem ekki náðist að leysa Kristófer Acox hefur yfirgefið herbúðir Íslandsmeistara KR vegna ágreinings sem ekki tókst að leysa. 7. september 2020 16:38 KR kveðst hafa boðið Kristófer „mjög sanngjarna lausn“ til að leysa launadeilu KR-ingar segjast hafa boðið Kristófer Acox „mjög sanngjarna lausn“ til að leysa ágreining varðandi launamál og áframhaldandi samning en Kristófer hafi hafnað því. Þá hafi annað félag sent Kristófer samningsdrög. 7. september 2020 20:28 Kristófer Acox rýfur þögnina um félagaskiptin Kristófer Acox segir að breytingarnar, að skipta KR út fyrir Val, hafi verið nauðsynlegar því hann hafi vitað að hann yrði ekki ánægður í Vesturbænum yrði hann þar áfram. 12. september 2020 14:34 Kristófer segir KR skulda sér milljónir Kristófer Acox kveðst eiga inni háa upphæð hjá körfuknattleiksdeild KR vegna vangreiddra launa. Hann hefur leitað til lögfræðings til að freista þess að fá upphæðina greidda. 25. september 2020 08:00 Sakar Kristófer um að leyna meiðslum Páll Kolbeinsson, gjaldkeri körfuknattleiksdeildar KR, segir Kristófer Acox hafa leynt meiðslum þegar hann skrifaði undir samning við félagið í fyrrasumar. Þessu hafnar Kristófer alfarið og gögn sýna að þáverandi þjálfari KR vissi að hann væri meiddur. 25. september 2020 15:45 Félagaskipti Kristófers loks í gegn Kristófer Acox mun geta spilað með Val gegn Stjörnunni á föstudagskvöld þar sem að félagaskipti hans frá KR til Vals hafa verið heimiluð. 30. september 2020 16:15 Mál Kristófers gegn KR fyrir héraðsdóm Mál Kristófers Acox, landsliðsmanns í körfubolta, gegn Knattspyrnufélagi Reykjavíkur verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 21. janúar 2021 14:01 KR gert að greiða Kristófer tæpar 4 milljónir Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag körfuknattleiksdeild KR til að greiða Kristófer Acox, landsliðsmanni og fyrrum leikmanni KR, tæpar 3,8 milljónir króna í vangoldin laun. Auk þess var KR gert að greiða málskostnað Kristófers. 1. júlí 2021 17:00 „Erfitt að mæta í vinnu ef maður fær ekki borgað“ „Fyrir mér hefði þetta mál aldrei átt að þurfa að fara alla þessa leið. Rétt skal hins vegar vera rétt,“ segir Kristófer Acox, landsliðsmaður í körfubolta, eftir að hafa unnið mál sitt gegn KR vegna ítrekaðra vanefnda á samningi. 2. júlí 2021 13:01 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 99-90 | Annar sigur Valsmanna á Blikum á fjórum dögum Íslandsmeistarar Vals unnu Breiðablik í annað sinn á fjórum dögum, 99-90, þegar liðin áttust við á Hlíðarenda í 3. umferð Subway deildar karla í kvöld. Valsmenn unnu leik liðanna í VÍS-bikarnum á mánudaginn, 111-90. 20. október 2022 21:40 Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Kristófer átti stórleik í níu stiga sigri Vals gegn Breiðablik í Subway-deild karla á fimmtudaginn. Kristófer var með tvöfalda tvennu í leiknum er hann skoraði 19 stig og tók 13 fráköst en fyrr sama dag var Kristófer viðstaddur í Landsrétti vegna launadeilna við uppeldisfélag hans í Vesturbænum. „Maður þarf að reyna að aðskilja þetta tvennt [leikvöllinn og dómsal] en það kannski almennt frekar óvenjulegt að vera að mæta í dómsal. Ég var í héraðsdómi í fyrra og þetta var því í annað skipti sem ég mæti [í dómsal]. Ég þurfti ekki að mæta en mér fannst betra að vera á staðnum og fá að fylgjast með. Svo þarf maður bara að setja fókus aftur á leikinn, vinna og skila sínu,“ sagði Kristófer í viðtali við Svövu Kristínu á Stöð 2 í gær. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Kristófer viðurkennir að málið rífi upp gömul sár hjá sér en Kristófer hefur verið í launadeilum við KR frá því að hann sagði skilið við félagið fyrir tveimur árum síðan. „Auðvitað er þetta leiðinlegt og mun alltaf verða leiðindardæmi á mínum ferli við mitt uppeldisfélag. Maður hittir enn þá KR-inga niður í bæ eða hvar sem er sem spyrja út í þetta en maður getur ekki svarað miklu. Þetta er samt þreytt, maður var kannski aðeins búinn að gleyma þessu en eins og í gær [fimmtudag] að mæta aftur [í dómsal] þá er svolítið verið að rífa upp gömul sár,“ sagði Kristófer en niðurstöðu Landsréttar í málinu er að vænta á næstu vikum. Kristófer lagði KR í héraðsdómi en málið var tekið fyrir þar í janúar á síðasta ári. Kristófer kærði KR vegna vanefnda á samningi sínum við félagið. KR áfrýjaði málinu til Landsréttar og var áfrýjunin tekin fyrir síðasta fimmtudag. Kristófer telur að Landsréttur muni dæma sér í hag líkt og Héraðsdómur gerði. „Ég held að ég sé sterkt mál í höndunum. Ég held það sé alveg augljóst hvernig þetta mál ætti að enda,“ sagði Kristófer. Meiðslasaga Í grunninn snýst málið um laun sem Kristófer fékk ekki greidd. Páll Kolbeinsson, þáverandi gjaldkeri körfuknattleiksdeildar KR, taldi Kristófer ekki eiga launagreiðslur skilið þar sem Kristófer mætti ekki til vinnu, þegar hann var frá vegna meiðsla. „Ég er bara svo gamaldags að mér finnst að menn þurfi að mæta í vinnu til að geta fengið laun,“ sagði Páll í viðtali við Vísi árið 2020. Páll og þáverandi stjórn KR heldur því fram að Kristófer hafi leynt meiðslum sínum fyrir félaginu en Kristófer spilaði með brotið bein í fæti í talsverðan tíma og þurfti að fara í aðgerð árið 2014, áður en hann gekk aftur til liðs við KR fyrir tímabilið 2016/17. Kristófer hefur alfarið neitað því að hafa leynt meiðslum. Þvert á móti lét hann þjálfara og sjúkrateymi KR vita þegar meiðslin tóku sig aftur upp hjá KR. „Það kom mér verulega á óvart að þeir hentu þessu fram því þá væri ég búinn að vera að leyna þessu [meiðslunum] helvíti vel,“ sagði Kristófer í hlaðvarpinu Undir Körfunni fyrr á þessu ári. „Ég á þessa mynd enn þá í símanum, þegar ég sendi sjúkraþjálfara liðsins mynd af fætinum mínum þegar hann var allt í einu orðinn tvöfaldur. Þá var ég ekki búinn að vera að gera neitt en varð allt í einu rosa bólginn. Hann [sjúkraþjálfarinn] lét þá [þjálfara og stjórn] strax vita,“ bætti Kristófer við. Samtal Svövu Kristínar og Kristófers má sjá hér að neðan, ásamt tengdum fréttum um málefnið. Klippa: Verið að rífa upp gömul sár
Subway-deild karla Valur KR Tengdar fréttir Kristófer farinn frá KR vegna ágreinings sem ekki náðist að leysa Kristófer Acox hefur yfirgefið herbúðir Íslandsmeistara KR vegna ágreinings sem ekki tókst að leysa. 7. september 2020 16:38 KR kveðst hafa boðið Kristófer „mjög sanngjarna lausn“ til að leysa launadeilu KR-ingar segjast hafa boðið Kristófer Acox „mjög sanngjarna lausn“ til að leysa ágreining varðandi launamál og áframhaldandi samning en Kristófer hafi hafnað því. Þá hafi annað félag sent Kristófer samningsdrög. 7. september 2020 20:28 Kristófer Acox rýfur þögnina um félagaskiptin Kristófer Acox segir að breytingarnar, að skipta KR út fyrir Val, hafi verið nauðsynlegar því hann hafi vitað að hann yrði ekki ánægður í Vesturbænum yrði hann þar áfram. 12. september 2020 14:34 Kristófer segir KR skulda sér milljónir Kristófer Acox kveðst eiga inni háa upphæð hjá körfuknattleiksdeild KR vegna vangreiddra launa. Hann hefur leitað til lögfræðings til að freista þess að fá upphæðina greidda. 25. september 2020 08:00 Sakar Kristófer um að leyna meiðslum Páll Kolbeinsson, gjaldkeri körfuknattleiksdeildar KR, segir Kristófer Acox hafa leynt meiðslum þegar hann skrifaði undir samning við félagið í fyrrasumar. Þessu hafnar Kristófer alfarið og gögn sýna að þáverandi þjálfari KR vissi að hann væri meiddur. 25. september 2020 15:45 Félagaskipti Kristófers loks í gegn Kristófer Acox mun geta spilað með Val gegn Stjörnunni á föstudagskvöld þar sem að félagaskipti hans frá KR til Vals hafa verið heimiluð. 30. september 2020 16:15 Mál Kristófers gegn KR fyrir héraðsdóm Mál Kristófers Acox, landsliðsmanns í körfubolta, gegn Knattspyrnufélagi Reykjavíkur verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 21. janúar 2021 14:01 KR gert að greiða Kristófer tæpar 4 milljónir Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag körfuknattleiksdeild KR til að greiða Kristófer Acox, landsliðsmanni og fyrrum leikmanni KR, tæpar 3,8 milljónir króna í vangoldin laun. Auk þess var KR gert að greiða málskostnað Kristófers. 1. júlí 2021 17:00 „Erfitt að mæta í vinnu ef maður fær ekki borgað“ „Fyrir mér hefði þetta mál aldrei átt að þurfa að fara alla þessa leið. Rétt skal hins vegar vera rétt,“ segir Kristófer Acox, landsliðsmaður í körfubolta, eftir að hafa unnið mál sitt gegn KR vegna ítrekaðra vanefnda á samningi. 2. júlí 2021 13:01 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 99-90 | Annar sigur Valsmanna á Blikum á fjórum dögum Íslandsmeistarar Vals unnu Breiðablik í annað sinn á fjórum dögum, 99-90, þegar liðin áttust við á Hlíðarenda í 3. umferð Subway deildar karla í kvöld. Valsmenn unnu leik liðanna í VÍS-bikarnum á mánudaginn, 111-90. 20. október 2022 21:40 Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Kristófer farinn frá KR vegna ágreinings sem ekki náðist að leysa Kristófer Acox hefur yfirgefið herbúðir Íslandsmeistara KR vegna ágreinings sem ekki tókst að leysa. 7. september 2020 16:38
KR kveðst hafa boðið Kristófer „mjög sanngjarna lausn“ til að leysa launadeilu KR-ingar segjast hafa boðið Kristófer Acox „mjög sanngjarna lausn“ til að leysa ágreining varðandi launamál og áframhaldandi samning en Kristófer hafi hafnað því. Þá hafi annað félag sent Kristófer samningsdrög. 7. september 2020 20:28
Kristófer Acox rýfur þögnina um félagaskiptin Kristófer Acox segir að breytingarnar, að skipta KR út fyrir Val, hafi verið nauðsynlegar því hann hafi vitað að hann yrði ekki ánægður í Vesturbænum yrði hann þar áfram. 12. september 2020 14:34
Kristófer segir KR skulda sér milljónir Kristófer Acox kveðst eiga inni háa upphæð hjá körfuknattleiksdeild KR vegna vangreiddra launa. Hann hefur leitað til lögfræðings til að freista þess að fá upphæðina greidda. 25. september 2020 08:00
Sakar Kristófer um að leyna meiðslum Páll Kolbeinsson, gjaldkeri körfuknattleiksdeildar KR, segir Kristófer Acox hafa leynt meiðslum þegar hann skrifaði undir samning við félagið í fyrrasumar. Þessu hafnar Kristófer alfarið og gögn sýna að þáverandi þjálfari KR vissi að hann væri meiddur. 25. september 2020 15:45
Félagaskipti Kristófers loks í gegn Kristófer Acox mun geta spilað með Val gegn Stjörnunni á föstudagskvöld þar sem að félagaskipti hans frá KR til Vals hafa verið heimiluð. 30. september 2020 16:15
Mál Kristófers gegn KR fyrir héraðsdóm Mál Kristófers Acox, landsliðsmanns í körfubolta, gegn Knattspyrnufélagi Reykjavíkur verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 21. janúar 2021 14:01
KR gert að greiða Kristófer tæpar 4 milljónir Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag körfuknattleiksdeild KR til að greiða Kristófer Acox, landsliðsmanni og fyrrum leikmanni KR, tæpar 3,8 milljónir króna í vangoldin laun. Auk þess var KR gert að greiða málskostnað Kristófers. 1. júlí 2021 17:00
„Erfitt að mæta í vinnu ef maður fær ekki borgað“ „Fyrir mér hefði þetta mál aldrei átt að þurfa að fara alla þessa leið. Rétt skal hins vegar vera rétt,“ segir Kristófer Acox, landsliðsmaður í körfubolta, eftir að hafa unnið mál sitt gegn KR vegna ítrekaðra vanefnda á samningi. 2. júlí 2021 13:01
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 99-90 | Annar sigur Valsmanna á Blikum á fjórum dögum Íslandsmeistarar Vals unnu Breiðablik í annað sinn á fjórum dögum, 99-90, þegar liðin áttust við á Hlíðarenda í 3. umferð Subway deildar karla í kvöld. Valsmenn unnu leik liðanna í VÍS-bikarnum á mánudaginn, 111-90. 20. október 2022 21:40
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum