Brown dæmdi í tuttugu tímabil í NBA. Hann dæmdi meira en 1.110 leiki í deildarkeppninni og 35 leiki í úrslitakeppninni. Þá dæmdi hann tvo Stjörnuleiki og einn leik í úrslitum NBA fyrir tveimur árum.
Brown greindist með fjórða stigs krabbamein í brisi í byrjun síðasta árs. Hann tók sér átta mánaða hlé frá dómgæslu en sneri aftur til starfa í nóvember.
Heilsu hans hrakaði síðan og hann var lagður inn á spítala í Atlanta þar sem hann fékk líknandi meðferð. Brown lést svo í gær. Brown lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn.
Áður en Brown byrjaði að dæma í NBA dæmdi hann meðal annars í WNBA, CBA og G-deildinni.