Stefna á að aukna þátttöku kvenna í rafíþróttum: „Um leið og ein tekur skrefið munu fleiri elta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. október 2022 23:30 Eva Margrét Guðnadóttir, nýkjörinn formaður Rafíþróttasamtaka Íslands, hefur trú á því að konum sé að fjölga innan rafíþróttahreyfingarinnar. RÍSÍ/Aðsend Rafíþróttasamtök Íslands, RÍSÍ, birtu í vikunni stefnu samtakanna á heimasíðu sinni þar sem kemur meðal annars fram að samtökin ætli sér að vinna að því að jafna kynjahlutfallið innan þeirra og um leið auka sýnileika annarra en karla innan rafíþróttaumhverfisins. Í fyrstu setningu stefnunnar kemur fram að samkvæmt lögum RÍSÍ skuli „samtökin gæta jafnræðis og jafnréttis,“ en hingað til hafa nánast eingöngu karlar verið sýnilegir innan rafíþróttasenunnar. Eva Margrét Guðnadóttir, nýkjörinn formaður RÍSÍ, segir að hlutverk kvenna innan rafíþróttaumhverfisins fari stækkandi, enda vinni samtökin nú markvisst að því að auka hlut annarra en karla innan þess. „Fyrir það fyrsta héldum við kvennadeild í tölvuleiknum Valorant og það var bara frábær þátttaka í því. Eins og kemur fram í stefnunni þá ákváðum við að leggja ekki svona svakalega áherslu á þetta keppnisharða umhverfi. Þegar við breyttum því þá fundum við fyrir því að það væri eins og konurnar væru meira til í að vera með,“ sagði Eva Margrét í samtali við Vísi. „Þannig að það var flott að geta verið með eina kvennadeild, og í rauninni bara frábært. En eins og bara í Counter Strike þá vantar svolítið konurnar enn þá, en þetta er allt á réttri leið.“ „En ef við horfum bara á eins og skrifstofuna hjá okkur [RÍSÍ], þá erum við með alveg jafnt kynjahlutfall þar og líka gaman að segja frá því að bæði formaðurinn og varaformaðurinn [Ásdís Erla Jóhannsdóttir] eru konur.“ Þá segir Eva einnig að skýr stefna RÍSÍ í öllum þeim málum sem geta komið upp innan rafíþróttaumhverfisins hjálpi konum að upplifa sig velkomnar. „Svo erum við líka að taka hart á öllum þessum málum sem koma upp. Við erum með ákærunefnd í öllum mótum sem við erum með. Við tökum hart á öllu því sem kemur upp og það fer allt mjög fljótt í ferli. Við vorum einmitt að setja þessi ferli hjá okkur sem taka við ef eitthvað kemur upp á, bæði á vinnustaðnum og í kringum öll mót.“ Telur að stelpum sé hægt og bítandi að fjölga Eva segir að þrátt fyrir það að það hafi ekki orðið nein sprengja í þátttöku kvenna í rafíþróttum, þá finni þau hjá RÍSÍ klárlega fyrir aukningu. „Já við finnum það alveg á umræðunni. Það er kannski ekkert eitt atriði sem hefur sýnt fram á það, en hægt og rólega held ég að í tölvuleikjasamfélaginu séu stelpurnar að koma fram.“ Þá bendir hún einnig á að þættir eins og Gametíví hafi hjálpað mikið til. „Bara eins og með Gametíví, helmingurinn þar eru stelpur að streyma. Svo var haldið stelpukvöld í Arena og það var fullt af stelpum sem komu og ég held að lítil skref áfram séu að fara að færa okkur nær því að koma okkur stelpunum fram í ljósið og að við verðum sýnilegri.“ Tölvuleikjasamfélagið með fantastimpil og konurnar mögulega smeykar En af hverju eru konur svona mikið minna sýnilegar í rafíþróttaheiminum? Rafíþróttir eru jú sport þar sem hægt væri að keppa á jafnréttisgrundvelli og ekkert sem segir að konur geti ekki náð jafn langt, ef ekki lengra, en karlar. „Kannski eru þær eitthvað smeykar, því það hefur lengi verið svolítið fast á tölvuleikjasamfélaginu svona fantastimpill og það er ekki tekið nógu vel á móti stelpunum. Þær þurfa kannski að sanna sig meira í leikjunum og fá kannski á tilfinninguna að ef þær ætla að spila þá þurfa þær bara að vera ógeðslega góðar í leiknum.“ „Það er meiri pressa á því og ég held að við þurfum að finna umhverfi fyrir stelpurnar þar sem þessi keppnisandi er ekki svona rosalega mikill, allavega til að byrja með á meðan verið er að ná þeim inn í umhverfið.“ „En eins og ég segi þá held ég að þær séu kannski bara pínu smeykar við það og við þurfum bara að fá nokkrar fyrirmyndir til að sýna fram á að þetta er allt í lagi og ef að það kemur eitthvað upp þá er bara tekið á því.“ Fleiri munu elta ef ein tekur skrefið Að lokum var Eva spurð að því hvort hún sæi fyrir sér blandaðar deildir í öllum stærstu rafíþróttagreinunum á næstu árum og segir hún að í raun sé ekkert sem standi í vegi fyrir því. „Jú algjörlega. Eins og þetta er í Ljósleiðaradeildinni núna til dæmis þar sem eru tíu lið og það eru allt karlar, þá er alveg opið fyrir konur að vera með, en það bara er ekki komið þangað.“ „Ég held samt að bara um leið og einhver ein tekur skrefið þá muni fleiri elta,“ sagði Eva að lokum. Nýbirta stefnu Rafíþróttasamtaka Íslands má lesa í heild sinni með því að smella hér, en eins og áður segir er þar lögð megináhersla á jafnræði og jafnrétti innan samtakanna. Rafíþróttir Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Í fyrstu setningu stefnunnar kemur fram að samkvæmt lögum RÍSÍ skuli „samtökin gæta jafnræðis og jafnréttis,“ en hingað til hafa nánast eingöngu karlar verið sýnilegir innan rafíþróttasenunnar. Eva Margrét Guðnadóttir, nýkjörinn formaður RÍSÍ, segir að hlutverk kvenna innan rafíþróttaumhverfisins fari stækkandi, enda vinni samtökin nú markvisst að því að auka hlut annarra en karla innan þess. „Fyrir það fyrsta héldum við kvennadeild í tölvuleiknum Valorant og það var bara frábær þátttaka í því. Eins og kemur fram í stefnunni þá ákváðum við að leggja ekki svona svakalega áherslu á þetta keppnisharða umhverfi. Þegar við breyttum því þá fundum við fyrir því að það væri eins og konurnar væru meira til í að vera með,“ sagði Eva Margrét í samtali við Vísi. „Þannig að það var flott að geta verið með eina kvennadeild, og í rauninni bara frábært. En eins og bara í Counter Strike þá vantar svolítið konurnar enn þá, en þetta er allt á réttri leið.“ „En ef við horfum bara á eins og skrifstofuna hjá okkur [RÍSÍ], þá erum við með alveg jafnt kynjahlutfall þar og líka gaman að segja frá því að bæði formaðurinn og varaformaðurinn [Ásdís Erla Jóhannsdóttir] eru konur.“ Þá segir Eva einnig að skýr stefna RÍSÍ í öllum þeim málum sem geta komið upp innan rafíþróttaumhverfisins hjálpi konum að upplifa sig velkomnar. „Svo erum við líka að taka hart á öllum þessum málum sem koma upp. Við erum með ákærunefnd í öllum mótum sem við erum með. Við tökum hart á öllu því sem kemur upp og það fer allt mjög fljótt í ferli. Við vorum einmitt að setja þessi ferli hjá okkur sem taka við ef eitthvað kemur upp á, bæði á vinnustaðnum og í kringum öll mót.“ Telur að stelpum sé hægt og bítandi að fjölga Eva segir að þrátt fyrir það að það hafi ekki orðið nein sprengja í þátttöku kvenna í rafíþróttum, þá finni þau hjá RÍSÍ klárlega fyrir aukningu. „Já við finnum það alveg á umræðunni. Það er kannski ekkert eitt atriði sem hefur sýnt fram á það, en hægt og rólega held ég að í tölvuleikjasamfélaginu séu stelpurnar að koma fram.“ Þá bendir hún einnig á að þættir eins og Gametíví hafi hjálpað mikið til. „Bara eins og með Gametíví, helmingurinn þar eru stelpur að streyma. Svo var haldið stelpukvöld í Arena og það var fullt af stelpum sem komu og ég held að lítil skref áfram séu að fara að færa okkur nær því að koma okkur stelpunum fram í ljósið og að við verðum sýnilegri.“ Tölvuleikjasamfélagið með fantastimpil og konurnar mögulega smeykar En af hverju eru konur svona mikið minna sýnilegar í rafíþróttaheiminum? Rafíþróttir eru jú sport þar sem hægt væri að keppa á jafnréttisgrundvelli og ekkert sem segir að konur geti ekki náð jafn langt, ef ekki lengra, en karlar. „Kannski eru þær eitthvað smeykar, því það hefur lengi verið svolítið fast á tölvuleikjasamfélaginu svona fantastimpill og það er ekki tekið nógu vel á móti stelpunum. Þær þurfa kannski að sanna sig meira í leikjunum og fá kannski á tilfinninguna að ef þær ætla að spila þá þurfa þær bara að vera ógeðslega góðar í leiknum.“ „Það er meiri pressa á því og ég held að við þurfum að finna umhverfi fyrir stelpurnar þar sem þessi keppnisandi er ekki svona rosalega mikill, allavega til að byrja með á meðan verið er að ná þeim inn í umhverfið.“ „En eins og ég segi þá held ég að þær séu kannski bara pínu smeykar við það og við þurfum bara að fá nokkrar fyrirmyndir til að sýna fram á að þetta er allt í lagi og ef að það kemur eitthvað upp þá er bara tekið á því.“ Fleiri munu elta ef ein tekur skrefið Að lokum var Eva spurð að því hvort hún sæi fyrir sér blandaðar deildir í öllum stærstu rafíþróttagreinunum á næstu árum og segir hún að í raun sé ekkert sem standi í vegi fyrir því. „Jú algjörlega. Eins og þetta er í Ljósleiðaradeildinni núna til dæmis þar sem eru tíu lið og það eru allt karlar, þá er alveg opið fyrir konur að vera með, en það bara er ekki komið þangað.“ „Ég held samt að bara um leið og einhver ein tekur skrefið þá muni fleiri elta,“ sagði Eva að lokum. Nýbirta stefnu Rafíþróttasamtaka Íslands má lesa í heild sinni með því að smella hér, en eins og áður segir er þar lögð megináhersla á jafnræði og jafnrétti innan samtakanna.
Rafíþróttir Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira