Potter enn þá ósigraður eftir markalaust jafntefli gegn Brentford 19. október 2022 20:45 Graham Potter er áfram ósigraður með lið Chelsea. Getty Images Chelsea og Brentford gerðu markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og Graham Potter er því áfram ósigraður hjá Chelsea eftir að hann tók við liðinu af Thomas Tuchel í september. Ivan Toney komst nærst því að skora í fyrri hálfleik en Kepa Arrizabalaga, markvörður Chelsea, varði kollspyrnu hans naumlega. Kepa hélt aftur hreinu.Getty Images Kepa virðist vera að ganga í gegnum endurnýjun lífdaga undir stjórn Potter hjá Chelsea en markvörðurinn hefur leikið alla leiki Chelsea síðan Potter tók við og hefur staðið sig frábærlega með fimm hrein lök í síðustu fimm leikjum í öllum keppnum. Gestirnir sóttu meira undir lok leiks en tókst þó ekki að koma boltanum framhjá David Raya, markverði Brentford. Lokaniðurstaðan varð því 0-0. Chelsea er í 4. sæti úrvalsdeildarinnar með 20 stig eftir jafnteflið en Chelsea hefur leikið 10 leiki í deildinni. Brentford er á sama tíma með 14 stig í 9. sæti eftir 11 leiki. Enski boltinn
Chelsea og Brentford gerðu markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og Graham Potter er því áfram ósigraður hjá Chelsea eftir að hann tók við liðinu af Thomas Tuchel í september. Ivan Toney komst nærst því að skora í fyrri hálfleik en Kepa Arrizabalaga, markvörður Chelsea, varði kollspyrnu hans naumlega. Kepa hélt aftur hreinu.Getty Images Kepa virðist vera að ganga í gegnum endurnýjun lífdaga undir stjórn Potter hjá Chelsea en markvörðurinn hefur leikið alla leiki Chelsea síðan Potter tók við og hefur staðið sig frábærlega með fimm hrein lök í síðustu fimm leikjum í öllum keppnum. Gestirnir sóttu meira undir lok leiks en tókst þó ekki að koma boltanum framhjá David Raya, markverði Brentford. Lokaniðurstaðan varð því 0-0. Chelsea er í 4. sæti úrvalsdeildarinnar með 20 stig eftir jafnteflið en Chelsea hefur leikið 10 leiki í deildinni. Brentford er á sama tíma með 14 stig í 9. sæti eftir 11 leiki.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti