Jón Axel búinn að skrifa undir: Gaman að mæta Keflavík í fyrsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2022 15:30 Jón Axel Guðmundsson og Ingibergur Jónasson handsala samninginn, í húsakynnum Grindavíkinga í dag. UMFG Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson spilar með Grindavík í Subway-deild karla í körfubolta í vetur en þetta var endanlega ljóst eftir að hann skrifaði undir samning þess efnis við Körfuknattleiksdeild Grindavíkur í dag. Jón Axel hafði sent inn félagsskipti en það átti eftir að ganga frá samningnum sem er núna í höfn samkvæmt tilkynningu frá Körfuknattleiksdeild Grindvíkinga. Þar segir að samningurinn gildi út leiktíðina. Fyrsti leikur Jóns Axels verður á móti Keflavík annað kvöld en sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 20.15. Alltaf gott að koma heim „Mér líður bara mjög vel. Það er alltaf gott að koma heim og fá að spila fyrir svona góðan klúbb eins og Grindavík. Ég er með mjög góða tilfinningu fyrir þessu,“ sagði Jón Axel Guðmundsson í viðtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Landsliðsmaðurinn stefnir áfram á það að komast aftur út í atvinnumennsku. „Hugurinn leitar að sjálfsögðu alltaf út og það er alltaf markmiðið hjá öllum körfuboltamönnum. Það er því alltaf markmið númer eitt, tvö og þrjú hjá mér,“ sagði Jón Axel. Alvöru áskorun í fyrsta leik „Ég er mjög spenntur persónulega að spila, það er langt síðan ég spilaði hérna síðast og það hefur líka mikið breyst síðan ég var á Íslandi. Ég er mjög spenntur og það er gaman að fá Keflavík í fyrsta leik. Það er alvöru áskorun og því er mjög mikil spenna fyrir fimmtudeginum,“ sagði Jón Axel. Jón Axel er ekki viss um hvort hann klári tímabilið með Grindavík. „Á þessum tímapunkti er ég ekki kominn svo langt. Markmiðið er eins og ég sagði að komast út en það kemur bara þegar það kemur,“ sagði Jón Axel eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Jón Axel: Mjög spenntur og gaman að fá Keflavik í fyrsta leik Gríðarlegur liðstyrkur Jón Axel hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár og er gríðarlegur liðstyrkur fyrir liðið. Það er heldur ekki verra að Grindavíkurhjartað slær í þessum frábæra alhliða leikmanni. Það verður jafnframt fyrsti keppnisleikur Jóns Axels með Grindavík síðan 23. mars 2016 eða í 2402 daga. Á síðasta tímabili sínu með Grindavík, 2015-16, ekki enn orðinn tvítugur, þá var Jón Axel með 16,8 stig, 8,0 fráköst og 5,2 stoðsendingar að meðaltali í 22 deildarleikjum. Klippa: Jón Axel í Grindavík Yngri bróðir hans í liðinu Jón Axel heldur upp á 26 ára afmælið seinna í þessum mánuði en hann er uppalinn í Grindavík og yngsti bróðir hans, Bragi, er í leikmannahópi liðsins. Jón hefur undanfarin ár spilað sem atvinnumaður í Evrópu en þar á undan lék hann við góðan orðstír í fjögur ár með Davidson í bandaríska háskólaboltanum. Hjá Davidson varð Jón fyrsti leikmaðurinn í bandaríska háskólaboltanum frá 1993 sem náði 1500 stigum, 700 fráköstum, 500 stoðsendingum, 200 þristum og 150 stolnum boltum á háskólaferlinum. Hann var með 13,3 stig, 6,1 fráköst og 4,4 stoðsendingar að meðaltali í leik á fjórum árum í skólanum en á besta tímabili sínu með Davidson (2018-19) þá var hann með 16,9 stig, 7,3 fráköst og 4,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Eftir að Jón Axel kláraði háskólaferil sinn hefur hann spilað í Þýskalandi og á Ítalíu. Hann lék síðast með Crailsheim Merlins í Þýskalandi á síðustu leiktíð. Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Jón Axel hafði sent inn félagsskipti en það átti eftir að ganga frá samningnum sem er núna í höfn samkvæmt tilkynningu frá Körfuknattleiksdeild Grindvíkinga. Þar segir að samningurinn gildi út leiktíðina. Fyrsti leikur Jóns Axels verður á móti Keflavík annað kvöld en sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 20.15. Alltaf gott að koma heim „Mér líður bara mjög vel. Það er alltaf gott að koma heim og fá að spila fyrir svona góðan klúbb eins og Grindavík. Ég er með mjög góða tilfinningu fyrir þessu,“ sagði Jón Axel Guðmundsson í viðtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Landsliðsmaðurinn stefnir áfram á það að komast aftur út í atvinnumennsku. „Hugurinn leitar að sjálfsögðu alltaf út og það er alltaf markmiðið hjá öllum körfuboltamönnum. Það er því alltaf markmið númer eitt, tvö og þrjú hjá mér,“ sagði Jón Axel. Alvöru áskorun í fyrsta leik „Ég er mjög spenntur persónulega að spila, það er langt síðan ég spilaði hérna síðast og það hefur líka mikið breyst síðan ég var á Íslandi. Ég er mjög spenntur og það er gaman að fá Keflavík í fyrsta leik. Það er alvöru áskorun og því er mjög mikil spenna fyrir fimmtudeginum,“ sagði Jón Axel. Jón Axel er ekki viss um hvort hann klári tímabilið með Grindavík. „Á þessum tímapunkti er ég ekki kominn svo langt. Markmiðið er eins og ég sagði að komast út en það kemur bara þegar það kemur,“ sagði Jón Axel eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Jón Axel: Mjög spenntur og gaman að fá Keflavik í fyrsta leik Gríðarlegur liðstyrkur Jón Axel hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár og er gríðarlegur liðstyrkur fyrir liðið. Það er heldur ekki verra að Grindavíkurhjartað slær í þessum frábæra alhliða leikmanni. Það verður jafnframt fyrsti keppnisleikur Jóns Axels með Grindavík síðan 23. mars 2016 eða í 2402 daga. Á síðasta tímabili sínu með Grindavík, 2015-16, ekki enn orðinn tvítugur, þá var Jón Axel með 16,8 stig, 8,0 fráköst og 5,2 stoðsendingar að meðaltali í 22 deildarleikjum. Klippa: Jón Axel í Grindavík Yngri bróðir hans í liðinu Jón Axel heldur upp á 26 ára afmælið seinna í þessum mánuði en hann er uppalinn í Grindavík og yngsti bróðir hans, Bragi, er í leikmannahópi liðsins. Jón hefur undanfarin ár spilað sem atvinnumaður í Evrópu en þar á undan lék hann við góðan orðstír í fjögur ár með Davidson í bandaríska háskólaboltanum. Hjá Davidson varð Jón fyrsti leikmaðurinn í bandaríska háskólaboltanum frá 1993 sem náði 1500 stigum, 700 fráköstum, 500 stoðsendingum, 200 þristum og 150 stolnum boltum á háskólaferlinum. Hann var með 13,3 stig, 6,1 fráköst og 4,4 stoðsendingar að meðaltali í leik á fjórum árum í skólanum en á besta tímabili sínu með Davidson (2018-19) þá var hann með 16,9 stig, 7,3 fráköst og 4,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Eftir að Jón Axel kláraði háskólaferil sinn hefur hann spilað í Þýskalandi og á Ítalíu. Hann lék síðast með Crailsheim Merlins í Þýskalandi á síðustu leiktíð.
Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn