„Ómögulegt fyrir markverði að vinna Gullboltann“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. október 2022 09:31 Þrátt fyrir að vinna Yashin verðlaunin fór Thibaut Courtois svekktur heim af Gullboltahátíðinni í gær. getty/Aurelien Meunier Thibaut Courtois, markvörður Real Madrid og belgíska landsliðsins, segir að það sé ómögulegt fyrir menn í hans stöðu að vinna Gullboltann. Samherji Courtois hjá Real Madrid, Karim Benzema, vann Gullboltann í fyrsta sinn á ferlinum í gær. Courtois endaði hins vegar í 7. sæti í kjörinu, eitthvað sem hann á erfitt með að sætta sig við. Courtois átti frábært tímabil með Real Madrid í fyrra. Hann varð Spánar- og Evrópumeistari með liðinu og var valinn maður leiksins í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þar sem Real Madrid sigraði Liverpool, 1-0. „Ég er mjög ánægður fyrir hönd Karims Benzema. Ég er ekki að segja að ég hefði átt að vinna þetta en ég komst ekki einu sinni á verðlaunapall þrátt fyrir að vera markvörðurinn í liðinu sem vann spænsku deildina og Meistaradeildina,“ sagði Courtois eftir verðlaunaathöfnina í París í gær. „Það virðist vera betra að skora mark en að koma í veg fyrir það. Þetta er barátta sem við getum ekki unnið. Þegar ég horfði á þetta og vitandi hvernig þeir kjósa vissi ég að ég ætti ekki möguleika á að vinna þetta. Það er ómögulegt að vinna þessi verðlaun. Ég veit ekki hvort markvörður getur gert meira en ég gerði á síðasta tímabili.“ Courtois hefur ýmislegt til síns máls því aðeins einn markvörður hefur unnið Gullboltann síðan hann var veittur í fyrsta sinn 1956. Lev Yashin vann Gullboltann 1963. Verðlaunin fyrir markvörð ársins eru nefnd í höfuðið á honum og Courtois fór heim með þau að þessu sinni. Sadio Mané endaði í 2. sæti í kjörinu í ár og Kevin De Bruyne í því þriðja. Tveir aðrir leikmenn Real Madrid fyrir utan Benzema og Courtois voru á meðal tíu efstu í kjörinu. Vinícius Júnior, sem skoraði sigurmark Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Liverpool, var í 8. sæti og Luka Modric í því níunda. Spænski boltinn Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fleiri fréttir Mikael Breki: Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið Í beinni: FH - Víkingur 2-2 | Tvö mörk Sigurðar dugðu skammt Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Sjá meira
Samherji Courtois hjá Real Madrid, Karim Benzema, vann Gullboltann í fyrsta sinn á ferlinum í gær. Courtois endaði hins vegar í 7. sæti í kjörinu, eitthvað sem hann á erfitt með að sætta sig við. Courtois átti frábært tímabil með Real Madrid í fyrra. Hann varð Spánar- og Evrópumeistari með liðinu og var valinn maður leiksins í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þar sem Real Madrid sigraði Liverpool, 1-0. „Ég er mjög ánægður fyrir hönd Karims Benzema. Ég er ekki að segja að ég hefði átt að vinna þetta en ég komst ekki einu sinni á verðlaunapall þrátt fyrir að vera markvörðurinn í liðinu sem vann spænsku deildina og Meistaradeildina,“ sagði Courtois eftir verðlaunaathöfnina í París í gær. „Það virðist vera betra að skora mark en að koma í veg fyrir það. Þetta er barátta sem við getum ekki unnið. Þegar ég horfði á þetta og vitandi hvernig þeir kjósa vissi ég að ég ætti ekki möguleika á að vinna þetta. Það er ómögulegt að vinna þessi verðlaun. Ég veit ekki hvort markvörður getur gert meira en ég gerði á síðasta tímabili.“ Courtois hefur ýmislegt til síns máls því aðeins einn markvörður hefur unnið Gullboltann síðan hann var veittur í fyrsta sinn 1956. Lev Yashin vann Gullboltann 1963. Verðlaunin fyrir markvörð ársins eru nefnd í höfuðið á honum og Courtois fór heim með þau að þessu sinni. Sadio Mané endaði í 2. sæti í kjörinu í ár og Kevin De Bruyne í því þriðja. Tveir aðrir leikmenn Real Madrid fyrir utan Benzema og Courtois voru á meðal tíu efstu í kjörinu. Vinícius Júnior, sem skoraði sigurmark Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Liverpool, var í 8. sæti og Luka Modric í því níunda.
Spænski boltinn Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fleiri fréttir Mikael Breki: Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið Í beinni: FH - Víkingur 2-2 | Tvö mörk Sigurðar dugðu skammt Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn