Spurt hversvegna Reyðfirðingar eru svona öflugir glímukappar Kristján Már Unnarsson skrifar 17. október 2022 22:11 Glíman við Ásmund glímukóng hefst. Þóroddur Helgason og Guðjón Magnússon fylgjast með. Sigurjón Ólason Reyðfirðingar státa af fræknustu glímuköppum landsins um þessar mundir og eiga bæði glímukóng og glímudrottningu Íslands. Við könnum hverju þetta sætir og skorum svo sjálfan glímukónginn á hólm. Í fréttum Stöðvar 2 og þættinum Um land allt var fjallað um glímubæinn Reyðarfjörð. Okkur er sagt að Þóroddur Helgason fræðslustjóri og glímuþjálfari eigi þar stóran hlut að máli en glímukóngurinn Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, handhafi Grettisbeltisins, og glímudrottningin, Kristín Embla Guðjónsdóttir, handhafi Freyjumensins, eru bæði Reyðfirðingar. Þegar Þóroddur leiðir okkur til fundar við Ásmund glímukóng og Guðjón Magnússon, formann glímuráðs, rekur hann glímuáhuga Reyðfirðinga aftur til ársins 1954 þegar KR-ingurinn Aðalsteinn Eiríksson kom að sunnan. Aðalsteinn Eiríksson með glímuflokk í gamla skólanum á Reyðarfirði árið 1963. Á myndinni eru Pétur Kjerúlf, Haukur Sigfússon, Páll Jensson, Rúnar Olsen, Marinó Grétar Scheving, Guðmundur Pálsson, Tryggvi Guðlaugsson, Guðmundur Þórarinsson, Björn Þór Jónsson, Sigurður Valtýsson, Jón Garðarsson, Þorsteinn Björnsson, Andrés Friðrik Árnmarsson og Aðalsteinn Eiríksson, lengst til hægri.Ljósmyndasafn Austurlands. „Hann stofnaði hér strax glímuhóp og glíman hefur bara viðhaldist síðan,“ segir Þóroddur. Þegar Ásmundur er spurður hvernig menn verða glímukóngar er svarið: „Menn þurfa að leggja alla hina sem taka þátt, það er í rauninni bara svo einfalt.“ Þegar við heimsóttum Reyðarfjörð var glímudrottningin Kristín Embla ekki á staðnum, var við vinnu í Fljótsdal, en hún er dóttir Guðjóns. Í þessum bæ finnst krökkunum ekki púkó að iðka glímu. „Nei, það finnst engum púkó að vera í glímu á Reyðarfirði. Það er sko íþrótt ársins,“ svarar Guðjón. Glímukóngurinn Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, handhafi Grettisbeltisins, og glímudrottningin, Kristín Embla Guðjónsdóttir, handhafi Freyjumensins, eru bæði Reyðfirðingar.Stöð 2 -En af hverju eigið þið bæði kóng og drottningu í glímunni? Er það eitthvað í vatninu hjá ykkur? „Ja, ætli það ekki. Eigum við ekki að segja það. Þetta eru bara sterk gen hérna á Reyðarfirði. Eigum við ekki að segja það,“ svarar Þóroddur. „Ætli það sé ekki bara afrakstur góðra æfinga,“ svarar Ásmundur. „Já, þetta eru æfingar að sjálfsögðu. Þetta er bara æfingar,“ bætir Þóroddur við. Þarna á bakka Búðarár, í hjarta bæjarins, skorum við sjálfan glímukóng Íslands á hólm en hvernig þeirri glímu lauk má sjá í þættinum Um land allt, sem sýndur var á Stöð 2 í kvöld. Þáttinn má einnig nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjarðabyggð Glíma Um land allt Tengdar fréttir Þegar Reyðfirðingar fengu lyftublokkir og hringtorg Dagurinn sem breytti öllu á Reyðarfirði var 15. mars árið 2003 þegar samningar voru undirritaðir um smíði álvers Alcoa. Þetta austfirska sjávarþorp, sem áður hét Búðareyri, stökkbreyttist á skömmum tíma í iðnaðarbæ og íbúafjöldinn meira en tvöfaldaðist. 16. október 2022 14:53 Sniðglíma á lofti reynd til að fella glímukóng Íslands Enginn bær á Íslandi státar af öflugri glímuköppum um þessar mundir en Reyðarfjörður. Glímukóngur Íslands, Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, handhafi Grettisbeltisins, og glímudrottning Íslands, Kristín Embla Guðjónsdóttir, handhafi Freyjumensins, eru bæði Reyðfirðingar. 9. október 2022 07:07 Mest lesið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 og þættinum Um land allt var fjallað um glímubæinn Reyðarfjörð. Okkur er sagt að Þóroddur Helgason fræðslustjóri og glímuþjálfari eigi þar stóran hlut að máli en glímukóngurinn Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, handhafi Grettisbeltisins, og glímudrottningin, Kristín Embla Guðjónsdóttir, handhafi Freyjumensins, eru bæði Reyðfirðingar. Þegar Þóroddur leiðir okkur til fundar við Ásmund glímukóng og Guðjón Magnússon, formann glímuráðs, rekur hann glímuáhuga Reyðfirðinga aftur til ársins 1954 þegar KR-ingurinn Aðalsteinn Eiríksson kom að sunnan. Aðalsteinn Eiríksson með glímuflokk í gamla skólanum á Reyðarfirði árið 1963. Á myndinni eru Pétur Kjerúlf, Haukur Sigfússon, Páll Jensson, Rúnar Olsen, Marinó Grétar Scheving, Guðmundur Pálsson, Tryggvi Guðlaugsson, Guðmundur Þórarinsson, Björn Þór Jónsson, Sigurður Valtýsson, Jón Garðarsson, Þorsteinn Björnsson, Andrés Friðrik Árnmarsson og Aðalsteinn Eiríksson, lengst til hægri.Ljósmyndasafn Austurlands. „Hann stofnaði hér strax glímuhóp og glíman hefur bara viðhaldist síðan,“ segir Þóroddur. Þegar Ásmundur er spurður hvernig menn verða glímukóngar er svarið: „Menn þurfa að leggja alla hina sem taka þátt, það er í rauninni bara svo einfalt.“ Þegar við heimsóttum Reyðarfjörð var glímudrottningin Kristín Embla ekki á staðnum, var við vinnu í Fljótsdal, en hún er dóttir Guðjóns. Í þessum bæ finnst krökkunum ekki púkó að iðka glímu. „Nei, það finnst engum púkó að vera í glímu á Reyðarfirði. Það er sko íþrótt ársins,“ svarar Guðjón. Glímukóngurinn Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, handhafi Grettisbeltisins, og glímudrottningin, Kristín Embla Guðjónsdóttir, handhafi Freyjumensins, eru bæði Reyðfirðingar.Stöð 2 -En af hverju eigið þið bæði kóng og drottningu í glímunni? Er það eitthvað í vatninu hjá ykkur? „Ja, ætli það ekki. Eigum við ekki að segja það. Þetta eru bara sterk gen hérna á Reyðarfirði. Eigum við ekki að segja það,“ svarar Þóroddur. „Ætli það sé ekki bara afrakstur góðra æfinga,“ svarar Ásmundur. „Já, þetta eru æfingar að sjálfsögðu. Þetta er bara æfingar,“ bætir Þóroddur við. Þarna á bakka Búðarár, í hjarta bæjarins, skorum við sjálfan glímukóng Íslands á hólm en hvernig þeirri glímu lauk má sjá í þættinum Um land allt, sem sýndur var á Stöð 2 í kvöld. Þáttinn má einnig nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fjarðabyggð Glíma Um land allt Tengdar fréttir Þegar Reyðfirðingar fengu lyftublokkir og hringtorg Dagurinn sem breytti öllu á Reyðarfirði var 15. mars árið 2003 þegar samningar voru undirritaðir um smíði álvers Alcoa. Þetta austfirska sjávarþorp, sem áður hét Búðareyri, stökkbreyttist á skömmum tíma í iðnaðarbæ og íbúafjöldinn meira en tvöfaldaðist. 16. október 2022 14:53 Sniðglíma á lofti reynd til að fella glímukóng Íslands Enginn bær á Íslandi státar af öflugri glímuköppum um þessar mundir en Reyðarfjörður. Glímukóngur Íslands, Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, handhafi Grettisbeltisins, og glímudrottning Íslands, Kristín Embla Guðjónsdóttir, handhafi Freyjumensins, eru bæði Reyðfirðingar. 9. október 2022 07:07 Mest lesið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Sjá meira
Þegar Reyðfirðingar fengu lyftublokkir og hringtorg Dagurinn sem breytti öllu á Reyðarfirði var 15. mars árið 2003 þegar samningar voru undirritaðir um smíði álvers Alcoa. Þetta austfirska sjávarþorp, sem áður hét Búðareyri, stökkbreyttist á skömmum tíma í iðnaðarbæ og íbúafjöldinn meira en tvöfaldaðist. 16. október 2022 14:53
Sniðglíma á lofti reynd til að fella glímukóng Íslands Enginn bær á Íslandi státar af öflugri glímuköppum um þessar mundir en Reyðarfjörður. Glímukóngur Íslands, Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, handhafi Grettisbeltisins, og glímudrottning Íslands, Kristín Embla Guðjónsdóttir, handhafi Freyjumensins, eru bæði Reyðfirðingar. 9. október 2022 07:07