Spurt hversvegna Reyðfirðingar eru svona öflugir glímukappar Kristján Már Unnarsson skrifar 17. október 2022 22:11 Glíman við Ásmund glímukóng hefst. Þóroddur Helgason og Guðjón Magnússon fylgjast með. Sigurjón Ólason Reyðfirðingar státa af fræknustu glímuköppum landsins um þessar mundir og eiga bæði glímukóng og glímudrottningu Íslands. Við könnum hverju þetta sætir og skorum svo sjálfan glímukónginn á hólm. Í fréttum Stöðvar 2 og þættinum Um land allt var fjallað um glímubæinn Reyðarfjörð. Okkur er sagt að Þóroddur Helgason fræðslustjóri og glímuþjálfari eigi þar stóran hlut að máli en glímukóngurinn Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, handhafi Grettisbeltisins, og glímudrottningin, Kristín Embla Guðjónsdóttir, handhafi Freyjumensins, eru bæði Reyðfirðingar. Þegar Þóroddur leiðir okkur til fundar við Ásmund glímukóng og Guðjón Magnússon, formann glímuráðs, rekur hann glímuáhuga Reyðfirðinga aftur til ársins 1954 þegar KR-ingurinn Aðalsteinn Eiríksson kom að sunnan. Aðalsteinn Eiríksson með glímuflokk í gamla skólanum á Reyðarfirði árið 1963. Á myndinni eru Pétur Kjerúlf, Haukur Sigfússon, Páll Jensson, Rúnar Olsen, Marinó Grétar Scheving, Guðmundur Pálsson, Tryggvi Guðlaugsson, Guðmundur Þórarinsson, Björn Þór Jónsson, Sigurður Valtýsson, Jón Garðarsson, Þorsteinn Björnsson, Andrés Friðrik Árnmarsson og Aðalsteinn Eiríksson, lengst til hægri.Ljósmyndasafn Austurlands. „Hann stofnaði hér strax glímuhóp og glíman hefur bara viðhaldist síðan,“ segir Þóroddur. Þegar Ásmundur er spurður hvernig menn verða glímukóngar er svarið: „Menn þurfa að leggja alla hina sem taka þátt, það er í rauninni bara svo einfalt.“ Þegar við heimsóttum Reyðarfjörð var glímudrottningin Kristín Embla ekki á staðnum, var við vinnu í Fljótsdal, en hún er dóttir Guðjóns. Í þessum bæ finnst krökkunum ekki púkó að iðka glímu. „Nei, það finnst engum púkó að vera í glímu á Reyðarfirði. Það er sko íþrótt ársins,“ svarar Guðjón. Glímukóngurinn Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, handhafi Grettisbeltisins, og glímudrottningin, Kristín Embla Guðjónsdóttir, handhafi Freyjumensins, eru bæði Reyðfirðingar.Stöð 2 -En af hverju eigið þið bæði kóng og drottningu í glímunni? Er það eitthvað í vatninu hjá ykkur? „Ja, ætli það ekki. Eigum við ekki að segja það. Þetta eru bara sterk gen hérna á Reyðarfirði. Eigum við ekki að segja það,“ svarar Þóroddur. „Ætli það sé ekki bara afrakstur góðra æfinga,“ svarar Ásmundur. „Já, þetta eru æfingar að sjálfsögðu. Þetta er bara æfingar,“ bætir Þóroddur við. Þarna á bakka Búðarár, í hjarta bæjarins, skorum við sjálfan glímukóng Íslands á hólm en hvernig þeirri glímu lauk má sjá í þættinum Um land allt, sem sýndur var á Stöð 2 í kvöld. Þáttinn má einnig nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjarðabyggð Glíma Um land allt Tengdar fréttir Þegar Reyðfirðingar fengu lyftublokkir og hringtorg Dagurinn sem breytti öllu á Reyðarfirði var 15. mars árið 2003 þegar samningar voru undirritaðir um smíði álvers Alcoa. Þetta austfirska sjávarþorp, sem áður hét Búðareyri, stökkbreyttist á skömmum tíma í iðnaðarbæ og íbúafjöldinn meira en tvöfaldaðist. 16. október 2022 14:53 Sniðglíma á lofti reynd til að fella glímukóng Íslands Enginn bær á Íslandi státar af öflugri glímuköppum um þessar mundir en Reyðarfjörður. Glímukóngur Íslands, Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, handhafi Grettisbeltisins, og glímudrottning Íslands, Kristín Embla Guðjónsdóttir, handhafi Freyjumensins, eru bæði Reyðfirðingar. 9. október 2022 07:07 Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 og þættinum Um land allt var fjallað um glímubæinn Reyðarfjörð. Okkur er sagt að Þóroddur Helgason fræðslustjóri og glímuþjálfari eigi þar stóran hlut að máli en glímukóngurinn Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, handhafi Grettisbeltisins, og glímudrottningin, Kristín Embla Guðjónsdóttir, handhafi Freyjumensins, eru bæði Reyðfirðingar. Þegar Þóroddur leiðir okkur til fundar við Ásmund glímukóng og Guðjón Magnússon, formann glímuráðs, rekur hann glímuáhuga Reyðfirðinga aftur til ársins 1954 þegar KR-ingurinn Aðalsteinn Eiríksson kom að sunnan. Aðalsteinn Eiríksson með glímuflokk í gamla skólanum á Reyðarfirði árið 1963. Á myndinni eru Pétur Kjerúlf, Haukur Sigfússon, Páll Jensson, Rúnar Olsen, Marinó Grétar Scheving, Guðmundur Pálsson, Tryggvi Guðlaugsson, Guðmundur Þórarinsson, Björn Þór Jónsson, Sigurður Valtýsson, Jón Garðarsson, Þorsteinn Björnsson, Andrés Friðrik Árnmarsson og Aðalsteinn Eiríksson, lengst til hægri.Ljósmyndasafn Austurlands. „Hann stofnaði hér strax glímuhóp og glíman hefur bara viðhaldist síðan,“ segir Þóroddur. Þegar Ásmundur er spurður hvernig menn verða glímukóngar er svarið: „Menn þurfa að leggja alla hina sem taka þátt, það er í rauninni bara svo einfalt.“ Þegar við heimsóttum Reyðarfjörð var glímudrottningin Kristín Embla ekki á staðnum, var við vinnu í Fljótsdal, en hún er dóttir Guðjóns. Í þessum bæ finnst krökkunum ekki púkó að iðka glímu. „Nei, það finnst engum púkó að vera í glímu á Reyðarfirði. Það er sko íþrótt ársins,“ svarar Guðjón. Glímukóngurinn Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, handhafi Grettisbeltisins, og glímudrottningin, Kristín Embla Guðjónsdóttir, handhafi Freyjumensins, eru bæði Reyðfirðingar.Stöð 2 -En af hverju eigið þið bæði kóng og drottningu í glímunni? Er það eitthvað í vatninu hjá ykkur? „Ja, ætli það ekki. Eigum við ekki að segja það. Þetta eru bara sterk gen hérna á Reyðarfirði. Eigum við ekki að segja það,“ svarar Þóroddur. „Ætli það sé ekki bara afrakstur góðra æfinga,“ svarar Ásmundur. „Já, þetta eru æfingar að sjálfsögðu. Þetta er bara æfingar,“ bætir Þóroddur við. Þarna á bakka Búðarár, í hjarta bæjarins, skorum við sjálfan glímukóng Íslands á hólm en hvernig þeirri glímu lauk má sjá í þættinum Um land allt, sem sýndur var á Stöð 2 í kvöld. Þáttinn má einnig nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fjarðabyggð Glíma Um land allt Tengdar fréttir Þegar Reyðfirðingar fengu lyftublokkir og hringtorg Dagurinn sem breytti öllu á Reyðarfirði var 15. mars árið 2003 þegar samningar voru undirritaðir um smíði álvers Alcoa. Þetta austfirska sjávarþorp, sem áður hét Búðareyri, stökkbreyttist á skömmum tíma í iðnaðarbæ og íbúafjöldinn meira en tvöfaldaðist. 16. október 2022 14:53 Sniðglíma á lofti reynd til að fella glímukóng Íslands Enginn bær á Íslandi státar af öflugri glímuköppum um þessar mundir en Reyðarfjörður. Glímukóngur Íslands, Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, handhafi Grettisbeltisins, og glímudrottning Íslands, Kristín Embla Guðjónsdóttir, handhafi Freyjumensins, eru bæði Reyðfirðingar. 9. október 2022 07:07 Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Sjá meira
Þegar Reyðfirðingar fengu lyftublokkir og hringtorg Dagurinn sem breytti öllu á Reyðarfirði var 15. mars árið 2003 þegar samningar voru undirritaðir um smíði álvers Alcoa. Þetta austfirska sjávarþorp, sem áður hét Búðareyri, stökkbreyttist á skömmum tíma í iðnaðarbæ og íbúafjöldinn meira en tvöfaldaðist. 16. október 2022 14:53
Sniðglíma á lofti reynd til að fella glímukóng Íslands Enginn bær á Íslandi státar af öflugri glímuköppum um þessar mundir en Reyðarfjörður. Glímukóngur Íslands, Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, handhafi Grettisbeltisins, og glímudrottning Íslands, Kristín Embla Guðjónsdóttir, handhafi Freyjumensins, eru bæði Reyðfirðingar. 9. október 2022 07:07