Schrödrer og Middleton byrja á meiðslalistanum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. október 2022 22:31 Dennis Schröder missir af fyrstu 3-4 vikum tímabilsins. Los Angeles Lakers Dennis Schröder, leikmaður Los Angeles Lakers, verður ekki með liði sínu þegar það mætir ríkjandi meisturum Golden State Warriors í fyrstu umferð NBA deildarinnar í körfubolta annað kvöld. Raunar verður hann frá næstu vikurnar. Sömu sögu er að segja af Khris Middleton, leikmanni Milwaukee Bucks. NBA tímabilið 2022/2023 hefst með pompi og prakt annað kvöld og verða tveir fyrstu leikir tímabilsins sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Við hefjum herlegheitin á leik Boston Celtics og Philadelphia 76ers. Eftir það er komið að leik meistara Golden State og Los Angeles Lakers. Sérfræðingar Stöðvar 2 Sport búast ekki við miklu af Lakers-liðinu sem var hreint út sagt ömurlegt á síðari hluta síðustu leiktíðar. Liðið hefur skipt um þjálfara en enn er mörgum spurningum ósvarað er varðar þríeykið LeBron James, Anthony Davis og Russell Westbrook. Talið var að staða Westbrook í byrjunarliðinu væri í hætti eftir að Lakers samdi við hinn þýska Dennis Schröder á nýjan leik. Sá mun hins vegar missa af fyrstu þremur til fjórum vikum tímabilsins eftir að hafa farið í aðgerð á þumalfingri. Lakers guard Dennis Schroder will undergo surgery on his injured thumb and will miss three-to-four weeks, coach Darvin Ham says.— Shams Charania (@ShamsCharania) October 17, 2022 Milwaukee Bucks verða einnig án eins af burðarásum liðsins í upphafi tímabils en Khris Middleton verður frá næstu vikurnar eftir að hafa farið í aðgerð á úlnlið. Bucks ættu þó að vera ágætis málum þar sem Giannis Antetokounmpo mætir ferskur til leiks eftir að hafa hitað vel upp á Evrópumótinu fyrr í sumar. Milwaukee Bucks All-Star Khris Middleton is expected to miss the first few weeks of the regular season as he rehabs from offseason wrist surgery, sources tell @TheAthletic @Stadium. Middleton said at Media Day that he did not expect to play in the season opener this week.— Shams Charania (@ShamsCharania) October 17, 2022 NBA deildin fer eins og áður sagði af stað annað kvöld. Klukkan 23.30 hefst útsending frá leik Boston og Philadelphia. Klukkan 02.00 er svo komið að Stephen Curry og LeBron James þegar Golden State og Lakers mætast. Körfubolti NBA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Fleiri fréttir NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Sjá meira
NBA tímabilið 2022/2023 hefst með pompi og prakt annað kvöld og verða tveir fyrstu leikir tímabilsins sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Við hefjum herlegheitin á leik Boston Celtics og Philadelphia 76ers. Eftir það er komið að leik meistara Golden State og Los Angeles Lakers. Sérfræðingar Stöðvar 2 Sport búast ekki við miklu af Lakers-liðinu sem var hreint út sagt ömurlegt á síðari hluta síðustu leiktíðar. Liðið hefur skipt um þjálfara en enn er mörgum spurningum ósvarað er varðar þríeykið LeBron James, Anthony Davis og Russell Westbrook. Talið var að staða Westbrook í byrjunarliðinu væri í hætti eftir að Lakers samdi við hinn þýska Dennis Schröder á nýjan leik. Sá mun hins vegar missa af fyrstu þremur til fjórum vikum tímabilsins eftir að hafa farið í aðgerð á þumalfingri. Lakers guard Dennis Schroder will undergo surgery on his injured thumb and will miss three-to-four weeks, coach Darvin Ham says.— Shams Charania (@ShamsCharania) October 17, 2022 Milwaukee Bucks verða einnig án eins af burðarásum liðsins í upphafi tímabils en Khris Middleton verður frá næstu vikurnar eftir að hafa farið í aðgerð á úlnlið. Bucks ættu þó að vera ágætis málum þar sem Giannis Antetokounmpo mætir ferskur til leiks eftir að hafa hitað vel upp á Evrópumótinu fyrr í sumar. Milwaukee Bucks All-Star Khris Middleton is expected to miss the first few weeks of the regular season as he rehabs from offseason wrist surgery, sources tell @TheAthletic @Stadium. Middleton said at Media Day that he did not expect to play in the season opener this week.— Shams Charania (@ShamsCharania) October 17, 2022 NBA deildin fer eins og áður sagði af stað annað kvöld. Klukkan 23.30 hefst útsending frá leik Boston og Philadelphia. Klukkan 02.00 er svo komið að Stephen Curry og LeBron James þegar Golden State og Lakers mætast.
Körfubolti NBA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Fleiri fréttir NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Sjá meira