Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - KA 1-1 | Baráttan um 2. sætið endaði með jafntefli Hjörvar Ólafsson skrifar 15. október 2022 18:54 Víkingur - KA Besta Deildin Sumar 2022 KSÍ vísir/diego Ari Sigurpálsson kom Víkingi yfir eftir tæplega stundarfjórðungs leik en Ásgeir Sigurgeirsson jafnaði metin með skrautlegu marki. Það var svo Helgi Guðjónsson sem kom Víkingi yfir á nýjan leik með snotru marki en Helgi kom inná sem varamaður um miðbik seinni hálfleiks. Elfar Árni Aðalsteinsson sá síðan til þess að liðin skiptust á jafnan hlut þegar hann skallaði hornspyrnu Hallgríms Mar Steingrímssonar í netið í uppbótartíma leiksins. Víkingur var mun meira með boltann í fyrri hálfleik og heilt yfir sterkari aðilinn og því gátu gestirnir að norðan prísað sig sæla að fara með 1-1 stöðu inn í hálfleik. KA-menn komu hins vegar tvíefldir til leiks inn í seinni hálfleikinn. Náðu bæði að leysa pressu Víkinga betur í uppspili sínu og meiri þéttleika í varnarleikinn. Þegar upp var staðið var jafntefli líklegast sanngjarnasta niðurstaðan í kaflaskiptum leik þar sem vindurinn hafði töluverð áhrif. Liðin sitja í öðru og þriðja sæti deildarinnar með 47 stig hvort lið en Fossvogspiltar eru sæti ofar þar sem liðið hefur hagstæðari markatölu. Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni í leik hjá Víkingi. Vísir/Vilhelm Arnar Bergmann: Sérstakt að 64 mörk séu ekki að skila okkur í titilbaráttu „Þetta var eiginlega copy/paste frá leiknum gegn Stjörnunni. Við vorum mun betri aðilinn í fyrri hálfleik, spiluðum mjög vel og sköpuðum fullt af færum. Það var því skrýtið að fara inn í hálfleikinn með jafna stöðu," sagði Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, að leik loknum. „Mörkin sem við fáum á okkur í kvöld eru bæði mörk sem mjög auðvelt er að koma í veg fyrir. Þetta er augnabliks einbeitingarleysi í báðum mörkunum og þetta hefur verið að gerast í allt sumar. Þetta er mjög svekkjandi en það jákvæða er að við erum að spila mjög vel," sagði Arnar Bergmann enn fremur. „Ég hefði meiri áhyggjur sem þjálfari ef mörkin væru að koma af því að við værum út úr skipulagi eða ekki nógu sterkir heilt yfir í leikjunum varnarlega. Það er mjög augljóst hvað við þurfum að laga til að gera atlögu að Íslandsmeistaratitlinum á næsta tímabili. Það er mjög sérstakt að 64 mörk séu ekki að skila okkur baráttu um titilinn að þessu sinni," sagði hann. Hallgrímur: Sáttur við karakterinn að koma tvisvar til baka „Við vorum jafn slakir í fyrri háfleik og við vorum öflugir í seinni hálfleik. Við komum mjög daprir inn í þennan leik og sú pressa sem við lögðum upp með í varnarleiknum gekk ekki upp. Þeir áttu mjög auðvelt með að spila í gegnum okkur og við fórum vel yfir hlutina í háfleik," sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA. „Það var allt annað að sjá okkur í seinni hálfleik, við vorum þéttari í varnarleiknum og sköpuðum fleiri færi. Ég er líka mjög sáttur við karakterinn að koma tvisvar sinnum til baka, einkum og sér í lagi þar sem við erum að glíma við forföll í hópnum og nokkrir leikmenn að spila í gegnum meiðsli," sagði þjálfarinn hreykinn. „Mér fannst við líklegri til þess að stela sigrinum hérna í blálokin og ég er ofbooðsleag sáttur við hversu mikið leikmenn lögðu í þennan leik. Það er ekki auðvelt að koma til baka gegn jafn sterku og vel spilandi liði og Víkingsliðið," sagði norðanmaðurinn. Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var óánægður með fyrri hálfleikinn en sáttur við þann seinni. Vísir/Hulda Margrét Af hverju skildu liðin jöfn? Víkingur náði upp betri spilköflum heilt yfir í leiknum en KA-menn voru bæði ólseigir í varnarleiknum þegar tankurinn virtist vera að tæmast og skeinuhættir bæði í skyndisóknum og föstum leikatriðum. Bæði lið fengu færi til þess að gera út um leikinn og jafnteflið sanngjarnt. Hvað gekk illa? Uppspil KA-manna var fremur stirt í fyrri hálfleik og Víkingum gekk illa að binda endahnútinn á vel útfærðar sóknir sínar. Þá voru fyrra mark KA-manna af ódýrari gerðinni og Þórður Ingason hefði getað gert mun betur þar. Hverjir sköruðu fram úr? Ari Sigurpálsson var síógnandi allan leikinn og Helgi Guðjónsson átti góða innkomu inn í sókarlínu Víkings. Þá var Viktor Örlygur Andrason góður í hægri bakvararstöðunni. Hallgrímur Mar Steingrímsson var góður hjá KA og Bryan Van Den Bogaert kom vel inn í vinstri bakvörðinn hjá gestunum að norðan. Hvað gerist næst? KA-menn sækja Stjörnuna heim á Samsung-völlinn í Garðabænum á sunnudaginn í næstu viku en Víkingur sækir KR heim í Vesturbæinn á mánudaginn þar næsta. Besta deild karla Víkingur Reykjavík KA
Ari Sigurpálsson kom Víkingi yfir eftir tæplega stundarfjórðungs leik en Ásgeir Sigurgeirsson jafnaði metin með skrautlegu marki. Það var svo Helgi Guðjónsson sem kom Víkingi yfir á nýjan leik með snotru marki en Helgi kom inná sem varamaður um miðbik seinni hálfleiks. Elfar Árni Aðalsteinsson sá síðan til þess að liðin skiptust á jafnan hlut þegar hann skallaði hornspyrnu Hallgríms Mar Steingrímssonar í netið í uppbótartíma leiksins. Víkingur var mun meira með boltann í fyrri hálfleik og heilt yfir sterkari aðilinn og því gátu gestirnir að norðan prísað sig sæla að fara með 1-1 stöðu inn í hálfleik. KA-menn komu hins vegar tvíefldir til leiks inn í seinni hálfleikinn. Náðu bæði að leysa pressu Víkinga betur í uppspili sínu og meiri þéttleika í varnarleikinn. Þegar upp var staðið var jafntefli líklegast sanngjarnasta niðurstaðan í kaflaskiptum leik þar sem vindurinn hafði töluverð áhrif. Liðin sitja í öðru og þriðja sæti deildarinnar með 47 stig hvort lið en Fossvogspiltar eru sæti ofar þar sem liðið hefur hagstæðari markatölu. Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni í leik hjá Víkingi. Vísir/Vilhelm Arnar Bergmann: Sérstakt að 64 mörk séu ekki að skila okkur í titilbaráttu „Þetta var eiginlega copy/paste frá leiknum gegn Stjörnunni. Við vorum mun betri aðilinn í fyrri hálfleik, spiluðum mjög vel og sköpuðum fullt af færum. Það var því skrýtið að fara inn í hálfleikinn með jafna stöðu," sagði Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, að leik loknum. „Mörkin sem við fáum á okkur í kvöld eru bæði mörk sem mjög auðvelt er að koma í veg fyrir. Þetta er augnabliks einbeitingarleysi í báðum mörkunum og þetta hefur verið að gerast í allt sumar. Þetta er mjög svekkjandi en það jákvæða er að við erum að spila mjög vel," sagði Arnar Bergmann enn fremur. „Ég hefði meiri áhyggjur sem þjálfari ef mörkin væru að koma af því að við værum út úr skipulagi eða ekki nógu sterkir heilt yfir í leikjunum varnarlega. Það er mjög augljóst hvað við þurfum að laga til að gera atlögu að Íslandsmeistaratitlinum á næsta tímabili. Það er mjög sérstakt að 64 mörk séu ekki að skila okkur baráttu um titilinn að þessu sinni," sagði hann. Hallgrímur: Sáttur við karakterinn að koma tvisvar til baka „Við vorum jafn slakir í fyrri háfleik og við vorum öflugir í seinni hálfleik. Við komum mjög daprir inn í þennan leik og sú pressa sem við lögðum upp með í varnarleiknum gekk ekki upp. Þeir áttu mjög auðvelt með að spila í gegnum okkur og við fórum vel yfir hlutina í háfleik," sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA. „Það var allt annað að sjá okkur í seinni hálfleik, við vorum þéttari í varnarleiknum og sköpuðum fleiri færi. Ég er líka mjög sáttur við karakterinn að koma tvisvar sinnum til baka, einkum og sér í lagi þar sem við erum að glíma við forföll í hópnum og nokkrir leikmenn að spila í gegnum meiðsli," sagði þjálfarinn hreykinn. „Mér fannst við líklegri til þess að stela sigrinum hérna í blálokin og ég er ofbooðsleag sáttur við hversu mikið leikmenn lögðu í þennan leik. Það er ekki auðvelt að koma til baka gegn jafn sterku og vel spilandi liði og Víkingsliðið," sagði norðanmaðurinn. Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var óánægður með fyrri hálfleikinn en sáttur við þann seinni. Vísir/Hulda Margrét Af hverju skildu liðin jöfn? Víkingur náði upp betri spilköflum heilt yfir í leiknum en KA-menn voru bæði ólseigir í varnarleiknum þegar tankurinn virtist vera að tæmast og skeinuhættir bæði í skyndisóknum og föstum leikatriðum. Bæði lið fengu færi til þess að gera út um leikinn og jafnteflið sanngjarnt. Hvað gekk illa? Uppspil KA-manna var fremur stirt í fyrri hálfleik og Víkingum gekk illa að binda endahnútinn á vel útfærðar sóknir sínar. Þá voru fyrra mark KA-manna af ódýrari gerðinni og Þórður Ingason hefði getað gert mun betur þar. Hverjir sköruðu fram úr? Ari Sigurpálsson var síógnandi allan leikinn og Helgi Guðjónsson átti góða innkomu inn í sókarlínu Víkings. Þá var Viktor Örlygur Andrason góður í hægri bakvararstöðunni. Hallgrímur Mar Steingrímsson var góður hjá KA og Bryan Van Den Bogaert kom vel inn í vinstri bakvörðinn hjá gestunum að norðan. Hvað gerist næst? KA-menn sækja Stjörnuna heim á Samsung-völlinn í Garðabænum á sunnudaginn í næstu viku en Víkingur sækir KR heim í Vesturbæinn á mánudaginn þar næsta.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti