Siggi Hlö kenndi Valla að vera drullusama um hvað öðrum finnst Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 13. október 2022 13:30 „Ef ég hefði áhyggjur af því hvað öðrum finnst, þá væri ég ekki búinn að gera neitt af því sem ég er búinn að gera,“ segir athafnamaðurinn Valli Sport. Vísir/Vilhelm „Ég er jákvæður og opinn. Ég er óhræddur við að reyna hluti sem ég hef ekki gert áður og mér er drullusama hvað öðrum finnst,“ segir Valgeir Magnússon, betur þekktur sem Valli Sport. Valli er fjölhæfur afhafnamaður sem hefur komið víða við; í fjölmiðlum, auglýsingabransanum, tónlistarbransanum og viðskiptalífinu svo fátt eitt sé nefnt. „Ef ég hefði áhyggjur af því hvað öðrum finnst, þá væri ég ekki búinn að gera neitt af því sem ég er búinn að gera. Ég væri bara að gera eitt, af því ég er ógeðslega góður í því, og það er að gera auglýsingar,“ segir Valli sem var gestur í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Jákastið. Ákvað að breyta um stíl Valli segist þó ekki alltaf hafa verið ófeiminn og sama um álit annarra. Hann hafi verið mikill „sprelligosi“ sem barn, en þegar á unglingsárin var komið hafi hann skriðið inn í skel. Þegar kom að því að Valli skyldi hefja skólagöngu í Verzlunarskóla Íslands varð ákveðinn vendipunktur í hans lífi. „Ég ákvað bara algjörlega að breyta um stíl. Ég ætlaði að verða extróvert og ég bara þvingaði mig þangað. Ég tók bara ákvörðun um það,“ segir Valli sem stóð við þá ákvörðun og náði góðum tökum á félagslegri færni. Það tók hann þó nokkur ár til viðbótar að hætta að láta álit annarra hafa áhrif á sig. Það var enginn annar en Siggi Hlö sem kenndi honum þá list þegar þeir hófu störf saman á Bylgjunni. „Mér fannst hann hallærislegasti maður á Íslandi á þeim tíma. En hann einhvern veginn kennir mér mjög fljótt að það er ekkert eins hallærislegt og það að hafa áhyggjur af því að vera hallærislegur. Það er alveg rosalega góður sannleikur.“ Refsing ekki gagnleg fyrir alla Í þættinum ræðir Valli um son sinn sem glímir við fíknisjúkdóm og hefur rekið sig á oftar en einu sinni í gegnum ævina. „Ég var alltaf að reyna finna einhverjar leiðir til þess að reyna stýra honum inn á aðrar brautir, en þá var ég í rauninni alltaf að ýta honum lengra inn á brautina sem hann var á.“ Valli bendir á það að einstaklingar séu ólíkir. Samfélagslegt kerfi okkar, þar sem einstaklingum er ýmist refsað eða umbunað í takt við hegðun, henti alls ekki öllum. „Sumir upplifa þetta sem persónulegar árásir og fara bara lengra og lengra inn í sig. Síðan heldur þetta áfram. Þessu fólki líður illa og byrjar að neyta áfengis eða einhvers meira og endar á að skarast á við lögin og endar í fangelsi,“ segir Valli sem bendir á að finna þurfi nýjar leiðir til þess að hjálpa fólki. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Valla Sport í heild sinni. Jákastið Tengdar fréttir Björgvin Franz í Chicago: „Þetta er eitthvað sem velur þig“ Leikarinn Björgvin Franz Gíslason leikur lögfræðinginn Billy Flynn í söngleiknum Chicago sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í Samkomuhúsinu í janúar 2023. Björgvin Franz fetar þar með í fótspor Hollywood stjörnunnar Richard Gere sem lék hlutverkið eftirminnilega í kvikmyndinni sem kom út árið 2002. 5. september 2022 11:37 Gekk hræðilega í keppninni en fékk vinnu á Broadway „Mér finnst ég bara vera stelpan frá Húsavík sem lenti í hringiðju tónlistarinnar í höfuðborginni. Þessi tilfinning fer ekkert frá mér.“ 30. ágúst 2022 14:30 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Valli er fjölhæfur afhafnamaður sem hefur komið víða við; í fjölmiðlum, auglýsingabransanum, tónlistarbransanum og viðskiptalífinu svo fátt eitt sé nefnt. „Ef ég hefði áhyggjur af því hvað öðrum finnst, þá væri ég ekki búinn að gera neitt af því sem ég er búinn að gera. Ég væri bara að gera eitt, af því ég er ógeðslega góður í því, og það er að gera auglýsingar,“ segir Valli sem var gestur í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Jákastið. Ákvað að breyta um stíl Valli segist þó ekki alltaf hafa verið ófeiminn og sama um álit annarra. Hann hafi verið mikill „sprelligosi“ sem barn, en þegar á unglingsárin var komið hafi hann skriðið inn í skel. Þegar kom að því að Valli skyldi hefja skólagöngu í Verzlunarskóla Íslands varð ákveðinn vendipunktur í hans lífi. „Ég ákvað bara algjörlega að breyta um stíl. Ég ætlaði að verða extróvert og ég bara þvingaði mig þangað. Ég tók bara ákvörðun um það,“ segir Valli sem stóð við þá ákvörðun og náði góðum tökum á félagslegri færni. Það tók hann þó nokkur ár til viðbótar að hætta að láta álit annarra hafa áhrif á sig. Það var enginn annar en Siggi Hlö sem kenndi honum þá list þegar þeir hófu störf saman á Bylgjunni. „Mér fannst hann hallærislegasti maður á Íslandi á þeim tíma. En hann einhvern veginn kennir mér mjög fljótt að það er ekkert eins hallærislegt og það að hafa áhyggjur af því að vera hallærislegur. Það er alveg rosalega góður sannleikur.“ Refsing ekki gagnleg fyrir alla Í þættinum ræðir Valli um son sinn sem glímir við fíknisjúkdóm og hefur rekið sig á oftar en einu sinni í gegnum ævina. „Ég var alltaf að reyna finna einhverjar leiðir til þess að reyna stýra honum inn á aðrar brautir, en þá var ég í rauninni alltaf að ýta honum lengra inn á brautina sem hann var á.“ Valli bendir á það að einstaklingar séu ólíkir. Samfélagslegt kerfi okkar, þar sem einstaklingum er ýmist refsað eða umbunað í takt við hegðun, henti alls ekki öllum. „Sumir upplifa þetta sem persónulegar árásir og fara bara lengra og lengra inn í sig. Síðan heldur þetta áfram. Þessu fólki líður illa og byrjar að neyta áfengis eða einhvers meira og endar á að skarast á við lögin og endar í fangelsi,“ segir Valli sem bendir á að finna þurfi nýjar leiðir til þess að hjálpa fólki. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Valla Sport í heild sinni.
Jákastið Tengdar fréttir Björgvin Franz í Chicago: „Þetta er eitthvað sem velur þig“ Leikarinn Björgvin Franz Gíslason leikur lögfræðinginn Billy Flynn í söngleiknum Chicago sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í Samkomuhúsinu í janúar 2023. Björgvin Franz fetar þar með í fótspor Hollywood stjörnunnar Richard Gere sem lék hlutverkið eftirminnilega í kvikmyndinni sem kom út árið 2002. 5. september 2022 11:37 Gekk hræðilega í keppninni en fékk vinnu á Broadway „Mér finnst ég bara vera stelpan frá Húsavík sem lenti í hringiðju tónlistarinnar í höfuðborginni. Þessi tilfinning fer ekkert frá mér.“ 30. ágúst 2022 14:30 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Björgvin Franz í Chicago: „Þetta er eitthvað sem velur þig“ Leikarinn Björgvin Franz Gíslason leikur lögfræðinginn Billy Flynn í söngleiknum Chicago sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í Samkomuhúsinu í janúar 2023. Björgvin Franz fetar þar með í fótspor Hollywood stjörnunnar Richard Gere sem lék hlutverkið eftirminnilega í kvikmyndinni sem kom út árið 2002. 5. september 2022 11:37
Gekk hræðilega í keppninni en fékk vinnu á Broadway „Mér finnst ég bara vera stelpan frá Húsavík sem lenti í hringiðju tónlistarinnar í höfuðborginni. Þessi tilfinning fer ekkert frá mér.“ 30. ágúst 2022 14:30