Netflix leitar í kvikmyndahúsin Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2022 15:03 Netflix hefur hingað til forðast það að frumsýna kvikmyndir í kvikmyndahúsum, löngu á undan frumsýningu á streymisveitunni. Getty/Jakub Porzycki Forsvarsmenn streymisveitunnar Netflix hafa ákveðið að birta myndina Gloass Onion: A Knives Out Mystery í kvikmyndahúsum. Það verður gert mánuði áður en myndin verður aðgengileg á streymisveitunni sjálfri en myndin er eins og nafnið gefur til kynna framhaldsmynd Knives Out. Kvikmyndin verður sýnd í um sex hundruð kvikmyndahúsum AMC í Bandaríkjunum í lok nóvember. Hingað til hafa yfirmenn Netflix að mestu neitað að birta kvikmyndir í kvikmyndahúsum áður en þær eru aðgengilegar á streymisveitunni. Samkvæmt Wall Street Journal hefur það nokkrum sinnum verið gert og þá nánast eingöngu svo umræddar kvikmyndir séu gjaldgengar á Óskarsverðlaunahátíðinni. Til þess þurfa kvikmyndir að vera sýndar minnst þrisvar sinnum á dag, sjö daga í röð í sex fjölmennum byggðum. Army of the Dead, eftir Zack Snyder, sem frumsýnd var í fyrra var einnig frumsýnd í kvikmyndahúsum vestanhafs en það var bara viku áður en hún varð aðgengileg á streymisveitunni. AMC hefur hingað til neitað að sýna kvikmyndir frá Netflix, vegna þess að þær hafa verið birtar á sama tíma í streymisveitunni. WSJ hefur eftir forstjóra fyrirtækisins að nú hafi forsvarsmenn Netflix samþykkt að „virða“ birtingu í kvikmyndahúsum og fundið leið fyrir streymisveitur og kvikmyndahús til að vinna saman. Frá því streymisveitur fóru að njóta meiri hylli á heimsvísu hefur endalokum kvikmyndahúsa ítrekað verið spáð og átti það sérstaklega við á tímum Covid. Í kjölfar faraldursins hafa kvikmyndahús þó sýnt ákveðna upprisu og þá kannski sérstaklega með Top Gun Maverick, sem sló í gegn hjá áhorfendum og hefur mokað inn tekjum í kvikmyndahúsum. Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið Fékk ekki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið „Finnst ég vera að uppskera erfiði ævi minnar“ Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Kvikmyndin verður sýnd í um sex hundruð kvikmyndahúsum AMC í Bandaríkjunum í lok nóvember. Hingað til hafa yfirmenn Netflix að mestu neitað að birta kvikmyndir í kvikmyndahúsum áður en þær eru aðgengilegar á streymisveitunni. Samkvæmt Wall Street Journal hefur það nokkrum sinnum verið gert og þá nánast eingöngu svo umræddar kvikmyndir séu gjaldgengar á Óskarsverðlaunahátíðinni. Til þess þurfa kvikmyndir að vera sýndar minnst þrisvar sinnum á dag, sjö daga í röð í sex fjölmennum byggðum. Army of the Dead, eftir Zack Snyder, sem frumsýnd var í fyrra var einnig frumsýnd í kvikmyndahúsum vestanhafs en það var bara viku áður en hún varð aðgengileg á streymisveitunni. AMC hefur hingað til neitað að sýna kvikmyndir frá Netflix, vegna þess að þær hafa verið birtar á sama tíma í streymisveitunni. WSJ hefur eftir forstjóra fyrirtækisins að nú hafi forsvarsmenn Netflix samþykkt að „virða“ birtingu í kvikmyndahúsum og fundið leið fyrir streymisveitur og kvikmyndahús til að vinna saman. Frá því streymisveitur fóru að njóta meiri hylli á heimsvísu hefur endalokum kvikmyndahúsa ítrekað verið spáð og átti það sérstaklega við á tímum Covid. Í kjölfar faraldursins hafa kvikmyndahús þó sýnt ákveðna upprisu og þá kannski sérstaklega með Top Gun Maverick, sem sló í gegn hjá áhorfendum og hefur mokað inn tekjum í kvikmyndahúsum.
Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið Fékk ekki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið „Finnst ég vera að uppskera erfiði ævi minnar“ Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira