Netflix og HBO vildu líka gera þætti úr söguheimi Tolkiens Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2022 15:54 Amazon Forsvarsmenn Netflix og HBO leituðu til þeirra sem fara með stjórn bús Tolkien-fjölskyldunnar og kynntu hugmyndir þeirra um sjónvarpsþætti úr söguheimi JRR Tolkien. Þeim tillögum var hafnað áður en Amazon fékk leyfi til að gera þættina Rings of Power. Þetta kemur fram í grein Hollywood Reporter þar sem rætt var ítarlega við þá McKay og J.D. Payne en þeir stýra framleiðslu Amazon á ROP. Amazon tilkynnti nýverið að tökur fyrir aðra þáttaröð væru hafnar. Heimildarmenn Hollywood Reporter segja að tillaga HBO hafi í stuttu máli snúist um að endursegja Hringadróttinssögu í formi sjónvarpsþátta. Eigendur bús Tolkiens hafa að mörgu leyti verið ósáttir við þríleik Peters Jackson (Christopher Tolkien, sonur JRR, gagnrýndi myndir Jacksons harðlega) en voru þrátt fyrir það ekki tilbúnir til að feta þær slóðir aftur. Netflix lagði til að gera nokkra mismunandi þætti. Einn átti að vera um Gandalf og annar átti að vera dramaþáttur um Aragorn. Það leyst Tolkien-liðum illa á. Buðu sæti við borðið HR segir að það sem hafi gert mismuninn hjá Amazon, fyrir utan þá væntanlegu stjarnfræðilegu upphæð sem fyrirtækið greiddi búinu, hafi verið það að forsvarsmönnum búsins lofað að þeir fengju að koma að framleiðslunni. Starfað yrði með þeim og að þeir myndu fá sæti við borðið. Hér er vert að taka fram að enn liggur ekki fyrir hve mikið Amazon greiddi búin fyrir leyfi til að gera þættina en fjölmiðlar vestanhafs hafa sagt það vera 250 milljónir dala. Þættirnir eru þeir dýrustu sem hafa verið framleiddir í sögu sjónvarpsins. Gagnrýnendur hafa tekið þáttunum mjög vel og áhorf á þá hefur mælst gott. Þættirnir hafa þó fengið útreið á vefsvæðum þar sem áhorfendur gefa þeim einkunn. Þá heift sem beinst hefur að þáttunum má að miklu leyti rekja til trölla og hefur hún borði keim rasisma og kvennhaturs. Bíó og sjónvarp Amazon Netflix Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Þetta kemur fram í grein Hollywood Reporter þar sem rætt var ítarlega við þá McKay og J.D. Payne en þeir stýra framleiðslu Amazon á ROP. Amazon tilkynnti nýverið að tökur fyrir aðra þáttaröð væru hafnar. Heimildarmenn Hollywood Reporter segja að tillaga HBO hafi í stuttu máli snúist um að endursegja Hringadróttinssögu í formi sjónvarpsþátta. Eigendur bús Tolkiens hafa að mörgu leyti verið ósáttir við þríleik Peters Jackson (Christopher Tolkien, sonur JRR, gagnrýndi myndir Jacksons harðlega) en voru þrátt fyrir það ekki tilbúnir til að feta þær slóðir aftur. Netflix lagði til að gera nokkra mismunandi þætti. Einn átti að vera um Gandalf og annar átti að vera dramaþáttur um Aragorn. Það leyst Tolkien-liðum illa á. Buðu sæti við borðið HR segir að það sem hafi gert mismuninn hjá Amazon, fyrir utan þá væntanlegu stjarnfræðilegu upphæð sem fyrirtækið greiddi búinu, hafi verið það að forsvarsmönnum búsins lofað að þeir fengju að koma að framleiðslunni. Starfað yrði með þeim og að þeir myndu fá sæti við borðið. Hér er vert að taka fram að enn liggur ekki fyrir hve mikið Amazon greiddi búin fyrir leyfi til að gera þættina en fjölmiðlar vestanhafs hafa sagt það vera 250 milljónir dala. Þættirnir eru þeir dýrustu sem hafa verið framleiddir í sögu sjónvarpsins. Gagnrýnendur hafa tekið þáttunum mjög vel og áhorf á þá hefur mælst gott. Þættirnir hafa þó fengið útreið á vefsvæðum þar sem áhorfendur gefa þeim einkunn. Þá heift sem beinst hefur að þáttunum má að miklu leyti rekja til trölla og hefur hún borði keim rasisma og kvennhaturs.
Bíó og sjónvarp Amazon Netflix Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein